Borgin hyggst fella 23 tré í Öskjuhlíð í dag
Einar Þorsteinsson borgarstjóri skýrði frá því í þættinum Reykjavík síðdegis í gær að borgin hygðist byrja á því að fella 23 tré í Öskjuhlíð í dag. Jafnframt væri verið að stilla upp aðgerðaráætlun um að fella hugsanlega 500 tré og yrði hún borin undir Samgöngustofu.