Ísland í dag - Ekkert stoltur af ísbjarnardrápinu

Stefán Hrafn Magnússon hefur lifað alveg hreint ævintýralegu lífi. Hetjur hans í æsku voru pólfarar og landkönnuðir og þegar hann var fimmtán ára gamall stakk hann af einn til Grænlands. Hann útskrifaðist síðar sem búfræðingur, vann við hreindýrasmölun hjá Sömum í Finnmörku og stundaði selveiðar á norskum rækjutogara. Síðastliðinn 35 ár hefur hann svo verið hreindýrabóndi á jörðinni Isortoq á Grænlandi þar sem hann hefur lent í ótrúlegum ævintýrum í gegnum tíðina.

1217
12:36

Vinsælt í flokknum Ísland í dag