Nýr Landsspítali gjörbyltir aðstöðu sjúklinga og starfsfólks
Nýr meðferðarkjarni við Landsspítalann sem verið er að byggja mun gjörbylta allri aðstöðu fyrir sjúklinga og starfsfólk að sögn forstjóra spítalans. Þar verða aðeins einsmannsherbergi og engir sjúkrahússgangar. Hönnunarstjóri segir mikilvægt að byrja strax að huga að nýjum Landsspítala.