Vill ekki skerða opnunartíma skemmtistaða þegar faraldrinum lýkur
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir ekki koma til greina að opnunartími skemmtistaða verði áfram skertur þegar faraldri kórónuveirunnar lýkur. Hún segir skerðinguna hafa verið setta á þeim forsendum að hún væri tímabundin.