Forsætisráðherra fordæmir innrás Rússa í Úkraínu
Samkvæmt borgaraþjónustu Utanríkisráðuneytisins eru sextán Íslendingar staddir í Úkraínu og er ráðuneytið í góðu sambandi við alla. Forsætisráðherra fordæmir innrás Rússa í Úkraínu og segir að íslensk stjórnvöld muni þegar í stað leggja aukið fé í mannúðaraðstoð. Þá megi búast við aukinni umferð og liðsflutningum af hálfu Atlantshafsbandalagsins um varnarsvæðið á næstu dögum og vikum.