Ísland í dag - Fengu öll kórónuveiruna þrátt fyrir að hafa fylgt öllum settum reglum
Skúli Skúlason og dætur hans tvær, Elísabet og Hildur fengu öll kórónuveiruna í fyrstu bylgju faraldursins hér á landi í mars en smit þeirra áttu ekki sama uppruna. Þau vilja nýta sögur sínar sem víti til varnar fyrir aðra og segja að aldrei sé of varlega farið þegar kemur að kórónuveirunni. Þau fóru eftir öllum reglum, Skúli smitaðist á lokametrum í sóttkví af eina manninum sem hann hitti yfir stutta stund í sveitinni og systurnar ásamt öllum saumaklúbbnum greindust með veiruna eftir helgarferð í sumarbústað.