Notaði embætti ríkislögreglustjóra til að kvarta undan bók og sjónvarpsþætti
Haraldur Johannessen notaði bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra til að koma athugasemdum á framfæri við höfund bókar um Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans og umsjónarmann sjónvarpsþáttar um sama efni. Dómsmálaráðuneytið telur að framsetning bréfanna hafi verið ámælisverð og til þess fallin að rýra traust og trú á embætti ríkislögreglustjóra.