Sum selja áfengi án leyfis
Íþróttafélögum sem selja áfengi á leikjum meistaraflokka sinna hefur fjölgað og dæmi eru um að sum þeirra hafi ekki tilskilin leyfi. Framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands er hugsi yfir aukinni áfengsneyslu í kringum íþróttaviðburði og kallar eftir samtali innan íþróttahreyfingarinnar um málið.