Stokkið í eldinn 18. ágúst 2023
Tarfurinn var víðsfjarri þetta kvöldið vegna anna. Þó ekki vegna Önnu. En það hefði verið gott mál líka. Í hans stað steig inn í hljóðverið sjálfur Addi Rokk (Sólstafir, Bastarður, Fields Of The Filthy o.fl.), dáskrárgerðarmaðurinn stórtæki á Xinu977. Mikil gleði leistist samstundis úr læðingi og dyr fortíðar opnuðust upp á gátt og sögur fengu vængi. Birkir Fjalar & Smári Tarfur stökkva í eldinn og gefa hér- og erlendu þungarokki byr undir báða vængi á X- 977 -- í boði Hljóðfærahússins og Drunk Rabbit -- í beinni tengingu við samnefnt djúpköfunarhlaðvarp sem finna má á öllum helstu streymisveitum og í smáforritum. #X977 #STOKKIÐÍELDINN