Telur afstöðu SA um launarétt fólks í sóttkví óábyrga
Sérfræðingur í vinnurétti er ósammála túlkun SA um að ekki eigi að greiða fólki laun sem er í sóttkví en er ekki smitað. Þetta sé óábyrg afstaða þar sem fólk sem eigi að vera í sóttkví gæti verið nauðbeygt til að mæta til vinnu vegna launataps. Félagsdómur gæti úrskurðað í málinu.