Jákastið - Guðmundur Magnússon fótboltasumarið 2025
Gestur minn þessa vikuna er Guðmundur Magnússon (Gummi Magg) í sérstökum fótboltaþætti af Jákastinu. Fótboltasumarið 2025 er að hefjast og er fótboltaþáttur Jákastsins orðinn árlegur. Gummi Magg er sérfræðingur þáttarins en hann er fyrirliði Fram í knattspyrnu. Við fórum lauslega yfir Bestu deild karla og fórum við svo yfir Bestu deild kvenna, Lengjudeild karla og kvenna, 2. deild karla og kvenna sem og Mjólkurbikar karla og kvenna.