Ísland í dag - Enn versnar staða íslenskra drengja

„Ég var gráti næst þegar ég kláraði að taka þetta saman“ segir greinandinn Tryggvi Hjaltason sem vann rannsókn um stöðu drengja í íslensku menntakerfi. Rannsókn Tryggva leiðir í ljós að 34,4% drengja geta ekki lesið sér til gagns við útskrift úr grunnskóla sem er tvöfalt hærra hlutfall en hjá stúlkum. Þá eru 15% líkur á að drengir á Íslandi fari á hegðunarlyf og þeir eru 20 sinnum líklegri til að vera settir á þunglyndislyf en börn á hinum Norðurlöndunum. Allt um málið í Íslandi í dag.

13645
11:42

Vinsælt í flokknum Ísland í dag