Virðingarleysi að skipa öndunarfærasjúklingum að yfirgefa borgina
Formaður astmafélagsins segir ekki til marks um mikla virðingu í garð náungans að skipa öndunarfærasjúklingum að yfirgefa borgina svo þeir skemmi ekki áramótagleði fjöldans. Finna þurfi skynsamlegar lausnir á þeirri loftmengun sem fylgi flugeldaskotgleði borgarbúa svo allir geti fagnað áramótunum í sátt og samlyndi.