Nýtt knatthús vígt
Nýtt knatthús Hauka var vígt á Ásvöllum nú síðdegis. Margt var um manninn þegar séra Arnór Bjarki Blomsterberg, prestur vígði húsið. Í kjölfarið tóku Valdimar Víðisson bæjarstjóri, Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs og alþingismaður og Magnús Gunnarsson, formaður Hauka við húsinu af framkvæmdaraðila.