Akraborgin- „Nokkrir valkostir í boði,“ segir Jóhann Berg
Jóhann Berg Guðmundsson hefur spilað einstaklega vel með Charlton í ensku 1.deildinni í fótbolta í vetur. Hann segist vita af áhuga annarra liða en ekkert sé öruggt með framhaldið. Hann segir einnig að Hermann Hreiðarsson sé enn vel þekktur hjá félaginu. Flestir þar hafi fengið að finna fyrir því hversu hraustur hann er.