Sprengisandur - Björgvin Gíslason tónlistarmaður - Er hippi og letingi
Björgvin Gíslason, gítarleikari og tónlistarmaður, var fyrsti gestur þáttarins. Björgvin er sextugur í dag. Hann hefur sett mark sitt á þáttinn Sprengisand frá upphafi. Hann útsetti lag Sigvalda Kaldalóns, Á Sprengisandi, en lagið er aðallag þáttarins og sérstaklega í útsetningu Björgvins og hljómsveitarinnar Pelican. Hann segist enn vera hippi og eins segist hann vera letingi.