Hemmi og svaraðu nú – Greta Salóme Stefánsdóttir var aðalgestur þáttarins (fyrri hluti)
Aðalgestur Hemma Gunn í fjölbreyttum og fjörugum þætti á þessum sunnudegi á Bylgjunni var nýjasta stjarnan í íslensku tónlistarlífi, Greta Salóme Stefánsdóttir. Þessi unga blómarós hefur sannarlega slegið rækilega í gegn að undanförnu og samdi og söng sigurlagið í Júróvisjónkeppninni og verður fulltrúi okkar í Bakú, ásamt fríðu föruneyti.