Tíu ár frá hruni: Geir H. Haarde lítur um öxl

Geir H. Haarde var forsætisráðherra þegar alþjóðlega fjármálakreppan skall á og bankahrunið reið yfir. Geir flutti frumvarpið til neyðarlaganna sem hafa verið nefnd bjargvættur íslensku þjóðarinnar en var dreginn fyrir Landsdóm fyrstur manna vegna ætlaðrar vanrækslu. Hann var sýknaður af öllum alvarlegustu ákæruliðunum í málinu. Geir, sem er í dag sendiherra Íslands í Washington, lítur um öxl í þessu viðtali við Þorbjörn Þórðarson og ræðir bankahrunið, ávarpið þegar hann bað Guð um að blessa Ísland, búsáhaldabyltinguna og ýmis eftirköst hrunsins.

398
42:25

Vinsælt í flokknum Fréttir