Ísland í dag - Nýr veitingastaður á Hótel Borg og ný stemning!

Á Hótel Borg er aftur kominn veitingastaður í flottum Art Deco stíl í anda hótelsins sem byggt var árið 1930. Og hjónin Jóhann Gunnar Arnarsson og Kristín Ólafsdóttir reka nú nýja staðinn Borg Restaurant og hafa tekið allt í gegn, þar sem Gyllti salurinn til dæmis er aftur orðinn gylltur og stemningin á staðnum í anda hússins sem er eitt flottasta hús landsins teiknað af Guðjóni Samúelssyni arkitekt. Og í eldhúsinu ræður ríkjum hinn margverðlaunaði kokkur Hákon Már Örvarsson. Vala Matt fór og skoðaði nýja staðinn og þar kom ýmislegt skemmtilegt í ljós.

4746
10:23

Vinsælt í flokknum Ísland í dag