Í algerri óvissu vegna altjóns
Jörð skelfur enn í Grindavík og svipað margir skjálftar hafa mælst í dag og síðustu daga. Frá miðnætti hafa um 1300 jarðskjálftar mælst á svæðinu. Kvikugas mældist upp úr borholu í Svartsengi í dag. Hluti íbúa og forsvarsfólks minni fyrirtækja í Grindavík fékk að fara inn á hættusvæði í bænum í örstutta stund í dag til að bjarga verðmætum. Íbúi segist í mikilli óvissu eftir að húsnæði hans gjöreyðilagðist í hamförunum.