Ný ríkisstjórn tekin við völdum í Danmörku
Ný þriggja flokka ríkisstjórn Mette Frederiksen, leiðtoga jafnaðarmanna, tók við völdum í Danmörku í dag. Stjórnarskiptin þykja söguleg þar sem þetta er í fyrsta sinn í 44 ár sem Danir fá ríkisstjórn yfir miðjuna í samstarfi vinstri og hægri flokka.