Ísland í dag - Pabbi eyðilagði öll jól

„Pabbi var í raun tvær manneskjur. Þessi sem lék og las fyrir okkur og var glaður. Svo var þessi fulli sem beitti ofbeldi en flaskan var aldrei langt undan," segir Guðrún Lára Sveinbjörnsdóttir sem er nýbúin að gefa út bókina Orðspor. Pabbi hennar byrjaði á bókinni sem átti upphaflega að vera bók með ljóðum hans. Hann lést þó áður en verkið kláraðist vegna ofdrykkju og tók því Lára við verkefninu. Hún bætti við æskuminningum sínum og útkoman er Orðspor. Í Íslandi í dag segir Lára frá bókinni og æskunni. Hvernig það var að búa við stöðugan ótta, ótta við að pabbi kæmi fullur heim. Þá segir hún jólin hafa verið sérstaklega erfið og vill minna fólk á, nú þegar jólin njálgast, að börn muni alla tíð það sem gerist á heimilinu, sérstaklega um jólin.

7543
07:18

Vinsælt í flokknum Ísland í dag