Ísland í dag - Felldi tár við eldhúsborðið heima
Pétur Einarsson, hagfræðingur, starfaði í bankageiranum þegar fjármálahrunið mikla skall á árið 2008. Hann gerði síðar heimildarmynd um hrunið og eftirmála þess. Margir hafa velt fyrir sér hvort krísan vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar eigi eftir að koma okkur á jafn slæman stað og við vorum á eftir hrunið en við settumst niður með Pétri og fengum hann til að bera saman stöðuna þá og nú.