Þriðja skiptið sem sprengjuþoturnar koma til landsins
Þrjár langdrægar B-2 sprengjuþotur bandaríska flughersins eru á Keflavíkurflugvelli þar sem um tvö hundruð manna herlið stundar nú æfingar. Þetta er í þriðja sinn sem þoturnar koma til landsins og utanríkisráðherra segir tilganginn vera að sýna samstöðu NATO-ríkja og árétta varnir þeirra.