Ísland í dag - Þórunn er með gerviblóm á pallinum
Þurfum við að vera með lifandi blóm á pallinum eða svölunum? Getum við ekki bara verið með falleg gerviblóm sem hægt er að setja út á hverju sumri og aldrei neitt stress? Stílistinn Þórunn Högnadóttir fer oft ótroðnar slóðir sem gaman er að fylgjast með og hefur hún sýnt okkur meðal annars hvernig hægt er að breyta ýmsu tengt heimilum á ódýran hátt. Og að þessu sinni er hún að gera tilraunir með að nota gerviblóm á pallinn hjá sér, sem mörgum finnst eflaust skrítið en hún sýnir hér hvernig það getur komið þrælvel út og auðvitað mjög þægilegt því blómin þarf ekkert að hugsa um og þola öll veður. Vala Matt fór og skoðaði gerviblómin og einnig mjög skemmtilegt heimasmíðað matarborð sem gert var úr sama efni og pallurinn og fleira sumarlegt og skemmtilegt.