Fjölmiðlabann sett skyndilega á sáttafund hjá ríkissáttasemjara
Samningafundur stendur enn yfir hjá ríkissáttasemjara milli Samtaka atvinnulífsins og viðsemjenda en fjölmiðlabann var sett skyndilega á eftir upphaf fundar í morgun. Frétta er beðið af kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðsfélags Grindavíkur og Framsýnar við atvinnurekendur en boðuð verkföll eiga að hefjast á miðnætti. Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands segir að fræðilega sé hægt að fresta verkfalli með skömmum fyrirvara.