Hvað um meðaljóninn? Alltaf stal villingurinn í bekknum athyglinni. Í ofan á lag var honum svo hrósað í hástert ef hann slysaðist til að haga sér einu sinni vel. Enginn tók eftir meðaljóninum sem hagaði sér skikkanlega allan tíman. Ég óttast að í aðgerðapakkanum sem bjarga á heimilunum í kreppunni verði meðaljóninn enn útundan. Að þeir taki mestan skellinn sem spiluðu ekki rassinn úr buxunum, höfðu enga kaupréttarsamninga og standa þokkalega í skilum. Splæstu kannski í mesta lagi 20 tommu flatskjá. Bakþankar 26. febrúar 2009 06:00
Bankinn minn Þú ert búinn að vera að sverta bankann minn,“ sagði Davíð Oddsson við Sigmar Guðmundsson í Kastljósi gærkvöldsins. Það er enginn agi í þjóðfélaginu, sagði hann síðar í viðtalinu og í millitíðinni ræddi hann um þann fjölda fólks sem staðið hefur norpandi fyrir utan Seðlabankann og barist fyrir sannfæringu sinni. Þeirri sannfæringu sinni að Davíð eigi að víkja. Um þetta fólk hafði Davíð það að segja að einhverjir væru í því að „flytja fólk að Seðlabankanum“. Bakþankar 25. febrúar 2009 06:00
Smá sannindi og góð Nýverið fór ég inn á spítala. Þar inni rak ég augun í nokkur vönduð tæki og muni sem á stóð að hefðu verið gefin af félagasamtökum á borð við Lions, Kiwanis, Oddfellow og kvenfélögum ýmiss konar. Þessi tæki bættu stofnunina og þar með líðan þeirra sem þurftu á þjónustunni þar inni að halda og ég velti fyrir mér því mikla starfi sem félagasamtök hér á landi inna af hendi án þess að störfum fólksins innan þeirra sé gefinn mikill gaumur, ef nokkur. Bakþankar 24. febrúar 2009 06:00
Fyrirgefðu Sorry seems to be the hardest word, söng Elton John um árið. Hann hitti í mark því flestir kannast við þetta: Það er bara svo fjári erfitt að biðjast afsökunar. Sérstaklega ef manni finnst maður ekki hafa gert neitt rangt. Hversu mörg pör hafa ekki setið í þrúgandi þögn yfir sjónvarpinu eftir að annað lét eitthvað vanhugsað út úr sér eða gerði einhverja vitleysu sem hitt er hundfúlt yfir? Bakþankar 19. febrúar 2009 00:01
„Kemur manninum mínum ekkert við“ Álfélaginu á Íslandi er ekki lengur rótt. Álverð fer hríðfallandi á heimsmarkaði og grynnkar stöðugt í vösum sem geta lánað stórfyrirtækjum og smáþjóðum milljarða til að byggja ný álver og orkuver sem gefa af sér ódýra orku á þriðjaheimsverði fyrir málmbræðslur. Það er tekið að súrna í augum álvinanna íslensku og þá styttist þráðurinn. Bakþankar 17. febrúar 2009 03:00
Krúttin í bönkunum Góð úttekt birtist í Morgunblaðinu í fyrradag. Þar fjallaði Strandakonan sterka, Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, um starfsreynslu þeirra sem unnu í bönkunum og sparisjóðunum fyrir hrun. Í ljós kom að 41 prósent þeirra bjó aðeins að fimm ára starfsreynslu eða jafnvel minna. Margir voru ákaflega vel menntaðir en starfsreynslan var samt ekki meiri. Við getum ímyndað okkur hvernig það væri að þurfa að leggjast undir hnífinn á spítala þar sem engin sérstök reynsla væri fyrir hendi þótt vissulega gæti starfsliðið státað af prófgráðum. Bakþankar 16. febrúar 2009 06:00
„These are not bankers, they are wankers!“ Að undanförnu hef ég átt bágt með að trúa mínum eigin eyrum þegar sjálfstæðismenn tjá sig í fjölmiðlum. Hugsunin sem oftast skýtur upp kollinum þegar það gerist er: „Á hvaða reikistjörnu hefur þetta fólk haldið sig upp á síðkastið?“ Bakþankar 14. febrúar 2009 00:01
Hörkutól og sætar píur Stundum slysast ég til að halda að hlutverk kynjanna séu ekki eins skýrt afmörkuð og þau voru áður fyrr. Mér hefur jafnvel dottið í hug að stelpum og strákum séu allir vegir færir óháð kynferði og að litlar telpur geti orðið Súpermann ef þær bara vilja. Reglulega ná markaðsöflin þó að vekja mig upp af þessum útópísku draumórum. Það gerist til dæmis iðulega á þessum árstíma þegar öskudagsbæklingar dótabúðanna taka að streyma inn um bréfalúguna. Þá man ég að heimurinn enn þá svart/hvítur (eða ætti ég að segja blá/bleikur) í huga markaðsaflanna og skilaboðin skýr: Stelpur eiga að vera sætar og strákar eiga að vera hörkutól. Bakþankar 13. febrúar 2009 06:00
Að sparka eins og stelpa Frasinn að sparka eins og stelpa er gjarnan notaður þegar einhver hefur þótt sparka illa. Að kasta eins og stelpa eða hlaupa eins og stelpa þykir víst líka slæmt. Drengir ganga sjálfkrafa út frá því að þeir standi stúlkum framar í flestu. Mörgum þeirra líkar því illa ef kona skákar þeim á einhvern hátt. Bakþankar 12. febrúar 2009 06:00
Samvinnan Það er athyglisvert að fylgjast með þeirri breytingu sem orðið hefur á högum þingmanna, allmargra þeirra í það minnsta. Tuttugu og fimm þingmenn sem áður voru í stjórn eru nú í stjórnarandstöðu og öfugt gildir um níu nýja stjórnarþingmenn. Þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist; eðli lýðræðisins er þannig að menn eiga að skiptast á að ráða eftir því hvernig almenningur kýs og stjórnmálamönnum semst að loknum kosningum. Þó er langt síðan jafnsnögg umskipti urðu á meirihluta á þingi og nú. Bakþankar 11. febrúar 2009 06:00
Gamansögur kreppunnar Hvernig er stemningin heima?" spurði félagi minn mig um daginn en sá hinn sami hefur verið við nám erlendis undanfarin misseri. Bara prýðileg, svaraði ég og setti broskarl fyrir aftan þá fullyrðingu, svona til að leggja enn frekari áherslu á orð mín en án árangurs. Hann fór að spyrja um ástandið. Vitanlega neyddist ég til að segja honum að kreppunöldur tröllriði hér öllu. Svo þungt væri yfir landi og lýð að svo virtist sem Þorvaldur Gylfason væri orðinn boðberi bjartsýni hér á landi. Enginn virtist ósnortinn af ástandinu og jafnvel virtist sem sumir hefðu smitast af fórnarlambablæti Björgólfs Guðmundssonar. Bakþankar 10. febrúar 2009 06:00
Leynifélagið mikla Af því nú er í blankheitunum hvarvetna talað um endurskoðun á gildum hlaut boðskapurinn loks að síast svolítið inn. Samt ekki fyrr en ég hafði á haustmánuðunum hræðilegu farið ofan í saumana á heimilisbókhaldinu og íhugað ýmsar sparnaðarleiðir í daglega lífinu. Fyrir einfalda sál með hófleg umsvif var það fljótafgreitt og þá var sumsé komið að umræddri endurskoðun á gildum. Bakþankar 9. febrúar 2009 06:00
Staðan Ég skrifaðist á við finnskan vin minn á Facebook í gær. Kreppuna bar á góma, enda sameiginlegt áhugamál þjóðanna. Eftir að Finnland hrundi hér einu sinni reis upp miklu betra land á eftir, sagði félagi minn. Finnar eru búnir að gera allt það sem Obama ætlar að gera núna í Bakþankar 7. febrúar 2009 06:00
Senn er sigruð þraut Það er frost á Fróni í öllum mögulegum skilningi. Eftir nokkurra mánaða skeið af þræsingi og garra kveikti fólk elda við Alþingi til að ylja sér við. Búsáhaldabyltingin var dásamleg birtingarmynd þess að það er hægt að þíða hrímað hjarta í heilli þjóð. Ylurinn var ekki fyrr farinn að breiðast frá hjartanu og út í krókna útlimi en heilinn - sem öllu ræður - ákvað að hlusta á æðasláttinn og verða við kröfum hans. Bóndi minn þitt bú, betur stunda þú. Um leið lægði storminn en að sama skapi slokknaði bálið. Nú er dottið á logn; heiðbjört en hrollköld stilla. Bakþankar 6. febrúar 2009 06:00
Skuldin Eftir því sem ég kemst næst eru skuldir þjóðarbúsins eftir bankahrunið 2.100 milljarðar. Það er víst hægt að selja eitthvað upp í - höfuðleður af útrásarvíkingum og fleira smálegt - svo þegar upp er staðið skuldar Ísland bara 1.600 milljarða. Ég fékk hjálp við að skrifa þetta með núllum. Við skuldum 1.600.000.000.000 kall. Bakþankar 5. febrúar 2009 06:00
Sjálfsmark Sem betur fer er langt síðan ég lét af þeim fyrirætlunum mínum að sigra heiminn. Jafnvel þó Steinn Steinarr hefði sagt mér að það væri enginn áhætta í því fólgin að reyna. Bakþankar 4. febrúar 2009 06:00
Frítt fyrir atvinnulausa Það er ekkert ókeypis var fyrsta reglan í hinni hrundu lífsstefnu nýfrjálshyggjunnar: allt kostar og í framhaldi af þeirri lokaniðurstöðu á tilverunni var verðmiði settur á allt milli himins og jarðar. Beiting á gjaldtöku í samfélaginu sótti fram á öllum sviðum. Aðgangseyrir var heimtur af sjúkrastofnunum – jafnaðargjald og síðan mishátt gjald eftir þjónustu. Skönnun í einhverju rádýru tæki kostaði þennan skattþega hátt á annan tug þúsunda og þótti ekki tiltökumál. Einhver stakk upp á að gestir á spítalanna væru látnir borga þar aðgangsmiða, annar að best væri að láta læknana borga sig inn – þeir væru svo mikið fjarverandi við einkarekstur þar sem þeir sinna sjúklingum sem hið opinbera borgar þeim svo fyrir. Svo tala menn í alvöru um að einkarekstur sé einhver nýjung í heilbrigðiskerfinu á eyjunni. Bakþankar 3. febrúar 2009 06:00
Stjörnuprýdd saga Það gerist allt of sjaldan að bók heilli mann svo mikið að hún víkur ekki úr huganum löngu eftir að lestrinum er lokið. Nú fyrir jólin kom ein slík bók út, Dagbók Hélène Berr í þýðingu Ólafar Pétursdóttur. Hélène var frönsk gyðingastúlka, fædd árið 1921 í París og lagði stund á ensku við Sorbonne. Hélène hóf að skrifa dagbók árið 1942 og hélt því áfram til ársins 1944 en þá voru hún og foreldrar hennar flutt í þýskar fangabúðir. Í dagbókinni veitir Hélène dýrmæta innsýn í líf gyðinga í París á valdatíma Þjóðverja. Bakþankar 2. febrúar 2009 04:00
Sigur fólksins Stórtíðindi urðu í íslensku samfélagi nú í vikunni. Þau tíðindi lutu ekki að því að við sjáum stjórnarmynstur sem við höfum ekki áður séð – verði þá mynduð minnihlutastjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Nei, þau tíðindi voru að fólkið náði því fram að hrekja ríkisstjórn frá völdum. Aldrei áður hefur það gerst að Íslendingar hafi flykkst út á götur og heimtað nýja stjórn og á þá hafi verið hlustað; reyndar tók það tíma sinn. Bakþankar 28. janúar 2009 00:01
Langþráð gúrka Skoði maður helstu fréttir fjölmiðla fyrir ári síðan er ekki laust við að djúpur söknuður grípi mann. Söknuðurinn felst samt ekki í þránni eftir horfnum lífsgæðum og frelsi undan horfnum lífsgæðum. Það sem mest eftirsjá er að, eru fréttir sem fólk nennir að lesa. Fréttir af fólki og fyrir fólk, frekar en endalaust hjakk í sama fari vegna stórfrétta, válegra tíðinda og annarra hörmunga. Bakþankar 27. janúar 2009 00:01
Óþarfa áhyggjur Í fæðingarhríðum Nýja-Íslands virðast hörmungarnar engan enda ætla að taka. Athygli okkar flögrar á milli sökudólganna sem hafa svikið okkur í laumi í langan tíma. Auðmannanna sem hafa það eina markmið að svíða til sín allt okkar strit. Bankanna sem voru í sama leiðangri á bak við svo hjartnæmar ímyndarauglýsingar að jafnvel harðsvíruðustu naglar klökknuðu. Hins grátbroslega seðlabankastjóra, „fjármálaeftirlitsins", að ógleymdum forseta og ráðherrum sem fannst svo geðveikt gaman að vera þotulið. Yfir og allt um kring trónir krumla alþjóðlegrar fjármálakreppu sem ætlar að kreista líftóruna úr okkur öllum. Bakþankar 26. janúar 2009 06:00
Þjóð á móti Því hefur stundum verið haldið fram að Íslendingar séu engin mótmælaþjóð, að hér kunni fólk ekki að mótmæla og láti yfirleitt allt yfir sig ganga. Síðustu dagar hafa óneitanlega falið í sér vísbendingar um að þetta sé alls ekki rétt. Fólk lætur í sér heyra, sem er gott. Bakþankar 24. janúar 2009 06:00
Geir til varnar Kæri Geir. Það er ábyggilega erfitt að vera þú núna. Mér datt þess vegna í hug að skrifa uppörvandi pistil um leiðtogahæfileika þína og hvað þú ert góður forsætisráðherra. Allt frá falli bankanna hefur Geir H. Haarde sýnt að hann er…öh… góður í að…mmm… Geir kann að…neineinei…bæta upplýsingaflæði - nei, ekki það…bíðum við, ekki síðan Davíð…nei, ekki það heldur. Maður fólks…nei, bíddu…maður sem horfist í augu við…við hvað? …horfist í augu við…ástand…sem fæstir myndu…fæstir gætu…? öh…æi fokk! Bakþankar 23. janúar 2009 06:00
Leiðin aðmeðalveginum Einu sinni á mínum unglingsárum kom það fyrir að ég hafði klárað skyldusparnað minn en þó ekki fengið þá útrás sem eyririnn átti að veita mér. Það var kominn uppreisnarhugur í strákinn og því rifjaðist upp fyrir mér að ég átti sparibók þar sem peningagjafir frá skírn til fermingar voru geymdar. Bakþankar 21. janúar 2009 04:00
Endurmenntunarnámskeið Í gömlum harðstjórnarríkjum liðinnar aldar voru þeir andófsmenn sem settu sig gegn ríkjandi reglum settir á námskeið og þar var barið í þá nýtt lífsviðhorf í þágu þjóðar og flokks. Oftast voru menn sendir á einhvern útnárann og látnir vinna harðneskjulega vinnu meðan reynt var að heilaþvo þá með ríkjandi gildum harðstjóranna. Fyrir helgina fréttist af endurmenntunarnámskeiðum starfsfólks Glitnis þar sem hert var á nýjum starfsreglum bankans. Áhugamenn um nýtt gildismat hljóta að spyrja hvort ekki er þörf á endurmenntun víðar og þá er eðlilega spurt um námsefni: einhver stakk upp á Hávamálum til að byrja með. Bakþankar 20. janúar 2009 06:00
Nýtt tækifæri Ekki fyrr hafði ég skráð mig inn á snjáldurskjóðuna „Face-book" að gömul bekkjarsystkini birtust og buðu mig velkomna. Þau höfðu þegar stofnað grúppu þar sem getur að líta gamlar ljósmyndir af okkur með tíkarspena og frostbitnar kinnar íklædd rúllu-kragapeysum og skálmvíðum buxum. Þetta er einmitt útlitið sem manni finnst ósköp sætt í ofurstíliseruðum dönskum sjónvarpsþáttum en vekja hjá manni hroll þegar þessi flíslausu ár rifjast upp. Tíminn þegar teygjuefni fannst ekki í barnabuxum og ull þótti ekki ull nema hún stingi. Þetta var eins og að klæða sig í býflugnasverm. Bakþankar 19. janúar 2009 03:00
Bríet kann svörin Góð ráð falla aldrei úr gildi. Það var með það í huga sem ég gluggaði á dögunum í fyrstu tölublöð Kvennablaðs Bríetar Bjarnhéðinsdóttur frá því seint á þarsíðustu öld. Taldi ég líklegt að þar væri að finna ýmsan hagnýtan fróðleik sem nýta mætti í kreppunni. Sú var líka raunin, ég hafði ekki lesið lengi þegar ég vissi allt um sláturgerð og kálbýtinga og hafði að auki lært hvernig ráða má bót á tannpínu með því að sjúga blöndu af rommi og krít upp í nefið. Bakþankar 17. janúar 2009 00:01
Um atvinnuöryggi starfsstétta Ég uppgötvaði um daginn að ég hef ekki hugmynd um hvernig íslenskt lýðræði virkar. Ég veit að við kjósum flokka til að fara með völd í fjögur ár en þar með virðumst við ekki hafa meira með málin að gera. Stjórnmálaflokkur með lítið sem ekkert fylgi getur samt samið sig inná stjórnvölinn. Við höfum ekkert um það að segja hver tekur að sér hvaða ráðuneyti í ríkisstjórn né hvernig sá hinn sami hagar sér svo í vinnunni. Bakþankar 15. janúar 2009 06:00
Óvissuástand Í dag eru 100 dagar liðnir síðan Geir H. Haarde bað guð að blessa íslensku þjóðina með þeim afleiðingum að henni rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Síðan þá hafa ráðamenn unnið að björgun íslensks efnahagslífs - vonar maður. Bakþankar 14. janúar 2009 06:00
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun