Ekki innistæða fyrir 121 milljóna króna bótakröfu Barkar Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af miskabótakröfu Barkar Birgissonar vegna vistunar hans á öryggisgangi á Litla-Hrauni í hálft annað ár. Börkur fór fram á tæplega 121 milljóna króna í bætur. Innlent 9. febrúar 2021 13:45
Þekkti ekki dómaframkvæmd Jón Steinar Gunnlaugsson ber saman meiðyrðamál hans á hendur Þorvaldi Gylfasyni og mál Benedikts Bogasonar á hendur honum sjálfum. Og kemst að þeirri niðurstöðu að Benedikt hafi vaðið áfram hugsunarlaust eins og bolakálfur. Skoðun 9. febrúar 2021 08:38
Ríkið sýknað af kröfu Grundar og Hrafnistu um greiðslu húsaleigu Hæstiréttur hefur staðfest dóma Landsréttar þar sem ríkið er sýknað af kröfum hjúkrunarheimilisins Grundar, dvalarheimilisins Áss og Hrafnistu um að ríkið skuli greiða heimilunum endurgjald fyrir fasteignir sem þau lögðu undir starfsemi sína á árunum 2013-2016. Innlent 8. febrúar 2021 16:01
Þorvaldur telur að Benedikt eigi að segja af sér Þorvaldur Gylfason prófessor telur einsýnt að Benedikt Bogason forseti Hæstaréttar eigi að segja af sér eftir að hann tapaði meiðyrðamáli gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni lögmanni. Innlent 8. febrúar 2021 14:03
Landsréttur neitar að viðurkenna faðerni þrátt fyrir jákvæða erfðafræðirannsókn Áhugaverður dómur féll í Landsrétti á dögunum þar sem niðurstaðan var sú að ekki væri mögulegt að fallast á kröfu systkina um að faðir þeirra hefði verið sonur ákveðins manns, jafnvel þótt mannerfðafræðileg rannsókn hefði leitt í ljós að 99 prósent líkur væru á að hann væri það sannarlega. Innlent 7. febrúar 2021 19:00
Áttu rétt? Þegar upp koma ágreiningsmál milli aðila getur komið til þess að útkljá þurfi þau fyrir dómi. Því miður er það svo að kostnaður við að sækja mál fyrir dómstólum getur orðið nokkuð hár. Skoðun 6. febrúar 2021 15:31
Landsréttur taldi ekki sannað að faðir hafi kýlt dóttur sína í andlitið Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknaði föður af ákæru fyrir að hafa beitt dóttur sína líkamlegu ofbeldi árið 2016. Maðurinn var sakfelldur í héraði árið 2019 fyrir að hafa veist að dóttur sinni og kýlt hana í andlitið með þeim afleiðingum að hún hlaut nefbrot og bólgu yfir hægra kinnbeini. Innlent 5. febrúar 2021 21:53
„Eins og fangar í búri“ þegar brotist var inn í húsbílinn Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað þýskan ferðamann af ákæru um stórfellda líkamsárás á mann sem reyndi að brjótast inn í Volkswagen Caddy húsbíl ferðamannsins og kærustu hans sem hafði verið lagt á bílastæði við hringtorg á mótum Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar febrúarnótt á síðasta ári. Innlent 5. febrúar 2021 17:00
„Forseti Hæstaréttar fór í vígaferli við mig og lá marflatur að lokum“ Jón Steinar var sýknaður í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar forseta Hæstaréttar. Dómurinn klofnaði í afstöðu sinni, þrír dómara staðfestu niðurstöðu Landsréttar en tveir vildu dæma Jón Steinar sekan. Innlent 5. febrúar 2021 13:28
Kvikmyndagerðarmennirnir vilja fá þrjár milljónir króna frá hinum reiða föður Fyrsta fyrirtaka í máli Antons Mána Svanssonar framleiðanda og Guðmundar Arnar Guðmundssonar leikstjóra gegn Guðmundi Þór Kárasyni verður í næstu viku. Anton Máni og Guðmundur Andri telja ekki hægt að sitja undir því að vegið sé svo harkalega starfsheiðri þeirra og æru og raun ber vitni. Innlent 5. febrúar 2021 10:45
Ákærður fyrir kynferðislega áreitni og brot gegn börnum í Austurbæjarskóla Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa mánudaginn 2. september 2019 farið í heimildarleysi inn í Austurbæjarskóla í Reykjavík og brotið gegn þremur nemendum skólans. Málið var þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur eftir hádegið í dag. Þinghald í málinu er lokað. Innlent 4. febrúar 2021 17:06
Fylgdu burðardýri og næsta í keðjunni eftir en náðu ekki höfuðpaurum Tveir karlmenn á sextugsaldri bíða nú dóms í máli héraðssaksóknara á hendur sér fyrir innflutning á rúmlega tveimur kílóum af kókaíni til landsins með farþegaflugi frá Barcelona. Mennirnir hafa áður hlotið dóm fyrir innflutning á kókaíni en þó eru liðin þrettán ár síðan. Innlent 4. febrúar 2021 07:00
Sextán milljónir frá sveitarfélaginu vegna árásar í vinnunni Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt konu bætur upp á rúmlega sextán og hálfa milljón króna. Konan starfaði á vegum sveitarfélags við umönnun fatlaðs einstaklings sem réðst á hana árið 2014 og var sveitarfélagið talið bera bótaábyrgð í málinu. Innlent 3. febrúar 2021 22:32
Feðgarnir fluttu fjórir saman mál fyrir Landsrétti Bræðurnir Stefán Karl, Páll og Jón Bjarni Kristjánssynir fluttu í dag mál fyrir Landsrétti ásamt Kristjáni Stefánssyni föður þeirra. Einn bræðranna segist telja málið einsdæmi á hærra dómstigi. Innlent 3. febrúar 2021 19:32
Líkama látna líklega velt yfir handriðið og kastað Við rannsókn á dauða manns sem lést eftir fall af svölum fjölbýlishúss í Grafarholti 8. desember 2019, komust sérfræðingar að þeirri niðurstöðu að „utanaðkomandi“ kraftur hefði orðið til þess að maðurinn fór fram af. Innlent 3. febrúar 2021 13:37
Sigmundur Ernir mátti ræða við Bryndísi Schram um viðkvæmt efni bókar hennar Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands segir engar siðareglur brotnar vegna viðtals Sigmundar Ernis við Bryndísi. Innlent 3. febrúar 2021 12:34
Fengu mildari dóma í nauðgunarmáli en fara nú fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir nauðgunarmál gegn tveimur mönnum, sem Landsréttur dæmdi í lok síðasta árs. Ríkissaksóknari telur refsingu mannanna, sem milduð var um ár í Landsrétti, of væga. Innlent 2. febrúar 2021 16:09
Brim dæmt til að greiða fyrrverandi háseta fjórar milljónir króna Sjávarútvegsfyrirtækið Brim hefur verið dæmt til að greiða háseta sem fór í meðferð í Svíþjóð tæpar fjórar milljónir króna í svokölluð staðgengilslaun fyrir tveggja mánaða tímabil. Innlent 2. febrúar 2021 15:13
Þurfa að afhenda skattrannsóknarstjóra gögn um erlent félag Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur um að innlendir aðilar þurfi að afhenda skattrannsóknarstjóra gögn um erlend félög. Viðskipti innlent 1. febrúar 2021 23:24
Fékk hundrað þúsund króna sekt og hálfsjálfvirkur riffill gerður upptækur Karlmaður hefur verið sakfelldur Í Landsrétti fyrir vopnalagabrot með því að hafa í heimildarleysi átt og haft í vörslum sínum hálfsjálfvirkan riffil og rafstuðbyssu. Voru vopnin gerð upptæk og manninum gert að greiða hundrað þúsund króna sekt, eða sæta átta daga fangelsi. Innlent 30. janúar 2021 09:34
Hélt hníf upp að hálsi tólf ára pilts eftir „dólgslæti“ fyrir utan Kvikk Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í síðustu viku karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hótanir og brot gegn barnaverndarlögum. Maðurinn bar hníf upp að hálsi tólf ára pilts, sem hann sagði hafa verið með „dólgslæti“ ásamt félögum sínum fyrir utan verslun fyrr sama dag. Innlent 29. janúar 2021 21:28
Einn mánuður til viðbótar fyrir að senda þremur félögum nektarmynd af fyrrverandi Landsréttur dæmdi í dag karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tekið mynd af fyrrverandi sambýliskonu sinni hálfnaktri, sofandi í rúmi með nöktum karlmanni, og sent myndina þremur mönnum. Innlent 29. janúar 2021 18:11
Hafþór áfrýjaði og fékk þyngri dóm Hafþór Logi Hlynsson hefur verið dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir peningaþvætti. Þyngdi Landsréttur þar með dóm yfir Hafþóri Loga sem hlaut tólf mánaða dóm í Héraðsdómi Reykjavík í nóvember 2018. Innlent 29. janúar 2021 16:28
Sextán ára fangelsi fyrir morð í Úlfarsárdal Arturas Leimontas, Lithái á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að hafa banað landa sínum á sextugsaldri í Úlfarsárdal þann 8. desember 2019. Leimontas var sakfelldur fyrir að hafa hrint manninum fram af svölum á þriðju hæð fjölbýlishúss við Skyggnisbraut í Grafarholti. Innlent 29. janúar 2021 14:30
Kynferðisbrotamáli Jóns Baldvins á Spáni enn vísað frá dómi Kynferðisbrotamáli á hendur Jóni Baldvini Hannibalssyni hefur enn verið vísað frá dómi en ákæruvaldinu mistókst að sýna fram á að umrædd háttsemi væri refsiverð samkvæmt spænskum lögum. Innlent 28. janúar 2021 10:37
Ósannað að aðstoð við mæðgur sem komu til landsins hafi verið refsiverð Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað tvo af ákæru um að hafa skipulagt og aðstoðað konu og tvær dætur hennar að koma ólöglega til Íslands í þeim tilgangi að sækja um hæli hér á landi. Innlent 27. janúar 2021 15:30
Taldi hugmyndina fráleita en hitti svo Jón Ásgeir Einar Kárason rithöfundur hefur sent frá sér mikla bók, Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, en þar er farið yfir einstakan feril athafnamannsins sem lenti í fordæmalausum málaferlum í tengslum við viðskipti sín og rekstur. Innlent 27. janúar 2021 08:01
Mál Jón Baldvins sent aftur heim í hérað Héraðsdómur Reykjavíkur þarf að taka aftur fyrir frávísunarkröfu Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi utanríkisráðerra í dómsmáli er varðar meinta kynferðislega áreitni hans á hendur Carmen Jóhannsdóttur. Þetta er niðurstaða Landsréttar. Innlent 22. janúar 2021 16:01
Þóra áfrýjar málinu gegn Íslensku óperunni Þóra Einarsdóttir óperusöngkona hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 8. janúar, þar sem Íslenska óperan var sýknuð af kröfu Þóru um vangoldin laun vegna þátttöku hennar í uppsetningu óperunnar á Brúðkaupi Fígarós árið 2019. Innlent 22. janúar 2021 15:12
Börnin nutu vafans og skólabílstjóri fær engar bætur Héraðsdómur Vesturlands hefur sýknað Dalabyggð af kröfu manns um miska- og skaðabætur fyrir að hafa neitað honum um starf sem skólabílstjóri. Sveitarfélagið sendi verktakafyrirtæki sem annaðist aksturinn bréf þar sem tilkynnt var um þá ákvörðun að hafna því að maðurinn myndi sinna slíkum akstri. Innlent 22. janúar 2021 15:09