„Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Sparkspekingurinn Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United, fer ekki fögrum orðum um stöðuna hjá sínu fyrrverandi félagi. Segir hana verri núna undir þjálfaranum Rúben Amorim heldur en þegar að Erik ten Hag hélt utan um stjórnartaumana. Enski boltinn 4. febrúar 2025 11:48
Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ensku úrvalsdeildarfélögin, með Englandsmeistara Manchester City í broddi fylkingar, vörðu mun meira fjármagni í leikmenn í vetrarglugganum en félög í öðrum fótboltadeildum. Enski boltinn 4. febrúar 2025 07:31
Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Sænska efstu deildarliðið Norrköping neitaði tilboði enska C-deildarliðsins Burton Albion í Arnór Ingva Traustason, miðjumann liðsins. Jón Daði Böðvarsson er að gera gott mót hjá Burton sem er að hluta til í eigu Íslendinga. Fótbolti 3. febrúar 2025 20:31
Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Eftir að lenda 0-1 undir á heimavelli gegn West Ham United skoraði Chelsea tvö í síðari hálfleik og vann 2-1 sigur þegar liðin mættust á Brúnni í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Enski boltinn 3. febrúar 2025 19:32
Martínez með slitið krossband Lisandro Martínez, miðvörður Manchester United, er með slitið krossband og spilar ekki meira á þessari leiktíð. Ólíklegt er að hann spili meira á þessu ári. Enski boltinn 3. febrúar 2025 18:30
Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Hinn 27 ára gamli Marcus Rashford segir það hafa verið auðvelt val að fara til Aston Villa á láni. Enski boltinn 3. febrúar 2025 17:45
Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Félagaskiptaglugginn í evrópskum fótbolta er nú lokaður. Enn gætu þó félagaskipti dottið í gegn svo lengi sem félög skiluðu réttum pappírum á réttum tíma. Sem stendur má þó segja að Aston Villa og Manchester City hafi „unnið“ gluggann með þeim leikmönnum sem liðin sóttu. Enski boltinn 3. febrúar 2025 10:22
Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Alf-Inge Haaland, fyrrum leikmaður Manchester City og faðir Erlings, framherja liðsins, var ekki parsáttur eftir tap liðsins fyrir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. Enski boltinn 3. febrúar 2025 10:01
Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er „Hver í fjandanum ert þú?“ spurði Erling Haaland og beindi orðum sínum að Myles Lewis-Skelly, í september. Arsenal-maðurinn ungi hafði alls ekki gleymt spurningunni þegar hann fagnaði marki sínu gegn Haaland og félögum í gær. Enski boltinn 3. febrúar 2025 08:00
Rashford genginn í raðir Villa Marcus Rashford er genginn í raðir Aston Villa á láni frá Manchester United. Fótbolti 2. febrúar 2025 22:14
Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Arsenal vann ótrúlegan 5-1 sigur er liðið tók á móti Englandsmeisturum Manchester City í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Enski boltinn 2. febrúar 2025 16:03
Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Jean-Philippe Mateta skoraði bæði mörkin þegar Crystal Palace vann 2-0 sigur á Manchester United á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 2. febrúar 2025 16:00
Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon Rafn Valdimarsson fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði Brentford í ensku úrvalsdeildinni í dag en hann og félagar hans urðu að sætta sig við tap á heimavelli. Enski boltinn 2. febrúar 2025 15:52
Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson er í byrjunarlði Brentford í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 2. febrúar 2025 12:56
Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Patrick Dorgu er orðinn leikmaður Manchester United eftir að enska úrvalsdeildarfélagið gekk frá kaupum á honum frá ítalska félaginu Lecce. Enski boltinn 2. febrúar 2025 11:56
„Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Slagur Manchester City og Arsenal á Etihad leikvanginum í september olli engum vonbrigðum og er einn af leikjum ársins. Liðin mætast aftur á heimavelli Arsenal í dag. Enski boltinn 2. febrúar 2025 11:03
Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ Mohamed Salah varð í gær sjötti markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi er hann skoraði bæði mörk Liverpool í 2-0 sigri liðsins gegn Bournemouth. Fótbolti 2. febrúar 2025 10:02
United sækir annað ungstirni frá Arsenal Manchester United hefur gengið frá kaupum á hinum átján ára gamla Ayden Heaven frá Arsenal. Fótbolti 2. febrúar 2025 08:01
Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, er við það að ganga í raðir Aston Villa. Fótbolti 1. febrúar 2025 23:17
Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Wolves vann mikilvægan 2-0 sigur er liðið tók á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Fótbolti 1. febrúar 2025 19:28
Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Southampton, botnlið ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, vann mikilvægan 2-1 útisigur gegn Ipswich í dag. Á sama tíma vann Everton 4-0 sigur gegn Leicester og Fulham gerði góða ferð til Newcastle. Fótbolti 1. febrúar 2025 17:00
Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Mohamed Salah skoraði bæði mörk Liverpool er liðið vann 2-0 útisigur gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Enski boltinn 1. febrúar 2025 14:33
Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Nottingham Forest steinlá óvænt í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi en hrista það af sér strax og komst upp að hlið Arsenal með 7-0 stórsigri á Brighton & Hove Albion. Enski boltinn 1. febrúar 2025 14:29
Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Chloe Kelly er farin á láni til Arsenal frá Manchester City eftir ljótan viðskilnað við City. Enski boltinn 1. febrúar 2025 10:30
Elías skoraði og Stefán lagði upp Elías Már Ómarsson skoraði mark NAC Breda í 1-1 jafntefli gegn Heracles. Stefán Teitur Þórðarsson kom inn af varamannabekknum og lagði upp mark Preston í 2-1 tapi á útivelli gegn Blackburn Rovers. Fótbolti 31. janúar 2025 22:11
Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Unai Emery, þjálfari Aston Villa, er sannfærður um að framherjinn Ollie Watkins muni ekki fara frá félaginu líkt og John Durán, sem var að ganga frá félagaskiptum til Al Nassr í Sádi-Arabíu. Enski boltinn 31. janúar 2025 20:01
Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Liverpool vann deildarkeppni Meistaradeildarinnar þrátt fyrir tap í lokaleiknum sínum. Tapið hafði ekki áhrif á lokaröð liðsins en hafði aftur á móti áhrif á tekjurnar. Enski boltinn 31. janúar 2025 08:00
Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín Eiríksdóttir er orðinn leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Leicester City eftir að enska liðið keypti hana í gær frá sænska liðinu Kristianstad. Enski boltinn 31. janúar 2025 07:30
Hlín til liðs við Leicester City Leicester City hefur fengið Hlín Eiríksdóttur, framherja íslenska landsliðsins í knattspyrnu, í sínar raðir. Hlín lék áður með Kristianstad í Svíþjóð. Enski boltinn 30. janúar 2025 18:02
Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gary Neville segir að Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, ýti undir dómarahatur með hegðun sinni. Enski boltinn 30. janúar 2025 17:15