Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Bjartsýni yfir meðallagi

Láttu ekki svona, þetta verður komið upp á morgun eða hinn, í síðasta lagi á föstudag. Við höldum boðið á laugardaginn!“ Það var engan bilbug að finna á bóndanum.

Bakþankar
Fréttamynd

Er einfalt betra?

Ríkisstjórnin hefur nú í annað sinn skilað hallalausum fjárlögum og á fyrir það hrós skilið. Afgangurinn er þó ekki ýkja mikill.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þú færð svo mikla auglýsingu!

Á sama tíma og við stærum okkur af blómlegu menningarlífi og grósku í listum virðist viðhorfið til listamanna lítið breytast. Aftur og aftur berast fréttir af því að þeir sem leggja stund á listsköpun séu hlunnfarnir í launum.

Fastir pennar
Fréttamynd

"Netelti“

Það hefur orðið bylting á samskiptum fólks á undanförnum árum, mjög svo hefur bæst í hóp þeirra forrita sem fólk getur notað til að hafa samskipti sín í milli. Það getur jafnvel reynst erfitt fyrir þann sem reynir að fylgjast með þróuninni að halda í við hana.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stóru verkefnin

Á morgun snúa kjörnir fulltrúar okkar á Alþingi aftur til starfa eftir sumarfrí. Það gekk ýmislegt á fyrsta ár þessa þings – og venju samkvæmt finnst mörgum alltof mikill tími hafa farið í karp og þvaður á meðan mikilvæg mál voru látin sitja á hakanum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Síðasta lag fyrir fréttir

Hlustendur Rásar eitt eru svo miklir intróvertar að þeir koma ekki einu sinni fram í hlustendakönnunum. Þar með er ekki sagt að þeir séu ekki til: öðru nær. Gott ef þetta er ekki fólkið sem hlustar á útvarp – hlustar en lætur það ekki vera þarna eins og hvern annan skarkala og nið í bakgrunni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Blessuð sjálfseyðingarhvötin

Ég á við áfengisvanda að stríða. Ekki í hefðbundnum skilningi samt. Ég drekk sjaldan og þegar ég drekk er það yfirleitt ekkert sérstaklega mikið. Vandinn knýr dyra daginn eftir.

Bakþankar
Fréttamynd

Þöggunin skaðar

Gleðiefni er að samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) fækkaði sjálfsvígum hér á landi um fimmtung frá aldamótum og fram til ársins 2012. Engu að síður er tíðni sjálfsvíga hér á landi með því hæsta sem gerist.

Fastir pennar
Fréttamynd

Seljum fólki rafrettur

Miklar vonir eru bundnar við nýtt lyf sem talið er geta dregið úr neikvæðum áhrifum alvarlegs sjúkdóms sem hrjáir um einn milljarð manna um heim allan. Sjúkdómurinn er langvinnur og dregur á endanum um helming þeirra sem af honum þjást til dauða.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kynfærin í kirkjunni

Á dögunum fékk æskulýðsprestur í Selfosskirkju þá fínu hugmynd að fá kynfræðing til að ræða við verðandi fermingarbörn. Hluti af fræðslunni var að sýna myndir af íslenskum tippum og píkum og tilgangurinn væntanlega meðal annars að sýna fram á að kynfæri eru jafn ólík og þau eru mörg.

Bakþankar
Fréttamynd

Djamm í kvöld

Fyrir tíu árum hefði mér aldrei dottið í hug að ég myndi rita þessi orð. Tvítugi Tumi hefði fallið í yfirlið af hneykslun.

Bakþankar
Fréttamynd

Alvöru kjarabót

Neikvæð áhrif skuldaniðurfellingarinnar hitta alla. Mörgum spurningum er ósvarað um aðgerðina sem stendur fyrir dyrum, svo sem að hve stórum hluta hún lendir á skattgreiðendum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Internetið hatar mig

Internetið er ótrúlegt. Vefsíður safna upplýsingum um allt sem maður gerir og nýta þær svo til að klæðskerasníða persónulega fyrir mann auglýsingar og annað efni sem höfðar til manns.

Bakþankar
Fréttamynd

Freknóttir fagna

Konum um og yfir þrítugu er sérstaklega ráðlagt að stúdera freknuförðun, þar sem tæknin geti gert þær unglegri, frísklegri og fallegri allt um leið.“ Ég las þetta í gær.

Bakþankar
Fréttamynd

23.000 kjósendur yfirgefa Framsókn

Eftir að hafa unnið frækinn kosningasigur í þingkosningunum fyrir rúmi ári heldur Framsóknarflokkurinn, flokkur forsætisráðherra, rétt um helmingi þeirra kjósenda sem kusu flokkinn þá. Hinn helmingurinn hefur snúið baki við flokknum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þunglyndi, meðferð á villigötum?

Flestir þekkja einhvern sem er dapur, vonlaus, fullur af vanlíðan og sér ekki birtuna í kringum sig. Viðkomandi getur verið náinn manni eða í nærumhverfi eins og til dæmis í vinnu eða skóla. Sumir telja sig jafnvel sjá utan á fólki hvernig því líður án þess að hafa átt samskipti við það.

Fastir pennar
Fréttamynd

Horfin sumarblíða

Allt fram streymir endalaust, ár og dagar líða. Nú er komið hrímkalt haust, horfin sumarblíða. Þannig hefst ljóð Kristjáns Jónssonar "Haust“.

Bakþankar
Fréttamynd

Lestrarvild

Sigurður G. Guðjónsson lögfræðingur og Elliði Vignisson bæjarstjóri í Eyjum halda því fram að Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður kenndur við Brim hafi látið Reyni Traustason hafa fé í rekstur DV gegn því að blaðið myndi draga taum hans í deilum um Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Dæmið er rangt, niðurstaðan rétt

Benda má á að ef kaupmenn skiluðu styrkingu krónu, þó ekki væri nema sem næmi fimm prósentum, myndi vísitala neysluverðs lækka um tvö prósentustig. Það hefði í för með sér um 34 milljarða lækkun á verðtryggðum lánum heimilanna í landinu. Þannig skrifar þingmaðurinn Þorsteinn Sæmundsson í Fréttablaðið seint í síðustu viku.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bósakaka

Ég mun aldrei gleyma því þegar pabbi kom heim með stórkostlega bleika Barbapabba-afmælisköku á þriggja ára afmælisdaginn minn. Hvílíkt undur sem mér þótti þetta sköpunarverk. Ég gat því ekki annað en horft djúpt í augu þriggja ára sonar míns og jánkað þegar hann bað um Bósa Ljósár afmælisköku

Bakþankar
Fréttamynd

Eru tveir þriðju mikið eða lítið?

Tveir af hverjum þremur svarendum í skoðanakönnun fréttastofu 365 miðla segist þeirrar skoðunar að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra eigi að segja af sér embætti. En er það mikið, eða er það lítið? Svarið er eflaust breytilegt. Flestum mun eflaust þykja það mikið, jafnvel tveimur af hverjum þremur. Öðrum kann að finnast það lítið, að stuðningur þriðjungs svarenda sé ekki svo lítið miðað við allt og allt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Innrásin í Úkraínu

Úkraínsk stjórnvöld birtu í vikunni myndbandsklippur af, að því er virtist, rússneskum hermönnum sem teknir höfðu verið til fanga innan Úkraínu. Myndbirtingunni var eflaust ætlað að renna enn frekari stoðum undir það sem flestir fjölmiðlar hafa þegar staðfest, að rússneski herinn tekur virkan þátt í átökunum í austurhluta landsins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vitlausu túristarnir

Hjón á ferðalagi skelltu börnum sínum í bílaleigubíl og brunuðu allslaus upp á jökul. Eðlilega. Þeim var til happs að vera stoppuð af áður en illa færi eins og við þekkjum þegar túristarnir lenda í ógöngum á hálendinu eða fara í fjallgöngur í gallabuxunum.

Bakþankar
Fréttamynd

Er hægt að svíkja sannfæringuna?

Það fólk sem velur sér það starf að skrifa fréttir eða annað fjölmiðlaefni er venjulegt fólk. Stundum er í þeim hópi fólk sem er fast á sinni meiningu, fljótt að hugsa og áræðið. Það eru kostir í fréttamennsku. Besta fólkið er fólk sem hefur sóma og þykir vænt um vinnuna, eigið orðspor og eigin æru.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvar er Útvegsspilið?

Ég og minn heittelskaði ástmaður höfum leitað að Útvegsspilinu logandi ljósi út um allt síðustu vikur og mánuði.

Bakþankar
Fréttamynd

Bandaríski bjáninn

Íslenski fáninn, bandaríski bjáninn, er sönglandi frasi sem oftar en ekki var gripið til þegar ég var á leikskólaaldri, og þá ekki síst á tyllidögum þegar þjóðfáni landsins var hafður uppi.

Bakþankar
Fréttamynd

Haustboðar ljúfir

Það er komið haust. Ég get sagt það fullum fetum án þess að blikna. Ástæðan fyrir því að ég veit það fyrir víst er að ég er búin að sjá að minnsta kosti tuttugu myndir af litlum börnum með gríðarstórar skólatöskur á bakinu á Facebook.

Bakþankar
Fréttamynd

Að þekkja eigin vitjunartíma

Staða Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra er vond. Hún fór of geyst meðan hún, ráðuneyti hennar og hennar nánasta samstarfsfólk sætti opinberri rannsókn. Ráðherra á ekki að hafa afskipti af lögreglunni með þeim hætti sem allt bendir til að hún hafi gert. Eftir á að hyggja hefði Hanna Birna betur sagt af sér sem ráðherra og hið minnsta frá málinu sjálfu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Endurmenntun fyrir foreldra

"Óöryggið skein líklegast í gegn því kennarinn tjáði okkur að það væru ekki síst tímamót fyrir foreldra að byrja með barn í skóla í fyrsta sinn. Meyra móðirin kinkaði kolli og áttaði sig á að nú tæki alvaran við.“

Bakþankar