Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Strumparúta Loga Bergmanns

Frá því ég tók fyrst eftir manninum mínum á sveitaballi fyrir austan fjall í lok tíunda áratugar síðustu aldar hefur mér þótt hann bera af öllum öðrum. Hann er vörpulegur, blíður og gáfaður - draumur sérhverrar konu. Þess vegna hef ég sætt mig við þá staðreynd að hann hefur engan smekk á bílum.

Bakþankar
Fréttamynd

Um afturgengna eftirþanka

Eins og aðrir stjórnmálaflokkar auðveldar Framsóknarflokkurinn mönnum aðgang að heimasíðu sinni með því að slá inn skammstöfunina XB. Reyndar er flokkurinn ekki nefndur í yfirskrift eða fyrirsögnum á síðunni með öðru móti en þessari skammstöfun eða styttingunni Framsókn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sjálfsvirðing borgar í órækt

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar lögðu til á fundi fyrr í vikunni að ráðizt yrði í átak í umhirðu borgarlandsins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stígkrampi

Þegar ég var smástrákur hlupu stundum í mig óknyttir, eins og gekk, og ég hringdi símaöt. Sjaldnast voru þau frumleg – það var til dæmis vinsælt að hafa samband við verslanir og spyrja starfsmenn einkennilegra spurninga um vöruúrval og láta þá hlaupa til og frá í allskyns erindisleysu. Ha ha. Yfirleitt voru fleiri áheyrendur að símtalinu – viðhlæjendur væru þeir kallaðir ef þeir hefðu ekki alltaf beitt sig hörðu til að halda rokunum niðri.

Bakþankar
Fréttamynd

Öfug-Hrói

Fyrir seinustu kosningar leit út fyrir að tveir flokkar myndu standa uppi með mest fylgi og, að öllum líkindum, mynda saman ríkisstjórn. Annar flokkurinn vildi gefa fullt af fólki pening, þeim mesta peninginn sem byggju í stærsta húsnæðinu og skulduðu mest í því. Hinn flokkurinn vildi það síður. Á endanum vann seinni flokkurinn kosningarnar en báðir flokkarnir fengu 19 þingmenn, þökk sé kosningakerfinu. Gjafmildi flokkurinn fékk svo stjórnarmyndunarumboðið. Óvissufaktorinn á Bessastöðum sá til þess.

Fastir pennar
Fréttamynd

Borg í formalíni

Tónleikahald mun ekki leggjast af þótt tveir hentugir tónleikastaðir í miðbænum loki. Það mun halda áfram að blómstra á öðrum stöðum. Hótelin sem koma í staðinn munu heldur ekki eyðileggja Reykjavík. Umræðan er öfgafull og galin.

Bakþankar
Fréttamynd

Framsókn, loforðin og ábyrgðin

Talsverðri gagnrýni sætti að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð skyldi ekki koma út fyrir kosningar. Það var eðlileg gagnrýni; gera mátti ráð fyrir að nefndin fjallaði meðal annars um pólitíska ábyrgð á þeim mistökum sem leiddu til afleitrar stöðu sjóðsins. Það eru upplýsingar sem kjósendur hefðu átt að hafa í höndum þegar þeir tóku afstöðu til flokka í kosningunum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bágt fyrir buxurnar

Reglulega koma upp hugmyndir þess efnis að innleiða skólabúninga í grunnskólum á Íslandi og sumstaðar eru notaðir skólabúningar í einhverri mynd. Kostir þess að allir nemendur í skólanum séu eins klæddir eru jafnan sagðir þeir að krökkum verði síður strítt á því hvernig þau eru til fara og að skólabúningurinn geti einfaldað samskipti þeirra á milli. Sérstakur búningur einfaldi líka málin heima fyrir. Minni þvottur og minna slit verði á öðrum fötum á meðan. Ókostirnir eru stundum sagðir að við það að allir klæðist eins geti börnin ekki verið þau sjálf, geti ekki tjáð persónuleika sinn með því að klæða sig eins og þau sjálf vilja. Sitt sýnist hverjum.

Bakþankar
Fréttamynd

Stjórnlaus ríkisbanki

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð (ÍLS) er í stíl við skýrslu fyrri rannsóknarnefndar um bankana; samfelldur áfellisdómur bæði yfir stjórnendum fjármálastofnunarinnar sem um ræðir, stjórnmálunum, stjórnsýslunni og eftirlitsstofnunum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ég dáist að ríkisstjórninni

Í alvöru. Ég dáist að ríkisstjórninni. Sigmundur Davíð, sem grætur í nýlegri grein í Morgunblaðinu að hann hafi ekki fengið lengri hveitibrauðsdaga í starfi, hefur rétt fyrir sér. „Loftárásir“ fjölmiðla og stjórnarandstöðu hafa valdið því að flestum hefur yfirsést hve einstök nýja ríkisstjórnin er.

Fastir pennar
Fréttamynd

Við viljum fransbrauð!

Undirskriftasafnanir virðast vera orðnar nýjasta della Íslendinga. Hver slík söfnunin rekur aðra og það virðast lítil takmörk fyrir hugmyndaauðgi fólks þegar kemur að því að velja málefni í þær eins og ein sú nýjasta, þar sem fólk er beðið að skrifa undir áskorun um betra veður, ber með sér. Sú söfnun er þó varla alvarlega meint en það að henni skuli hafa verið ýtt á flot ber þess merki að trúin á undramátt undirskriftasafnana sé við góða heilsu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nýmóðins helvíti

Ég á vin frá Bandaríkjunum sem ferðast mikið um Evrópu. Hann er hálfur Frakki. Hann spurði mig einu sinni hvernig það gæti verið að í nánast mannlausu landi þrifist gróskumeiri tónlistarsena en hann hafði áður kynnst. Ég gat eiginlega ekki svarað spurningunni, en bætti við að jarðvegurinn hlyti að vera frjór og tækifærin mörg fyrir tónlistarfólk.

Bakþankar
Fréttamynd

Prump og hægðatruflanir

Það er merkileg staðreynd að prump er okkur öllum nauðsynlegt, alveg sama hvað okkur kann að þykja það lítið kurteist að leysa vind, þá þurfum við að skila frá okkur lofti reglulega. Það er líka merkilegt hvað vindgangur er oft ástæða kátínu og hlátraskalla. Flestum þykir pínlegt að freta í kringum aðra og að verða uppvísir að þessu athæfi, aðrir skellihlæja að eigin skítalykt. Á þetta bæði við um börn sem fullorðna og er í sjálfu sér að einhverju marki mannlegt eðli sem við flest þekkjum eða höfum orðið vitni að.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ég vara ykkur við

Fríið verður reyndar stutt, svo að daglegt líf landsmanna ætti að haldast í skorðum að mestu leyti, en það borgar sig kannski að gera einhverjar ráðstafanir. Ég hef í það minnsta varað ykkur við.

Bakþankar
Fréttamynd

Sama fólkið, annar vasi

Fréttablaðið sagði frá því á föstudaginn að ríkisstjórnin hygðist ekki efna loforð fyrrverandi stjórnar við lánsveðshópinn svokallaða, sem á yfirveðsettar eignir og hefur tekið lán hjá lífeyrissjóðum með veði í eign annars fólks.

Fastir pennar
Fréttamynd

LÍÚ-varpið

Við þurfum að tala um hann Davíð. Og nú ranghvolfa margir augum og fórna höndum en vinir hans og félagar glotta illyrmislega og segja glaðir í bragði: "Þið eruð með Davíð á heilanum.“

Fastir pennar
Fréttamynd

Steypiskúr úr hrákadalli

Þegar heitt er í hamsi er skiljanlegt að fólk vilji koma sínu á framfæri á beinskeyttan hátt. Í þeim anda líkir forsætisráðherra gagnrýni á sig við loftárásir. Hann er ekki sá eini sem grípur til samlíkinga við stríðsverk til að fjalla um pólitísk bitbein.

Bakþankar
Fréttamynd

Ólafur og áhrifamennirnir

Viðræður Ólafs Ragnars við "fjölmarga evrópska áhrifamenn“ sannfærðu hann um að í raun væri ekki ríkur áhugi á því hjá ESB að ljúka viðræðunum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Betur er sefað illt en upp vakið

Forsætisráðherra þeytti loftvarnaflautu sína í vikunni. Tilefnið var að honum fannst sem ríkisstjórnin fengi ekki andrými fyrir loftárásum stjórnarandstöðunnar. Trúlega er það mat ráðherrans rétt að í annan tíma hafa ríkisstjórnir ekki lent í jafn krappri vörn á fyrstu dögum sínum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sumarið er tími tossanna

Í vor höfum við fengið að skyggnast inn í veröld íslenskra tossa undir leiðsögn Lóu Pind Aldísardóttur á Stöð 2. Frábærir þættir sem sýna okkur að skólakerfið er langt frá því að vera allra.

Fastir pennar
Fréttamynd

Oh My God!

Ég man ekki eftir því að nein orð hafi verið bönnuð á heimilinu þegar ég var lítill. Það var ekki vel séð að segja "djöfullinn“ eða "fjandinn“ en það var ekki forboðið.

Bakþankar
Fréttamynd

Að framleiða óvissu

Forystumenn nýrrar ríkisstjórnar hafa verið duglegir að láta hafa eftir sér að landið verði að framleiða meira til að rétta úr kútnum. Það er frábært markmið en kannski gerðu ekki allir ráð fyrir að eitt af því sem ætti að framleiða væri meiri óvissa

Fastir pennar
Fréttamynd

Myndir, eða það gerðist ekki!

Þegar ég var í grunnskóla var hvorki til Fésbók né Instagram. Farsíma fékk ég seint og um síðir og eini tímaþjófurinn sem þar bjó var snákur sem borðaði epli.

Bakþankar
Fréttamynd

Kvenmannslausir karlar ávíttir

Þremenningar af Alþingi gerðu hálfgerða sneypuför á sumarþing Evrópuráðsins í Strassborg eins og fram kom í fréttum í gær. Engin kona er með í för og er það klárt brot á reglum um kynjakvóta í sendinefndum landanna sem þingið sækja.

Fastir pennar
Fréttamynd

(Ó)náttúrulegt ástand

Biðin eftir sumrinu hefur verið löng og ströng... og blaut. Samkvæmt Veðurstofu Íslands fengu Reykvíkingar aðeins um 56 klukkustundir af sólskini fyrstu tuttugu dagana í júní. Það eru aðeins rúmir tveir sólarhringar á tuttugu dögum!

Fastir pennar
Fréttamynd

Við grátmúrinn

Fyrir tveimur árum var hér á ferð einn af þessum forvitnu, góðviljuðu og skynugu erlendu blaðamönnum sem hafa verið tíðir gestir á Íslandi eftir Hrun. Sam Knight heitir hann og skrifar fyrir enska tímaritið Prospect. Hann hafði áhuga á kvótakerfinu, var nokkuð hrifinn af því, en vildi kynna sér allar hliðar málsins eins og tíðkast meðal raunverulegra blaðamanna á raunverulegum fjölmiðlum.

Skoðun