Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Hvernig forseti?

Ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar um að bjóða sig ekki fram á nýjan leik til embættis forseta kemur að sumu leyti á óvart. Hann virtist vera að komast í kosningaham og vera reiðubúinn að nýta sér óvinsældir ríkisstjórnarinnar í eigin þágu með fordæmislausum árásum á stjórnarstefnuna.

Fastir pennar
Fréttamynd

"Fjósamennska í þjóðarsálinni"

Umræðuhættir Íslendinga og vegsemdarleysi Alþingis hafa brunnið á mörgum á því ári sem senn er liðið. Umræðuhefðin er þannig sjálfstætt umræðuefni og af mörgum talin ein höfuðástæða fyrir því hversu margt hefur farið úrskeiðis. Trúnaðarbresturinn í pólitíkinni er síðan eitt af þeim vandamálum sem flytjast á milli ára á miðnætti.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ár fáránleikans

Árið 2011 er á enda. Þvílíkt ár. Eitt það minnisstæðasta er hiklaust framtakssemi tveggja stúlkna úr ungliðahreyfingu Framsóknarflokksins, en þær héldu svokallað VIP-partí í höfuðstöðvum flokksins við Grensásveg. Fólk hreinlega elskaði að kjamsa á málinu og umfjöllun fjölmiðla setti ný viðmið, enda hafði Ríkissjónvarpið aldrei áður verið með beina útsendingu frá slíkum viðburði.

Bakþankar
Fréttamynd

Meiri vandræðagangur

Breytingarnar sem ákveðnar voru á ríkisstjórninni í gær styrkja ekki endilega stöðu hennar eða draga úr vandræðaganginum á stjórnarheimilinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bleika lýsum grund

Jæja, enn eitt árið er að renna í mark og hægt að fara að hlakka til áramótanna enda kösturinn í garðinum með myndarlegasta móti. Það er eitthvað svo persónulegt, einstakt og ljúft við að sjá sitt gamla ár fuðra upp í eigin garði: öll gömlu Fréttablöðin, pappadiskana frá því í grillveislunni í sumar og gömlu Billy-hillurnar. Stundin er yndisleg rétt fyrir áramót þegar eldarnir kvikna í hverjum garði, allir takast í hendur og rifja upp árið sem er að líða, kveðja það sem brennur á bálinu og taka fagnandi á móti nýju ári sem bera mun með sér efnivið í nýtt bál að ári. Áramótabrennan í garðinum er minn uppáhaldssiður.

Bakþankar
Fréttamynd

Þrýstihópar

Hópur lögmanna ýmissa sakborninga sem eru til rannsóknar vegna ætlaðra efnahagsbrota skrifuðu grein skömmu fyrir jól. Þar hvöttu þeir fjölmiðla landsins til "að sýna þann siðferðisstyrk að leyfa mönnum að njóta sjálfsagðra mannréttinda þar til leyst hefur verið úr ágreiningi um sekt þeirra fyrir dómstólum“.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skammarleg íslensk þögn

Bandaríkjamenn nutu samúðar heimsbyggðarinnar allrar eftir árásirnar á New York fyrir tíu árum. Þá samúð hefði mátt nýta til að skapa ástand samhygðar og bætts skilnings manna á millum. Það var ekki gert. Þvert á móti. Í staðinn var mannskepnan enn frekar dregin í dilka og enn skýrari línur dregnar utan um hver væru við og hver væru hinir.

Bakþankar
Fréttamynd

Í upphafi var orð

Tungumálið er DNA menningarinnar. Hugsun, lífsviðhorf og fordómar, viska, fáviska, þekking og blekking færist frá einni kynslóð til annarrar gegnum tungumálið, sumt fráleitt, sumt ómetanlegt. Það er í sjálfu sér nokkurs vert að við skulum enn geta lesið og skilið það sem elst var skrifað á íslensku máli.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vandinn nær til allt of margra barna

Ákveðið hefur verið að verja 25 milljörðum króna til vitundarvakningar gegn kynbundnu ofbeldi á næsta ári. Þá munu öll börn í öðrum og tíunda bekk frá fræðslu um kynferðislegt ofbeldi í skólanum, sömuleiðis kennarar og annað starfsfólk skólanna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vörn í sókn

Aðventan hefur verið með lítils háttar öðru sniði í mörgum skólum í Reykjavík eftir að nýjar reglur um samskipti skóla og trúfélaga tóku gildi í haust. Þær gengu þó skemmra en þær áttu að gera í upphafi og spilltu minna fyrir gömlum hefðum en margir höfðu áhyggjur af.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vefur þjóðar og kirkju

Einn er sá atburður er varð með þjóðinni á þessu ári sem setur nokkur tímamót í menningarsögu hennar. Tími þótti vera kominn til að takmarka kærleikshugsjón kristinna manna í skólum höfuðborgarbúa. Gott eitt er um hitt að segja að allar táknmyndir kaupmennsku jóla fylla tómarúmið og eru þar velkomnar eftir sem áður. En einmitt sá veruleiki skerpir mynd þeirrar nýju hugsunar sem að baki býr.

Fastir pennar
Fréttamynd

"Bara helgisaga“

Sennilega hefur engin flökkusaga farið eins víða og sagan af fæðingu Jesú. Jólaguðspjallið er löngu orðið snar þáttur af íslenskum jólum og þar af leiðandi menningu okkar. Aftansöngurinn í útvarpinu er ómissandi í jólahaldi margra heimila og skólar setja gjarnan upp helgileiki þar sem fyrsta setningin er oftar en ekki: "En það bar til um þessar mundir að boð kom frá Ágústusi keisara að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina.“ Þegar þessi setning hljómar í útvarpinu á aðfangadagskvöld þýðir hún í raun: "Jólin eru komin.“

Bakþankar
Fréttamynd

102 Reykjavík

Sextán þúsund íbúðir þarf til að mæta eftirspurn eftir leiguíbúðum á næstu árum ef marka má skýrslu sem Capacent vann fyrir Reykjavíkurborg og ber heitið Staða, horfur og möguleikar á húsnæðisleigumarkaði árið 2011. Eftirspurnin gefur líka til kynna að þrettán þúsund þessara íbúða þurfi að vera á höfuðborgarsvæðinu og af þeim langflestar í sjálfri höfuðborginni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Dauði, skattar og jólin koma

Jæja. Þá er runnin upp blessuð Þorláksmessan. Þau okkar sem þekkja daginn betur undir heitinu "ég-veit-að-jólainnkaupin-eru-formlega-orðin-sein-hjá-mér-svo-viltu-ekki-yfir-mér-messa“ vitum hvað bíður okkar: Leit að bílastæði, tómar hillur, panikk-kast og loks stöðumælasekt. Þau sem keyptu jólagjafirnar á sumarútsölunum og pökkuðu þeim inn undir berum himni í garðinum með vitin full af angan af nýslegnu grasi og grillpinnum spyrja vafalaust hvers vegna við huguðum ekki að þessu fyrr. Það er jú ekkert öruggt í þessu lífi annað en dauðinn, skattar og að jólin koma. Einhverjir kunna að svara því til að ástæðan sé skipulagsleysi, skortur á framsýni, jafnvel almenn leti. Ekki ég. Ástæða þess að ég mun slást um dreggjar jólaverslunarinnar í dag með olnbogana að vopni er einföld. Ég er ásótt af anda rusls liðinna jóla.

Bakþankar
Fréttamynd

Náttfatagjald

Um áramótin tekur gildi nýr skattur, gistináttaskattur, sem lagður er á fólk sem lúllar gegn gjaldi utan heimilis. (Þó ekki ef það lúllar í orlofshúsi sveitarfélags.) Sameiginleg nefnd ríkis og hagsmunaaðila mun sjá um að deila út þorra þess fjár sem þannig kemur í kassann. Það verður gert í gegnum sérstakan sjóð sem á að veita fjármagn til uppbyggingar á ferðamannastöðum. Sjóðnum verður stjórnað af fjögurra manna nefnd þar sem ferðaþjónustan skipar tvo. Hljómar vel?

Fastir pennar
Fréttamynd

Afleiður og útafakstur

Það er algengt á Norðurlöndunum að kostnaður við hita og rafmagn í 120 fermetra íbúð fari upp í hundrað þúsund krónur á mánuði þegar það verður kalt úti. Jafnvel meira. Hér á Íslandi fer þessi sami kostnaður sjaldnast yfir sex þúsund krónur, við sömu aðstæður. Gengisfallið hefur ýkt þennan mun, í krónum talið, en sé horft framhjá því er hann samt margfaldur erlendis miðað við hér á landi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Spilling og græðgi

Björn Jón Bragason skrifaði nýverið grein um einkavæðingu Búnaðarbankans í tímaritið Sögu. Þar rekur hann gamalkunnan sannleik um þá fordæmalausu spillingu sem fylgdi þeim gjörningi af nokkurri dýpt. Tvennt í grein Björns vekur mikla athygli: samantekt hans á því hvað hinir ýmsu menn sem tengdust S-hópnum högnuðust gríðarlega í kjölfar einkavæðingarinnar og fullyrðingar um að sameining bankans og Kaupþings hafi verið skipulögð nokkrum mánuðum áður en ríkið seldi hlut sinn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Jólasaga sem virkar

Hver bekkurinn á fætur öðrum gekk frá Melaskóla yfir í Neskirkju á mánudaginn var. Yngstu börnin settust á fremstu bekkina í kirkjunni. Stærri börnin voru í miðjunni og efstu bekkingarnir sátu aftast. Allir gátu því séð. Svo komu mörg leikskólabörn líka og fengu heiðurssæti svo þau gætu notið sem best. Hvað var í uppsiglingu? Af hverju þessi spennti skari og brosandi foreldrar og ástvinir?

Bakþankar
Fréttamynd

Gleðin í gjöfunum

Ragnheiður TryggvadóttirÁ jólunum verðum við bljúg í hjarta og viljum sýna okkar nánustu væntumþykju á ýmsan hátt, gjarnan með gjöfum. Það þarf auðvitað ekki að sýna kærleika með veraldlegum hlutum, óveraldlegar gjafir geta leynst innan í jólapakkanum og glatt engu síður. Þetta er fallega hugsað og orð að sönnu.

Bakþankar
Fréttamynd

Úrskurður með vorskipi

Fréttablaðið greindi frá því í gær að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefði verið sextán mánuði að úrskurða um kæru blaðamanns á ritstjórn blaðsins. Fréttablaðið hafði í júlí í fyrra krafizt aðgangs að gögnum sem vörðuðu deilur í Iðnskólanum í Hafnarfirði, en fengið synjun hjá menntamálaráðuneytinu, sem taldi að gögnin ættu ekki erindi fyrir almennings sjónir. Synjunin var kærð til úrskurðarnefndarinnar, sem starfar samkvæmt upplýsingalögum, í ágúst í fyrra.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stærsta frétt ársins

Bandaríska tímaritið Time velur í desember ár hvert þann einstakling sem þykir hafa markað dýpst spor í veraldarsöguna á árinu. Stundum hefur tímaritinu tekist vel upp við þetta val en þó alls ekki alltaf en útnefningin er ekki ætluð sem upphefð enda hafa miður geðslegir einstaklingar á borð við Adolf Hitler og Kómeini erkiklerk orðið fyrir valinu. Tímaritinu hefur hins vegar sjaldan tekist jafn vel upp og í ár þegar „Mótmælandinn“ varð fyrir valinu.

Bakþankar
Fréttamynd

Jól og áramót

Aðventan er ekki bara jólabókaveisla, heldur kvikna út um allt skemmtilegar hugmyndir og sköpunargleði eins og hvarvetna má sjá og heyra. Það iðar allt af hvers kyns tilboðum og uppákomum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Börn og unglingar láta ekki sitt eftir liggja, það er sungið og leikið og snjórinn rammar inn stemninguna. Atorkan er ótrúleg. Það er eins og fólk ætli ekki að láta ástandið í þjóðfélaginu skyggja á jólagleðina, hvað sem öðru líður.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ríki sturlunarinnar

Fréttamyndir af íbúum Norður-Kóreu hágrátandi á almannafæri vegna andláts einræðisherrans Kim Jong-il eru hugsanlega til marks um að fólkið hafi trúað linnulausum áróðri stjórnvalda um að maðurinn væri nokkurs konar guð. Kannski lét fólkið svona af því að það hefur rökstuddan grun um að hverjum þeim sem ekki virðist virkilega sorgmæddur verði stungið í einangrunarbúðir, jafnvel með alla fjölskylduna sem félagsskap. Og hugsanlega er alþýða manna í Norður-Kóreu frávita af áhyggjum af því að eitthvað enn verra taki við að Kim gengnum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Jólin koma

Hinn sanni andi jólanna: það hvarflar stundum að manni að það sé ekki ást og friður á jörðu milli manna og ekki heldur ljósið í augum barnanna, ekki heldur sjálft Jesúbarnið og hvernig það minnir okkur á undrið mikla sem sérhvert nýkviknað líf er ævinlega - og ekki einu sinni að kaupa, jafn kært og það er nú þessari vesalings kaupærðu þjóð að standa í slíku. Hinn sanni andi jólanna hér á landi snýst um dugnað og vinnusemi. Að vera að frá morgni til kvölds. Að "vera búinn að öllu“ - helst á undan öllum öðrum - vera fyrstur í mark í jólakapphlaupinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Glatað tækifæri vinstristjórnar

Kannanir Markaðs- og miðlarannsókna (MMR) á því hvaða stjórnmálaflokki fólk treysti bezt til að hafa forystu í tilteknum málaflokkum gefa áhugaverðar vísbendingar um þróun hins pólitíska landslags, umfram einfaldar fylgismælingar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bíóbörn

Getið þið gert ykkur í hugarlund hvað það væri sérkennilegt að sjá börn grípa fyrir eyrun í hvert skipti sem þau stigu fæti inn í bókasafn vegna þess að þar væri leikin svo hávær tónlist? Foreldrarnir yrðu að hvísla róandi að barninu að herða nú upp hugann, barnabókadeildin væri rétt handan við hornið og þangað næðu lætin ekki. Allt yrði í lagi. Þessi sérkennilegi veruleiki blasir við þegar farið er með börn í bíó hér á landi og jafnvel þótt í boði séu kvikmyndir sérstaklega ætlaðar þeim.

Bakþankar
Fréttamynd

Litlir sigrar

Samkomulagið sem náðist á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Durban um síðustu helgi var líklega það skársta sem var pólitískt mögulegt. Um tíma leit út fyrir að ekkert samkomulag næðist og að heimsbyggðin hefði gefizt upp í glímunni við hlýnun loftslags af mannavöldum. Þótt nokkur árangur hafi þannig náðst, er þó hætt við að nauðsynlegar aðgerðir í loftslagsmálunum nái of skammt og komi of seint.

Fastir pennar