Deilan um „óreiðumannastefnuna“ Lítið jafnvægi er í Evrópusambandsumræðunni. Aðildarandstaðan hefur skýrt markmið og lýtur sterkri pólitískri forystu sem hefur verið miklu fyrirferðarmeiri en ríkisstjórnin. Aðild er á hinn bóginn ekki markmið ríkisstjórnarinnar. Hún ber aðeins embættislega ábyrgð á að framkvæma ákvörðun Alþingis um aðildarviðræður sem samþykkt var án sameiginlegs skilnings um markmið. Fastir pennar 2. júlí 2011 07:00
Ráðherrann og fyrirspyrjandinn Fyrirspurnir alþingismanna til ráðherra eru mikilvægur þáttur í aðhaldi þingsins með framkvæmdarvaldinu. Þessi réttur þingmanna er þó stundum misnotaður; stundum liggja svörin þegar fyrir og stundum spyrja þeir spurninga sem leiða af sér mikla vinnu fyrir ráðuneytin án þess að við blasi að upplýsingarnar skipti miklu máli. Fastir pennar 2. júlí 2011 07:00
Gervihnattapólitík Þeir sem vilja flýta vegaframkvæmdum og fjármagna þær með veggjöldum virðast ekki hafa hugsað málið til enda. Fastir pennar 1. júlí 2011 07:00
Maðurinn í myndinni Maður sést misþyrma átta ára barni á hreyfimynd. Á myndinni er hægt að þekkja bæði mann og barn. Það er því miður ekki hægt á flestum þess konar myndum sem rekur á fjörur lögreglunnar, hvað þá að hægt sé að rekja viðkomandi einstaklinga til ákveðins heimilisfangs. Þegar hægt er að bera kennsl á mann, barn og athæfi á hreyfimyndum er líka hægt að sanna svo ekki sé um villst að glæpur hafi verið framinn og réttvísin hlýtur að ganga hreint til sinnar fyrstu skyldu: að vernda samfélagið. Bakþankar 1. júlí 2011 07:00
Dómskerfi nr. 2 Það fyrirkomulag sem viðhaft er við ákærur og dómsmál á hendur ráðherrum hérlendis og í nokkrum nágrannalanda virkar hvorki sérlega rökrétt né raunar sérlega geðslegt. Hvorki ákæruferlið né dómsferlið samræmast hugmyndum um hvernig best skuli staðið að slíkum málum innan réttarkerfisins. Betra væri að hafa eitt dómskerfi í landinu en tvö. Fastir pennar 1. júlí 2011 07:00
Forsetaþingræði á Íslandi Eins og prófessorarnir Sigurður Líndal og Svanur Kristjánsson hafa lýst öðrum betur í ræðu og riti, hafa margir haft rangar hugmyndir um stjórnarskrárbreytinguna, sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu 1944. Sumir hafa haldið því fram, og margir virðast enn halda, að stjórnarskrárbreytingin 1944 hafi verið gerð í skyndingu og án vandlegrar umræðu; að fyrir og eftir breytinguna hafi landið í megindráttum haft sömu stjórnskipun, þingræðisstjórn; og að forseti Íslands væri valdalítill þjóðhöfðingi samkvæmt stjórnarskránni og einnig í reynd. Ekkert af þessu er þó rétt. Fastir pennar 30. júní 2011 07:00
Hvað er áróður? Deilan um auglýsingar alþjóðlegu dýraverndunarsamtakanna IFAW og Samtaka hvalaskoðunarfyrirtækja í Leifsstöð er áhugaverð. Í auglýsingunum voru ferðamenn hvattir til að skoða hvali fremur en að leggja sér þá til munns. Fólk var hvatt til að yfirgefa ekki Ísland með óbragð í munni. Fastir pennar 30. júní 2011 07:00
Sjálfsfróun og kynhneigð Hæ Sigga, mig langar að vita hvað er að vera bi-curious og hversu mörgum líður þannig? Er þetta algeng tilfinning og fylgir fólk henni eftir? Fastir pennar 29. júní 2011 11:10
Vandinn í raun Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður Heimssýnar, spurði í grein hér í blaðinu í gær: "Hver er í raun vandi Grikkja?“ Greininni lauk hann reyndar án þess að svara spurningunni, en helzt var á honum að skilja að vandinn væri í því fólginn að hið vonda Evrópusamband skipaði nú Grikkjum að skera niður ríkisútgjöld og einkavæða ríkisfyrirtæki. Fastir pennar 29. júní 2011 06:00
Hetjur óskast Ég minnist stúlku, sem óð inn í miðjan strákahóp til að verja varnarlausan dreng. Hún sýndi hugrekki. Ég minnist félaga, sem hjólaði í valdakerfi og forkólfa þess vegna þess að honum misbauð óréttlæti. Ég veit um nokkur, sem hafa staðið með fórnarlömbum þrátt fyrir hæðnisglósur og þrýsting. Þau eru hetjur og ég dáist að þeim. Bakþankar 28. júní 2011 11:00
Skylda að ná góðum samningi Nýtt skeið í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins hófst í gær. Þá lauk formlega rýnivinnunni þar sem löggjöf Íslands og ESB var borin saman og hinar eiginlegu samningaviðræður hófust. Fastir pennar 28. júní 2011 07:00
Hjálpi þeim hver heilagur Ég fer að sofa klukkan ellefu á kvöldin. Ég borða hollt og reglulega, vinn sjö tíma á dag og flæki ekki líf mitt að óþörfu. Með þessu móti get ég ágætlega sinnt starfi og foreldrahlutverki. Ef vinnudagarnir vinda aukaklukkustundum upp á sig sést það fljótt. Skrifborðið mitt fer að líkjast kókkæli eftir jarðskjálfta, heilinn, sem þráir hvíld, gerir mér skráveifur og prófarkalesarar reyta hár sitt. Að slíkum vinnuvikum loknum líður mér eins og eftir endajaxlatöku og ég legg ekki í einn auman þvottabala. Bakþankar 27. júní 2011 09:30
Nauðsynlegt að börnin segi frá Fréttaflutningur af kynferðisbrotum innan kaþólsku kirkjunnar hefur vakið sérlega mikinn óhug meðal fólks undanfarnar tvær vikur. Í kjölfar góðrar umfjöllunar Þóru Tómasdóttur á Fréttatímanum hefur opnast flóðgátt og tugir fyrrverandi nemenda í Landakotsskóla hafa greint frá ofbeldisverkum fólksins sem þar stjórnaði, þó fæstir þeirra hafi lent í kynferðislegu ofbeldi. Fólkið sem um ræðir er á öllum aldri og var í skólanum allt fram á þessa öld. Fastir pennar 27. júní 2011 09:30
Alræðisríkið í Landakoti Þeir voru með ýmsu móti kennararnir mínir í Vogaskóla. Einn grét í tímum. Annar var stundum kenndur og fór einu sinni að segja okkur frá alveg pottþéttri aðferð sem hann kynni við að sigra alltaf í fjárhættuspili en til allrar hamingju var ég of lélegur í reikningi til að ná að tileinka mér fræðin; annar stærðfræðikennari niðurlægði valda nemendur jafnan uppi við Fastir pennar 27. júní 2011 06:00
Sjávarútvegsstefnan útilokar ESB-aðild Álit hagfræðinganefndarinnar um áhrif sjávarútvegsstefnu ríkisstjórnarinnar á þjóðarhag hefur eðlilega vakið athygli. Það dregur skýrt fram þann skaða sem þjóðarbúið verður fyrir. Enginn ágreiningur er um þá niðurstöðu. En eins og oft áður lítur þó hver sínum augum silfrið. Fastir pennar 25. júní 2011 08:00
Þegar ég hitti vasaþjófinn Á ferðum mínum um heiminn hef ég stundum rekið augun í skilti þar sem varað er við vasaþjófum. Bakþankar 25. júní 2011 06:00
Kjötkatli lokað Alþingismenn tóku rétta ákvörðun þegar þeir urðu sammála um að hætta að úthluta sjálfir alls konar smástyrkjum til góðra mála, eins og venjan hefur verið lengi. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær hefur fjárlaganefnd nú ákveðið að færa þessa úthlutun frá þinginu og í hendur sjóða, sveitarfélaga og ráðuneyta. Fastir pennar 24. júní 2011 09:00
Allt annað mál Sú yfirlýsing RÚV að stöðin myndi ekki sýna barnaþætti þar sem erlendum orðum er skotið í samræður, gjarnan í kennsluskyni, er án efa með fýlupúkalegri fréttum á þeim hluta ársins 2011 sem er að líða. Fastir pennar 24. júní 2011 09:00
Tegundinni útrýmt? Tvær fréttir vöktu sérstaka athygli mína síðustu daga, þegar blöðunum var flett yfir fyrsta kaffibolla dagsins. Fréttirnar eru annars vegar að sjötíu prósent dýrara er að aka hringinn í kringum Ísland og hins vegar að kjördæmapot hafi nú verið upprætt af fjárlaganefnd. Bakþankar 24. júní 2011 08:00
Starfinu miðar áfram Hvar sem ég kem verð ég var við áhuga fólks á störfum Stjórnlagaráðs. Gagnlegar athugasemdir og ábendingar berast dag hvern frá almenningi inn á vef ráðsins og eftir öðrum leiðum. Á fyrri tíð kom fyrir, að stjórnlagaþing þurftu að koma saman á afskekktum stöðum til að fá frið fyrir ágangi kröfuharðra hagsmunahópa. Svo er ekki nú. Við komum saman á opnum fundum í alfaraleið og bjóðum öllum, sem þess óska, að leggja hönd á plóg. Endurskoðun stjórnarskrárinnar er samstarfsverkefni, þar sem margir koma að málum. Þess vegna höfum við óskað eftir að hafa þjóðina með í ráðum skref fyrir skref frá upphafi til enda frekar en að vinna fyrir luktum dyrum og leggja fram fullmótaðar tillögur að loknu verki. Allir hafa aðgang að Stjórnlagaráði. Útlendingar hafa sýnt þessu opna vinnulagi áhuga og sagt frá því í erlendum blöðum og sjónvarpi. Fastir pennar 23. júní 2011 11:00
Eltingaleikur við sólina "Við eltum bara góða veðrið,“ segja Íslendingar gjarnan glaðir í bragði þegar þeir eru inntir eftir því hvert eigi að halda í sumarfríinu. Enda ekki annað hægt, veður eru ótrygg í meira lagi á skerinu og erfitt að stóla á marga sólardaga í röð á sama stað. Við höfum því vanið okkur á að haga seglum eftir vindi. Pökkum bæði sandölum og síðerma peysum og eigum flest frostþolna svefnpoka fyrir tjaldferðir. Til útlanda er heldur ekki auðvelt að komast, flugmiðar kosta hönd og löpp og ekki eru margir möguleikar sjóleiðis. Við sitjum í fjötrum á okkar fjarlægu eyju en reynum að gera gott úr því. Bakþankar 23. júní 2011 06:00
Af hverju leynd? Fréttir Fréttablaðsins af stundvísi flugfélaga hafa vakið talsverða athygli og viðbrögð. Blaðið sagði frá því í fyrradag að yfir sumarmánuðina, þegar ferðalög landsmanna eru í hámarki, var í fyrra einungis rúmlega þriðjungur flugferða Iceland Express um Keflavíkurflugvöll á áætlun og tæplega 74 prósent ferða Icelandair. Hins vegar var norræna flugfélagið SAS á áætlun í rúmlega 93 prósentum tilvika. Fastir pennar 23. júní 2011 06:00
Sáttaleiðin Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur nú sagt sitt álit á hugmyndum ríkisstjórnarinnar um róttækar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Það er mjög samhljóða skýrslu innlendra hagfræðinga, sem sjávarútvegsráðherra fékk til að rýna frumvarp sitt til breytinga á fiskveiðistjórnunarlögunum. Fastir pennar 22. júní 2011 06:00
Banvænt daður Fáir þora að segja nokkuð um það upphátt af ótta við að vera uppnefndir kaldrifjaðir markaðsdýrkendur og frjálshyggjublesar – eða jafnvel bara almennir lúsablesar. En það er hvíslað í myrkustu skúmaskotum samkvæma, á kaffistofunni í gætilega völdum félagsskap, í heita pottinum eftir að óþekktu andlitin fara upp úr. Spurningin liggur í loftinu: Hvað er málið með landsbyggðina? Bakþankar 22. júní 2011 06:00
Gerum við okkar bezta? Í tilefni af alþjóðadegi flóttamanna í gær birti Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) skýrslu um stöðu flóttamanna á heimsvísu. Þar eru ýmsar sláandi upplýsingar. Þegar Flóttamannahjálpin var stofnuð fyrir 60 árum fór hún með mál um 2,1 milljónar flóttamanna, sem hafði hrakizt frá heimilum sínum vegna ófriðarins í Evrópu. Nú er hins vegar talið að flóttamenn séu tæplega 44 milljónir. Fastir pennar 21. júní 2011 06:00
Manndómur Stundum finnst manni sumir stjórnmálamenn og smáhópar innan stjórnmálahreyfinga gera lítinn greinarmun á stjórnmálaflokki og sértrúarsöfnuði. Standa eins og hundar á roði á kennisetningum og trúa því að það sé af hugsjón og heiðarleika, eða yfirburða vitsmunum. Fastir pennar 21. júní 2011 06:00
Aðskiljum til jöfnuðar Það er kannski eins og að sparka í liggjandi trúarsöfnuð að ætla að tjá sig um málefni þjóðkirkjunnar nú um stundir. Hins vegar er erfitt að láta undir hælinn leggjast að velta fyrir sér málefnum þeirrar stofnunar nú um stundir. Látum vera hennar innri málefni, sem mér sem utan hennar stendur ættu ekki að koma við. Um þau mega innanbúðarmenn véla að vild. Verra þykir mér þegar þeir gera það á launum frá mér og hvorki ég, né þeir fulltrúar sem ég kýs til að hafa áhrif fyrir mína hönd, fá um það ráðið. mönnum kann að þykja ýmislegt um þjóðkirkjuna. Fastir pennar 21. júní 2011 06:00
Að dreifa eymdinni sem jafnast Eftir að hópur hagfræðinga gaf frumvarpi sjávarútvegsráðherra um breytingar á fiskveiðistjórnuninni falleinkunn er viðkvæðið í stjórnarliðinu, einkum hjá þingmönnum og ráðherrum Vinstri grænna, að málið snúist um „fleira en hagfræði“. Með því er í raun verið að segja að ekki eigi að reka sjávarútveg á Íslandi með hagkvæmasta mögulega hætti. Fastir pennar 20. júní 2011 07:00
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun