Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Bösl í hnasli og sýsl í rusli

Snjóa leysir, daga lengir, birta eykst. Undan snjónum gægjast fyrstu græðlingar vorsins, undursmáir og viðkvæmir krókusar, gult gras sem grænkar í rótina af gleði yfir fyrirheitum um sumar og sól. Og svo auðvitað allt ruslið.

Bakþankar
Fréttamynd

Óvissuferð

Átök verða styrkist krónan ekki um fjórðung til fimmtung. Þetta voru skilaboð Alþýðusambandsins þegar nýverið var kynnt fremur dökk hagspá. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sagði að stjórnvöld og Seðlabanki þyrftu að skilja að án slíkrar styrkingar yrðu horfur á atvinnumarkaði ekki bjartar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Í minningu Valtýs

Tveir stjórnmálamenn áttu mestan þátt í að ryðja Íslandi braut inn í nútímann, og fór þó hvorugur þeirra með framkvæmdarvald. Báðir sátu þeir lengi á Alþingi, en þingið var samt ekki helzti vettvangur þeirra, heldur

Fastir pennar
Fréttamynd

Rangt kosið eða rétt

Ég greiddi atkvæði um daginn í fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslu lýðveldisins. Mér fannst það stór viðburður að þjóðin fengi að segja sinn hug í viðamiklu máli sem hefur ekki bara með hvert einasta okkar að gera í dag, heldur mun hafa áhrif á komandi kynslóðir. Með þjóðaratkvæðagreiðslunni var brotið blað í sögu lýðræðis á Íslandi og í örskotsstund fann ég fyrir smá þjóðarstolti þar sem ég sveiflaði mér inn fyrir tjaldið, mundaði blýantinn og gerði minn kross. En bara í örskotsstund.

Bakþankar
Fréttamynd

Dæmt fyrir mansal í fyrsta sinn

Daginn sem konur tileinkuðu 8. mars baráttu sinni fyrir jafnrétti kynjanna í hundraðasta sinn féll tímamótadómur í Héraðsdómi Reykjaness. Í fyrsta sinn hér á landi hlutu menn dóma fyrir mansal þegar fimm Litháar fengu hver fimm ára dóm fyrir mansal. Þar með hefur verið staðfest í fyrsta sinn fyrir dómi á Íslandi að hér eigi sér stað mansal, tæpu ári eftir að ríkisstjórn Íslands samþykkti aðgerðaáætlun sína gegn mansali.

Fastir pennar
Fréttamynd

Rífum plásturinn af

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna var á mánudag haldinn í hundraðasta sinn. Ráðstefnur voru haldnar, málþing setin og vonandi nýttu einhver daginn til að hugleiða stöðu þessa málaflokks. Stöðu sem er fáránlega vond. Reglulega kemur í ljós hve ástandið er bágborið í þessum efnum og hve skammt á veg við erum komin. Það vekur mann til umhugsunar um hvort réttum meðulum sé beitt.

Bakþankar
Fréttamynd

Kosið um kvóta?

Ummæli Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í Fréttablaðinu í gær, um að næsta þjóðaratkvæðagreiðsla geti farið fram um

Fastir pennar
Fréttamynd

Freudískt ferðalag sjö ára stúlku

Sjaldan hefur saga haft jafnvíðtæk áhrif og Lísa í Undralandi eftir Lewis Carroll. Flest börn kannast við brjálaða hattarann og hvítu kanínuna og Bítlarnir og Jefferson Airplane skrifuðu lög innblásin af bókinni. Salvador

Bakþankar
Fréttamynd

Þarfur og óþarfur iðnaður

Það er skiljanlegt að á krepputímum sé uppi rík krafa um sparnað og hagræðingu í rekstri ríkisins. Þó má vitaskuld ekki spara brýnustu nauðsynjar eins og t.d. að halda 300 milljóna króna atkvæðagreiðslu þar sem búið er að draga annan valmöguleikann tilbaka.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þrír kostir

Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave-lögin á laugardag koma ekki á óvart. Miðað við að í raun var kosturinn já ekki lengur í boði og betri niðurstaða var í boði en sú, sem Alþingi samþykkti í desember, blasti við að langflestir hlytu að segja nei.

Fastir pennar
Fréttamynd

Næst á dagskrá er gamalt fólk

Gömlu fólki bregður einstaka sinnum fyrir í fjölmiðlum. Það er þá helst ef það á stórafmæli, getur gert sig skiljanlegt þrátt fyrir að vera hundrað ára eða er stillt upp á ljósmynd með fimm ættliðum í beinan kvenlegg. Að öðru leyti bregður eldra fólki sjaldan, og æ sjaldnar, fyrir í almennri umræðu og umfjöllun.

Bakþankar
Fréttamynd

Fleygurinn

Stærsta pólitíska málið sem komið hefur til kasta Alþingis í ár var rætt í vikunni. Umræðan tók eina klukkustund. Enginn ráðherra og engir þingmenn stjórnarflokkanna tóku þátt í henni. Þetta segir sína sögu um þá pólitísku kreppu sem er eins og Þrándur í Götu fyrir endurreisn efnahagslífsins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tímamót í jafnréttismálum

Hlutfall kynja í stjórnum hlutafélaga og einkahlutafélaga var bundið í lög nú í vikunni. Samkvæmt lögunum nýju verður einnig skylt að gæta að kynjahlutföllum við ráðningu framkvæmdastjóra fyrirtækja, og tilkynna um hvort tveggja, kynjahlutfall stjórnarmanna og framkvæmdastjóra, til Hlutafélagaskrár.

Fastir pennar
Fréttamynd

Um fábjánahátt

Nýlega lýsti þingmaður því yfir að 5% þjóðarinnar væru fábjánar. Fyrrum ritstjóri bætti um betur og taldi alla kjósendur Sjálfstæðisflokksins vera fábjána. Þetta held ég að sé vanhugsað, mun fleiri ástæður en fábjánaháttur kunni að vera fyrir því að fólk styður Sjálfstæðisflokkinn.

Bakþankar
Fréttamynd

Þjóðaratkvæði um óskýra kosti

Enginn vafi leikur lengur á að Íslendingar ganga á morgun til þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-lögin. Undanfarin ár hefur því sjónarmiði vaxið mjög fylgi, að ástæða sé til að nota beint og milliliðalaust lýðræði í auknum mæli á Íslandi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Óseðjandi þrætulyst

Á morgun verða tímamót á Íslandi. Íslendingar ganga til þjóðaratkvæðis í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins.

Bakþankar
Fréttamynd

Réttarríkið í prófi

Eftir hrun fyrir hálfu öðru ári taldi Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS), að Ísland hefði skilyrði til að rífa sig upp úr öldudalnum á tveim til þrem árum. Vegna hrunsins þurftu erlendir kröfuhafar að afskrifa skuldir gömlu bankanna um fjárhæð, sem nam fimmföldu umfangi hagkerfisins, auk mikils fjártjóns Íslendinga sjálfra, sem var talið nema um tvöföldu umfangi hagkerfisins til viðbótar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Alvöru Ríkisútvarp

Víðar en á Íslandi er deilt um hvernig eigi að verja takmörkuðum peningum, sem skattgreiðendur leggja til reksturs ríkisútvarps. Þessa dagana blæs um móður alls almannaútvarps, BBC á Bretlandi, vegna tillagna stjórnar fyrirtækisins um róttækar breytingar á starfseminni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Barónessan

Ekki var laust við að Frakkar móðguðust fyrir sína hönd og Zapateros, forsætisráðherra Spánar, þegar tilkynnt var að Barack Obama Bandaríkjaforseti ætlaði að heiðra einhverja mikla Evrópumessu í Madrid í vor með fjarveru sinni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Betri tíð í Grikklandi

Nú virðast Grikkir loks vera búnir að spila rassinn úr buxunum. Hefur það tekið dágóðan tíma en ég hélt þeir væru á endasprettinum þegar ég bjó þarna í fimm ár fyrir aldamót.

Bakþankar
Fréttamynd

Börn sem verða fyrir mismunun

Tannlæknar og tannréttingasérfræðingar eru ekki hluti af sjúkratryggingakerfinu á sama hátt og aðrir læknar. Þetta veldur ýmsum vanda, meðal annars þeim að tannheilsa fólks, bæði fullorðinna og barna, er að einhverju leyti undir efnahag komin.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vertu sæll, kæri svili

Það var með trega í hjarta sem ég stóð í dyrunum heima hjá mér á sunnudaginn með hvítan vasaklút í hendi og veifaði á eftir svila mínum. Eins og svo margir aðrir er hann farinn til nýja fyrirheitna lands Íslendinga - Noregs. Þangað ætlar hann líka að hrífa ástkæra mágkonu mína með sér, þegar líða tekur á árið.

Bakþankar
Fréttamynd

Mundu mig - ég man þig

Dagblaðaútgáfa verður seint talin arðvænleg á Íslandi. Markaðurinn er lítill og það kemur vitaskuld bæði niður á auglýsinga- og lausblaðasölu. Lítið rúm virðist vera fyrir neina sérhæfingu. Um leið og einhver fjölmiðillinn dettur niður á sniðugheit eru hinir ekki seinir að vilja reyna sig líka. Blöðin hafa, líkt og aðrir fjölmiðlar, þurft að sigla í gegnum djúpa öldudali og margir því miður sokkið með manni og mús. Atvinnuöryggið hefur í raun aldrei þvælst fyrir á íslenskum dagblaðamarkaði og það hefur heldur betur sýnt sig á síðustu mánuðum þegar hverri kanónunni á fætur annarri hefur verið sagt upp.

Bakþankar
Fréttamynd

Þjóðaratkvæði um stjórnleysi

Eftir að Icesave hefur enn steytt á skeri blasir þjóðaratkvæði við. Þegar mál eru lögð fyrir þjóðina þarf það að gerast með þeim hætti að hún hafi úrslitavald um það á hvern veg þau eru til lykta leidd. Kjósendur eiga að ljúka deilu hvort sem þeir segja já eða nei.

Fastir pennar
Fréttamynd

Valdið er fólksins

Sjónarmið í þá veru að í íslensk stjórnmál skorti sterkan leiðtoga skjóta reglulega upp kollinum í almennri umræðu, þótt vera kunni að þau séu algengari úr einum ranni stjórnmálanna en öðrum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kreddur gegn atvinnu

Viðbrögð tveggja talsmanna ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum við áformum um að reka einkasjúkrahús í gamla herspítalanum á Keflavíkurflugvelli hljóta að vekja spurningar um hvort ríkisstjórninni sé alvara þegar hún segist vilja skapa atvinnu í landinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Góða mamma

Ég á tvær fullkomnar dætur og ég held að ég sé bara þokkalegasta mamma. Ég syng fyrir þær og hlæ með þeim, les og teikna, púsla og perla, snýti, skeini og skipti á bleyjum, plástra og mæli, hugga og hæli. Ég vanda mig. Og hef alla tíð gert, frá upphafi meðgangna og til dagsins í dag. Þess vegna ætlaði ég mér að sjálfsögðu að hafa þær á brjósti. Allar konur geta haft börnin sín á brjósti og það er það langbesta sem hægt er að gera fyrir börn. Sögðu heilbrigðisstarfsmenn og bækur og Netið og allir. Og ég trúði því.

Bakþankar