Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Bréf til Jóhanns sýslumanns

Jæja Jóhann, þó hugurinn hafi stefnt eitthvert annað þá ertu nú staddur á tímamótum. Þér hefur verið bolað burt, eftir því sem þú segir sjálfur, og því vil ég skrifa þér þetta bréf því allir lendum við í því að standa einhvern tímann á tímamótum sem komu of snemma að okkar mati. Mig langar í tilefni dagsins að benda þér á jákvæðu punktana sem finnast á svona tímamótum.

Bakþankar
Fréttamynd

Þjóðnýting Glitnis

Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að þjóðnýta Glitni er söguleg hvort heldur litið er á atburðinn af sjónarhóli markaðarins eða stjórnmálanna. Þetta er stærsta einstaka ráðstöfun fjármuna sem tekin hefur verið. Aldrei hafa jafn margar krónur verið færðar til á jafn fáum klukkutímum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gjaldmiðill í andarslitrunum

Ellefu hundruð fyrirtæki verða gjaldþrota á árinu, reynist spár Creditinfo réttar, sem er um 65 prósenta aukning frá síðasta ári. Þá er ótalinn sá fjöldi einstaklinga sem mun ekki ráða við samdráttinn. Það er raunar svo að bjartsýnisraddirnar eru orðnar fáar og fjarlægar, og þeir sem á vormánuðum reyndu að draga í efa þungar spár Seðlabanka og fleiri um dimmar framtíðarhorfur eru nú þagnaðir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Geheime Staatspolizei á Íslandi

Manni rennur alltaf kalt vatn milli skinns og hörunds þegar maður heyrir að Alþingi sé að taka til meðferðar frumvörp sem séu „svo leynileg að raunverulegt innihald þeirra megi alls ekki spyrjast út til þjóðarinnar" - í hverrar umboði Alþingi starfar. BB dómsmálaráðherra hefur verið allra manna duglegastur við að leggja fram dularfull drög að dularfullum frumvörpum um dularfullar stofnanir með dularfullan tilgang. Að þessu sinni munu drögin dularfullu vera að frumvarpi um öryggis- og greiningarþjónustu og hafa verið kynnt fyrir fulltrúum þingflokka og því lýst hvernig skipa megi „þessum málum" hér á landi. Þá hefur nefnd á vegum utanríkisráðherra „um hættumat" einnig verið kynnt þessi frumvarpsdrög.

Bakþankar
Fréttamynd

Minnisvarðar og milllimetrafeminísmi

Í síðustu viku sá ég svolítið eftir því að hafa sagt mig úr Vinstri grænum á sínum tíma, af því að ég hefði viljað gera það í síðustu viku. Tilefnið var frámunaleg heimskuleg ummæli Svanhvítar Svavarsdóttur um þá fallegu og eðlilegu ákvörðun borgarstjórnar að láta heiðra minningu Tómasar Guðmundssonar með því að reisa honum styttu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gamlir símastaurar syngja

Sjálfstæðismenn eru ákveðnir sem aldrei fyrr að reisa skáldinu Tómasi Guðmundssyni aðra styttu til viðbótar þeirri sem er í Borgarbókasafninu við Tryggvagötu. Það er náttúrlega gleðiefni að til séu peningar fyrir henni nú á krepputímum og gaman að íslenskur listamaður eigi von á jafnarðbæru verkefni.

Bakþankar
Fréttamynd

Ljótara kynið

Vitanlega brá mér svolítið í gær þegar ég kíkti inn á fréttavef Vísis og sá þar stórfrétt undir fyrirsögninni „Hrukkótt Terminator-stjarna vekur athygli - myndir." Hugsið ykkur, hin 51 árs gamla Linda Hamilton er komin með eina eða tvær hrukkur, það er svakalegt.

Bakþankar
Fréttamynd

Hvað næst?

Evrópunefnd ríkisstjórnarinnar er skipuð áhrifaríku fólki bæði úr stjórnmálum og atvinnulífi. Eigi að síður er hún undirnefnd í stjórnkerfinu. Í því ljósi er einkar athyglisvert að þrír menn úr framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skuli taka á móti nefndinni nú í vikunni í Brussel. Það er mjög skýr vísbending um að þar á bæ er Evrópuumræðan hér tekin alvarlega.

Fastir pennar
Fréttamynd

Pilsfaldakapítalismi

Fjármálaráðherra Bandaríkjanna hefur beðið þingið í Washington um heimild til að taka 700 milljarða dollara lán til að forða fjármálakerfi landsins frá frekari skakkaföllum.

Skoðun
Fréttamynd

Sparnaðarráð

Sumar stéttir blómstra á krepputímum. Sparnaðarráðgjafar eru ein þeirra. Smjör drýpur af hverju strái í húsakynnum þeirra þessa dagana þar sem prólarnir flykkjast að, ólmir í að fá að borga fyrir að meðtaka fagnaðarerindið um að eyða ekki um efni fram.

Bakþankar
Fréttamynd

Sigurgangan

Næsti áfanginn sem boðaður hefur verið í sigurgöngu frjálshyggjunnar í Frakklandi er sá að einkavæða póstþjónustuna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Spilað með hjartastrengina

Svona áratug eftir svolítið kaldrifjuð unglingsár þar sem fátt snerti mína viðkvæmari hjartastrengi eignaðist ég frumburðinn minn. Umsvifalaust snerist dæmið við, því allar götur síðan hefur lítið þurft til að slá mig út af laginu, einkum og sér í lagi ef það viðkemur börnum.

Bakþankar
Fréttamynd

Óskhyggja og raunsæi

Evrópunefnd ríkisstjórnarinnar hittir í dag að máli í Brussel Joaquin Almunia, sem fer með efnahags- og peningamál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Fundahöldum Brussel-leiðangurs nefndarinnar mun síðan ljúka með spjalli við fulltrúa Seðlabanka Evrópu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Verðmiði á klúðrið

Stórtíðindi viðskiptalífsins á heimssögulega vísu hafa einkennt síðustu daga. Til þess að forða kreppu sem teygja myndi anga sína um heim allan búa stjórnvöld í Bandaríkjunum sig undir að taka á sig kostnað af stærðargráðu sem ekki hefur áður sést í uppkaupum á undirmálslánaskuldabréfavöndlum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Jónasi svarað

Fyrstu viðbrögðin við yfirmannaskiptum á fréttastofum ljósvakamiðlanna í síðustu viku voru þau að bankastjórn Seðlabankans fól formanni sínum að koma fram á Stöð 2 en ekki í sjónvarpi ríkisins til að hafa uppi andsvör við framlagi Jónasar Haralz og fjölda annarra sérfræðinga og forystumanna í stjórnmálum og atvinnulífi til umræðunnar um peningamálastefnuna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að læra af kreppunni

Að undanförnu hefur sjálfsálit Íslendinga fengið nokkurn skell. Hugmyndin um íslenska efnahagsmógúlinn sem væri bestur og klárastur í öllum heiminum hefur verið leiðarstef í hátíðarræðum ráðamanna um langt skeið og hefur breytt íslenskri tungu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Á ári Steinsins

Á þessu ári, þann 13. október hefði Steinn Steinarr orðið hundrað ára en þann 25. maí síðastliðinn voru fimmtíu ár liðin frá dauða hans. Borgaryfirvöld ætla að minnast þessara tímamóta með því að láta reisa enn eina styttuna af Tómasi Guðmundssyni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að granda sýslumanni - mannfórn í Keflavík

Eitt höfuðeinkenni góðrar stjórnsýslu er að menn staldri stutt við á valdastólum. Enginn ráðherra á að gegna sama ráðherraembætti lengur en fjögur ár né vera ráðherra lengur en átta ár samtals - átta ár eru hryllilega langur tími. Svipað á að gilda um stjórnendastöður hjá Ríkinu. Fjögurra ára ráðningartími og framlengdur um tvö til fjögur ár ef frammistaðan er almennt talin hafa verið frábær - en auðvitað auglýsa embættið eftir fjögur ár.

Bakþankar
Fréttamynd

Rafbílar boðnir velkomnir

Samgöngur í sátt við umhverfið, meðal annars rafvæddar samgöngur, voru til umfjöllunar á ráðstefnu í Reykjavík í liðinni viku, Driving Sustainability 08.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tímarnir

Nýliðin vika flokkast undir tímabil, sem oft eru stutt í veraldarsögunni - en þeim mun áhrifameiri -, sem fá mann til að klóra sér í höfðinu, með einleigan og sakleysilegan svip og vör, og segja „ja hérna." Allt í einu fara hundrað ára gamlir bankar á höfuðið í Bandaríkjunum eins og ekkert sé. Stórfyrirtæki heimsins riða til falls. Ísland er á helmingsafslætti út af verðlítilli krónu, og það sem eru án efa stærstu tíðindin af öllum: Bjórinn er í fyrsta skipti ódýrari hér en í Danmörku. Hvernig gat það gerst?

Bakþankar
Fréttamynd

Með öllum ráðum

Það hefur verið merkilegt að fylgjast með atburðarásinni á fjármálamörkuðum heimsins undanfarnar vikur. Viðurkenndum hagfræðikenningum er miskunnarlaust vikið til hliðar og prinsipp, sem áttu að vera greypt í grjót, eru orðin að dufti. Seðlabankar heimsins dæla út fé, stórar fjármálastofnanir hafa verið þjóðnýttar vestan hafs og austan og í sumum tilfellum var samkeppnislögum nánast ýtt til hliðar. Markmiðið er að koma í veg fyrir, með öllum tiltækum ráðum, að fjármálakreppan verði algjörlega stjórnlaus.

Fastir pennar
Fréttamynd

Af lýðskrumi

Veiking íslensku krónunnar í gær, fjórða daginn í röð, ætti að færa okkur heim sanninn um þunga þeirra efnahagsþrenginga sem dynja yfir íslensku þjóðina og raunar heimsbyggðina alla nú um stundir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Haustlægð

Undanfarið hefur sótt að mér einhver drungi. Að gömlum sið kenndi ég veðrinu um en í gær fór að leita á mig grunur um að kannski væri ástæðan önnur. Kíkjum á litla samantekt á nokkrum fyrirsögnum sem birtust á síðum dagblaðanna í liðinni viku.

Bakþankar
Fréttamynd

Réttur smáþjóða

Þjóðerni er að sögn sumra heimspekinga mikilvægt verðmæti, sem frjálshyggjumenn vanræki. En mættu ekki fleiri vanrækja það að ósekju? Skipta átti veldi Habsborgaranna í Mið-Evrópu upp eftir þjóðerni 1918. En þar sem fólk af ólíku þjóðerni bjó margt á sama svæði, var verkefnið óleysanlegt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Styttur bæjarins

Hjákátlegar eru fréttir af fyrirhugaðri styttu af Tómasi Guðmundssyni sem borgarstjórnarmeirihlutinn vill nú reisa. Það er önnur ef ekki þriðja tilraun sem sjálfstæðismenn í Reykjavík gera til að halda uppi hróðri Tómasar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Næsta góðæri

Æi, hættu nú þessu væli! Næsta góðæri verður enn unaðslegra en það síðasta, sannaðu bara til. Og það kemur áður en þú veist af! Í næsta góðæri verða einkaþotur eitthvað svo 2007. Þá dugar ekkert nema ein Stealth á mann, sumir fá sér kjarnorkukafbáta. Wagyu-steik verður öreigamatur, sneið af nýslátruðum pandabirni verður lágmarks krafa þeirra nýríku.

Bakþankar
Fréttamynd

Breiðavíkurhagfræði

Stígvél í Moskvu í gamla daga kostuðu ekki þrjátíu rúblur, þótt það stæði skýrum stöfum á verðmiðanum. Þau gátu kostað þrjátíu rúblur og þrjá tíma, ef biðröðin fyrir utan búðina var löng.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gaffall?

Framsóknarflokkurinn er næst minnstur á Alþingi. Eigi að síður er það svo að hann er eini stjórnmálaflokkurinn sem lagt hefur verulega vinnu í málefnalegar úttektir innan eigin veggja vegna álitaefna sem tengjast hugsanlegri aðild að Evrópusambandinu og Evrópska myntbandalaginu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Svindlað á okkur

Í hvert sinn sem minnst er á ójafna stöðu kynjanna verða alltaf einhverjir til að fá létt flogakast af pirringi. Geðvonskuna styðja þeir stundum með þeim rökum að íslenskar konur hafi það bara prýðilegt og ættu umsvifalaust að hætta þessu væli. Og vissulega búum við auðvitað við dásamlegar aðstæður í samanburði við konur í sumum öðrum heimshlutum sem margar fá hvorki tækifæri til að mennta sig né svo mikið sem velja sér maka sjálfar. Ekki eru til lög hér sem heimila barsmíðar á ódælum kvensniftum. Umskurður stúlkubarna þekkist ekki, konur eru ekki þvingaðar til að ganga í búrkum og mega vinna fyrir sér, sjást einar á almannafæri og aka bíl. Hafa rétt til að tjá sig opinberlega og kjósa. Við erum sannarlega lukkunnar pamfílar.

Bakþankar
Fréttamynd

Borgarstjórinn í Spír

Sú kenning hefur stundum heyrst meðal araba að Shakespeare hafi í rauninni verið af þeirra kynþætti, arabi í húð og hár, og hafi hann nánar tiltekið verið höfðingi eða borgarstjóri, þ.e.a.s. „sjeik", yfir bænum Spír sem mun vera einhvers staðar norðarlega í Írak.

Fastir pennar