Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Glatt á hjalla

Bókmenntir eru mikilvægar. Þetta vita í raun allir sem eru ekki algjörir sokkar. Um þetta vitnar til að mynda fjöldi snjallra tilvitnana í fullt af mjög gáfuðu fólki vítt og breitt um veröldina.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ónýtar tennur

Við lifum í þjóðfélagi þar sem flest er í lagi. Þrátt fyrir þrálátan ójöfnuð sem auðvitað rýrir samfélagið að innan hefur fólk á Íslandi almennt aðstæður og getu til að gera og vera eitthvað sem skiptir það máli því það hefur næg úrræði til að grípa í og nógu góð tengsl til þess að njóta lífsins. Þess vegna finnst okkur svo fáránlegt þegar örfáar manneskjur - bara nokkur þúsund - eru hafðar fátækar.

Bakþankar
Fréttamynd

Hin gleymdu

Sprengikraftur kjarnorkusprengjunnar sem Norður-Kóreumenn sprengdu á sunnudaginn var á við 120 kílótonn af sprengiefni. Það tók skjálftabylgjuna aðeins 11 mínútur að ferðast 7.630 kílómetra, þangað til jarðskjálftamælar norsku rannsóknarstöðvarinnar NORSAR greindu hana í Heiðmörk í austurhluta Noregs.

Fastir pennar
Fréttamynd

Brosið borgaði sig ekki

Það er ekkert lítið gaman að fara út að borða í Reykjavík þessi misserin þar sem búið er að breyta og innrétta nánast hvert einasta rými í miðborginni sem lúxus veitingastað. Fólk getur til dæmis ekki lengur tekið strætó á Hlemmi án þess að bakka ofan í humarsúpu.

Bakþankar
Fréttamynd

Gaman að lifa

Hvernig líður þér? Hvernig hafa krakkarnir það? Mamma þín? Þú og þitt fólk? Okkur er tamt að spyrja hvert annað um líðan og velferð þeirra sem við þekkjum og látum okkur annt um.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvað er að okkur?

Í nýliðnum mánuði tóku tveir ungir menn líf sitt inni á geðdeild Landspítala. Þeir voru þar inni vegna bráðrar sjálfsvígshættu og því undir verndarvæng Landspítala í veikindum sínum.

Bakþankar
Fréttamynd

Elvis

Elvis Presley var skærasta poppstjarna heims á uppvaxtarárum mínum. Enginn komst með tærnar þar sem hann hafði hælana í bláu rúskinnsskónum sínum. Með árunum hneig sól meistarans til viðar. Hann breyttist í útliti, sukkaði í mat og drykk og varð smámennum að aðhlátursefni.

Bakþankar
Fréttamynd

Hugsum í lausnum

Um daginn sá ég viðtal við leigubílstjóra sem var algjörlega brjálaður (og ég held að það verði enginn jafn brjálaður og pirraður leigubílstjóri) yfir því að borgin byggði ekki upphituð skýli fyrir fólk sem væri að bíða eftir leigubíl. Eins og það væri ekki nóg, þá áttu líka að vera þar öryggisverðir svo hægt væri að hafa hemil á drukknu fólki, fjúkandi í haustlægðunum að bíða eftir að röðin kæmi að því.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tekin í bólinu

Einkareknir fjölmiðlar sigla ekki lygnan sjó. Heimurinn minnkar og samkeppnin um takmarkaðar tekjur kemur úr öllum áttum. Á sama tíma hygla yfirvöld Ríkisútvarpinu, sem aldrei fyrr.

Skoðun
Fréttamynd

Stærsta málið

Gamalkunnugt stef er hafið. Fram undan er umfangsmikil samningalota á vinnumarkaði, ekki hvað síst hjá opinberum starfsmönnum, þar sem 37 kjarasamningar eru lausir í haust. Útlit er fyrir að þar ætli hið opinbera – í enn eitt skiptið – að leiða launaþróun í landinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Er hægt að sigra fasisma og hafa gaman í leiðinni?

Einu sinni var kaldhæðni sjaldgæft stílbragð. Þegar Oscar Wilde, sem virðist hafa verið frekar kaldhæðinn náungi, var uppi, gat kaldhæðni verið virkilega beitt. Þetta var á Viktoríutímanum. Þegar það var nánast hættulegt að vera kaldhæðinn opinberlega. Enda var Oscar Wilde settur í fangelsi fyrir "sódómíseringu“, hvað í fjandanum sem það er.

Fastir pennar
Fréttamynd

Friðhelgistips

97 prósent Íslendinga nota internetið reglulega. Að sjálfsögðu Evrópumet. Húh! Stór hluti notkunarinnar fer fram á samfélagsmiðlum. Níutíu prósent fullorðinna nota Facebook.

Bakþankar
Fréttamynd

Afsakið, Eyþór

Eftir að hafa fylgt stelpunum mínum í skólann ákvað ég að nýta að Norðlingaholt væri hrikalega hátt uppi en Skaftahlíð langt niðri þannig það væri ekkert mál að hjóla í vinunna. Mögulega væri þetta nefnilega fallegasta hjólaleið landsins.

Bakþankar
Fréttamynd

Þaðan koma þjófsaugun

Hún heitir Isabel dos Santos og er sögð vera ríkasta kona Afríku. Eignir hennar eru metnar á 3,5 milljarða Bandaríkjadala eða 375 milljarða íslenzkra króna. Fjárhæðin er stjarnfræðileg: hún jafngildir samanlögðum skuldum íslenzkra sjávarútvegsfyrirtækja í árslok 2015 skv. upplýsingum Hagstofu Íslands.

Fastir pennar
Fréttamynd

Loftslagsbörnin

Það fellur í skaut komandi kynslóða að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga. Eftir rúmlega tvö hundruð ár af framförum og tilheyrandi losun gróðurhúsalofttegunda finnum við nú fyrir fyrstu hrinu áfalla sem rekja má til hnattrænna breytinga á veðrakerfum Jarðarinnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Loforð (og lygar) að hausti

Það er komið að því. Sumarið hefur formlega runnið sitt skeið. Fólk snýr heim úr fríi, stráhattar eru komnir á útsölu og rútínan byrjar að púsla saman raunveruleikanum. Það er haust.

Bakþankar
Fréttamynd

Hópurinn

Alveg er það merkilegt að það virðist vera sama á hverju gengur í íslensku efnahagslífi, alltaf eykst munurinn á milli þeirra sem hafa mest á milli handanna og hinna sem hafa minna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Dulkóðaður fjársjóður

Við sitjum á gullnámu. Gersemar þessar eru í formi gríðarlegs magns erfðaupplýsinga sem eru geymdar á stafrænu formi í tölvukerfum íslenskra vísindastofnana.

Fastir pennar
Fréttamynd

Júlídeilan

Allt logaði á Facebook og twitter lækóhólistarnir þar kepptust við að skrifa sem hnyttnasta statusa um Hjörleif, sem hafði svo sem ekki gert annað en að nýta sér borgaraleg réttindi sín og kvarta yfir því sem honum þótti miður fara.

Skoðun
Fréttamynd

Mikilvægasti vöðvinn

Það er sorglegt til þess að hugsa að við veljum stærri vöðva fram yfir lífið sjálft. Áður en skrefið í þennan heim er tekið er gott að minna sig á að þegar öllu er á botninn hvolft þá er hjartað mikilvægasti vöðvinn og að hafa gott hjartalag skiptir meira máli en vöðvastæltur líkami.

Bakþankar
Fréttamynd

Hjartað slær

Hugur minn og hjarta slær í Kópavogi og ég tel ágætt að setja punkt aftan við þingmennskuna um áramótin,“ sagði Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins,

Fastir pennar
Fréttamynd

Viðskiptavinir grafnir lifandi í H&M

Peningar eru einn lygilegasti skáldskapur sem maðurinn hefur samið. Samkvæmt ísraelska sagnfræðingnum og metsöluhöfundinum Yuval Noah Harari eru peningar aðeins hugarburður, saga sem við sameinumst um að trúa á.

Fastir pennar
Fréttamynd

Mikilvægi hófseminnar

Stjórnmálamenn eru eins ólíkir og þeir eru margir. Sumir segja að þeir séu of margir og aðrir eru þeirrar skoðunar að allir aðrir en þeir sem núna eru í stjórnmálum eigi að vera þar. Það þykir jafnvel gáfuleg skoðun að stjórnmálamenn skipti ekki lengur máli

Bakþankar
Fréttamynd

90 mínútna vinnuvika

Sá sem er sæmilega góður að vélrita nær að skrifa að minnsta kosti fjörtíu orð á mínútu. Með einföldum útreikningi má sjá að þetta eru 2.400 orð á klukkustund og 19.200 orð á átta tíma vinnudegi—96 þúsund orð á viku.

Fastir pennar
Fréttamynd

Börnin okkar öll

Þeir eru einkennilega samansettir skítalabbarnir sem veitast að Semu Erlu Serdar á netinu. Hún berst fyrir betri heimi og sjálfsögðum mannréttindum flóttafólks og hælisleitenda.

Bakþankar
Fréttamynd

Ómöguleiki

Það er skammt stórra högga á milli. Eftir nánast linnulausa gengisstyrkingu síðustu misseri – og raungengið upp um 35 prósent frá 2015 – er krónan snögglega farin að gefa eftir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nærandi eða tærandi?

Bill O´Reilley, þá frægasti sjónvarpsmaður Fox-stöðvarinnar, sagði í viðtali við Trump forseta í febrúar leið: "Pútín er morðingi.“ Forsetinn svaraði: "Það er fullt af morðingjum. Við erum með fullt af morðingjum. Heldurðu að landið okkar sé svona saklaust?“ Það er saga til næsta bæjar að forseti Bandaríkjanna leggi land sitt að jöfnu við Rússland sem réttarríki.

Fastir pennar