Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Forréttindasápukúlan

Mér líður oft eins og ég sé inni í sápukúlu sem er ekki hægt að sprengja. Hún er glær, nema stundum skín sólin akkúrat rétt á hana og það sést að hún er samofin regnboganum. Sápukúlan umlykur húsið mitt og hverfið mitt og teygir sig utan um allan heiminn minn.

Bakþankar
Fréttamynd

Seðlabankinn gerir mistök

Eitt af því fyrsta sem hagfræðinemar læra er hin svokallaða Tinbergen-regla, nefnd eftir hollenska hagfræðingnum Jan Tinbergen. Tinbergen-reglan gengur einfaldlega út á það að stjórnvald geti ekki haft fleiri markmið en tæki.

Fastir pennar
Fréttamynd

Trúfrelsi

Einu sinni var Jesús Kristur á meðal okkar. Fólk sá hann, heyrði rödd hans og varð vitni að gjörðum hans. Einir hrifust en aðrir óttuðust. Svo var hann farinn en áhrif hans jukust.

Bakþankar
Fréttamynd

Samanburður er þjáning

Búddisminn boðar að uppruna þjáningar mannsins sé að finna í löngun í eitthvað sem maðurinn hefur ekki. Rót óþæginda sé þráin eftir einhverju. Maðurinn þjáist ekki ef hann hefur ekki óskir, langanir eða þrár.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bið og von

Einstaklingurinn, réttur hans og tækifæri til þess að ráða örlögum sínum, er mörgum stjórnmálamönnum hugleikinn og það réttilega. Fátt er mikilvægara en þessi réttur til persónufrelsis sem grundvallarmannréttindi hvers einstakling.

Fastir pennar
Fréttamynd

Brotin stöng

Ef það er eitthvað sem ég elska þá eru það spennandi lokamínútur. Ég var samt enn mest að hugsa um þetta skot í fyrri hálfleik. Hvað kostar eiginlega að kaupa nýja stöng?

Bakþankar
Fréttamynd

Krosslafur

Daginn sem Ólafur kemur fyrir þjóðina og segir satt – segir frá öllum fléttunum og baksamningunum, gerir grein fyrir máli sínu, og unir þeim dómi sem hann hefur fengið í réttarkerfinu og hjá almenningi – þá getur hann endurheimt sæmd sína.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að lemja vel gefna konu

Fyrir nokkrum vikum var þrjátíu og fjögurra ára krikketleikari, Mustafa Bashir, fundinn sekur um líkamsárás fyrir dómi í Manchester. Bashir játaði að hafa ítrekað beitt eiginkonu sína ofbeldi. Hann lamdi hana með krikketkylfu uns hún missti meðvitund, neyddi hana til að drekka baneitrað bleikiefni, lét hana innbyrða töflur og sagði henni að fyrirfara sér.

Fastir pennar
Fréttamynd

Pólfarar í bænum

Ofvöxtur ferðamannaiðnaðar er ekki séríslenskt fyrirbæri. Ferðamenn fara eins og holskefla yfir marga rómuðustu staði veraldarinnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Íslandsmót í uppnámi

Æ, þetta var eitthvað misheppnað, fundurinn hjá þingnefndinni með Ólafi. Það var alveg eðlilegt að hann kæmi fyrir nefndina og fengi að gera grein fyrir sínum skoðunum á skýrslu sem Alþingi lét gera, hann reyndist jú meginviðfang skýrslunnar.

Bakþankar
Fréttamynd

Of lítið, of seint

Vaxtalækkun Seðlabankans var af þessum sökum tímabær, enda þótt hún hafi verið of lítil og komið of seint. Bankinn kaus hins vegar að taka varfærið skref í þetta sinn og hægt er að sýna þeirri ákvörðun skilning þótt öllum megi vera ljóst að það eru forsendur fyrir því að vextir lækki enn frekar á næstu mánuðum og misserum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kosningakapp án forsjár

Stjórnmálavafstur er að jafnaði mjög leiðinlegt. Þó býður það öðru hverju upp á þá óviðjafnanlegu tilfinningu að kitla í manni keppnisskapið. Kosningabarátta er nefnilega keppni þar sem andstæðingarnir eru sýnilegir og árangurinn mælanlegur—og fólk safnast saman og klappar fyrir frambjóðendum og lætur í ljós aðdáun.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bækur, símar og vín

Hugsum okkur tvö lönd sem eru alveg eins að öllu leyti öðru en því að í öðru landinu eru bækur uppi um alla veggi á flestum heimilum og borðin svigna undan bókastöflunum en í hinu landinu er hvergi nokkurs staðar bók að sjá, kannski vegna þess að þær eru geymdar í kössum niðri í kjallara.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sjúkir vírusar

Tölvuárásir og vírusar hafa verið mikið í fréttum í þessari viku. Einhverjir snillingar hafa hannað stafræna óværu sem læsir inni öll gögn þeirra sem fyrir henni verða. Allar möppur með hvers kyns skjölum, ljósmyndum og myndböndum læsast inni og síðan er krafist lausnargjalds.

Bakþankar
Fréttamynd

Gömul og spræk

Dægurperlan Old Man af plötunni Harvest er óður Neil Young til öldungsins sem hann réð til að sjá um búgarð sem hann keypti í Kaliforníu árið 1970.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ekki boðlegt

Skyldu sjúkraflutningamennirnir koma eða ekki, hugsaði ég. Þetta mál hvílir á fólki eins og mara, enda reiðum við okkur á þetta fólk.“

Fastir pennar
Fréttamynd

Takk

Kæri sjálfboðaliði, ein af frumþörfum mannsins er að mynda tengsl og láta gott af sér leiða. Ég er svo þakklát þér og öllu því fólki í samfélagi okkar sem er í sjálfboðinni þjónustu við það að umvefja menn og málefni á uppbyggilegan hátt.

Bakþankar
Fréttamynd

Miðaldra á tónleikum

Ef einhvern nema í mannfræði eða félagsfræði vantar hugmynd að lokaverkefni fyrir næsta ár þá bendi ég þeim aðila á að planta sér í salinn á afmælistónleikum hjá gamalli, íslenskri sveitaballasveit.

Bakþankar
Fréttamynd

Bláa pillan

Okkur er talin trú um að stjórnvöld vilji standa vörð um hið ríkisrekna kerfi og það standi ekki til að byggja upp einkarekið kerfi á kostnað þess.

Fastir pennar
Fréttamynd

Botninum náð

Eftir að hafa mátt um nokkra hríð bíða í óvissu um framtíð starfa sinna á Akranesi var fiskvinnslufólki HB Granda tilkynnt um niðurstöðuna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skert rýmisgreind

Þegar ég kom frá útlöndum um daginn fór ég að hugsa um "skerta rýmisgreind“. Það er víst ein af þessum nýmóðins greiningum og einhvern tímann skildist mér að hún ætti vel við mig.

Skoðun
Fréttamynd

Óður til gleðinnar?

Maður verður að vera léttur. Ég er búinn að segja þetta milljón sinnum. Og þetta á alltaf við en alveg sérstaklega þessa viku. Eurovision. Það er allt skemmtilegt við þetta en okkur hættir til að taka þetta full alvarlega. Svona eins og þetta sé í alvöru keppni í tónlist.

Fastir pennar
Fréttamynd

Landinn

Á undanförnum árum hafa ungir kvikmyndagerðarmenn sýnt nokkrar keimlíkar bíómyndir um lífið í litlu þorpi úti á landi. Ungur Reykvíkingur fer í heimsókn til ættingja í afskekktum firði. Þar verður hann vitni að gegndarlausu fylleríi, kynsvalli og venjulega einni jarðarför.

Bakþankar
Fréttamynd

Rekinn með tilþrifum

Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki stjórnmálamaður. Hann kemur úr viðskiptalífinu eins og flestir vita. Tvennum sögum fer af því hvernig honum hefur tekist að ávaxta þau auðæfi sem hann erfði eftir föður sinn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hroki 21. aldarinnar

Það er verðugt verkefni að forðast það að vera hrokafullur, líklega er það hið eiginlega ævistarf. Hroki er margslunginn, og líklegast hef ég oft gerst sekur um hann sjálfur. Hroki er að halda að maður viti eitthvað, þegar maður veit í raun ósköp fátt, að halda að maður viti meira en aðrir eða geti meira en aðrir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Leikskólapólítík

Nú stendur yfir kosningabarátta í Bretlandi. Aðalkosningamálefnið er útgangan úr Evrópusambandinu og hvernig hagsmunir Breta verði tryggðir. Önnur viðvarandi álitaefni eins og heilbrigðiskerfi og skólakerfi hafa þó fengið umfjöllun.

Bakþankar
Fréttamynd

Átök í VÍS

Mikil átök hafa sett mark sitt á störf stjórnar VÍS að undanförnu og á allra síðustu dögum hafa þau tekið á sig furðulega mynd.

Fastir pennar
Fréttamynd

Smán Alþingis

Fyrir þinglok vorið 2013 lá fyrir Alþingi frumvarp að nýrri stjórnarskrá, fullbúið af hálfu þingsins eftir tveggja ára yfirlegu og efnislega samhljóða tillögum Stjórnlagaráðs sem þjóðin hafði kjörið 2010 og þingið skipað.

Fastir pennar
Fréttamynd

Laugardagur í lamasessi

Þrátt fyrir að hafa ekki minnstu trú á að Svala Björgvinsdóttir kæmist áfram í lokaúrslit Eurovision var ég samt búinn, eins og örugglega margir aðrir, að leggja drög að Eurovision-kvöldi með grilli, guðaveigum, Voga-ídýfu með smá snakki og öllu sem því fylgir. Svo kom skellurinn sem ég bjóst samt við.

Bakþankar