Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Varan verður að standa undir verðmiðanum

Magnea Þórey Hjálmarsdóttir hefur verið framkvæmdastjóri Icelandair Hotels frá árinu 2005. Hún telur að "þetta reddast“ viðhorfið dugi ekki lengur til í móttöku ferðamanna á Íslandi. Ef allir verðleggja sig hátt er hætta á að fólk upplifi landið dýrt miðað við gæðin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir erfitt að meta hvort að viðvörunarskiltin geri sitt gagn

Víðir Reynisson lögreglufulltrúi og verkefnastjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi segir það mjög spennandi að sjá niðurstöður rannsóknar sem þær Þórdís Pétursdóttir og Sigurlaug Rúnarsdóttir nemendur í ferðamálafræði við Háskóla Íslands vinna að en lokaverkefni þeirra í náminu snýr að öryggi ferðamanna í Reynisfjöru.

Innlent
Fréttamynd

Rennslið í Ölfusá gæti þrefaldast

Það er ennþá mjög mikil rigning í kringum Mýrdalsjökul og Eyjafjallajökul sem og við suðurhluta Vatnajökuls. Það mun því halda áfram að bæta í rennsli í ám á svæðinu í allan dag segir Matthew Roberts fagstjóri vatnavár hjá Veðurstofu Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Bindiskylda á túrista gæti komið næst

Capacent gagnrýnir bindiskyldu Seðlabankans á erlenda fjárfesta sem fjárfesta á innlendum vaxtamarkaði og bendir á að ef fjármagn streymir í staðinn inn á fasteignamarkað geti það grafið undan verðbólgumarkmiði Seðlabankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Túristar vekja ótta með íbúum á Vatnsnesi

Fjöldi ferðamanna í Húnaþingi áttfaldaðist á fimm árum. Miklar áhyggjur eru meðal íbúa af öryggi vegna kunnáttuleysis gestanna og framgöngu þeirra á Vatnsnesvegi. Byggðaráð Húnaþings segir veginn kominn að ystu þolmörkum.

Innlent
Fréttamynd

Mesta úrhelli í mörg ár: Svona mikil rigning svo víða á landinu afskaplega sjaldgæf

„Við spáum ekki mikilli úrkomu nema það sé yfir 100 millimetrum á sólarhring og við gerum það svona öðru hverju á suðaustanverðu landinu en það er afskaplega sjaldgæft að það gerist á fjórum spásvæðum og hvað þá yfir svona langan tíma ,“ segir Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands aðspurð um úrkomuna framundan sem er sú mesta hér á landi í mörg ár.

Innlent
Fréttamynd

Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á fólki í Norðausturkjördæmi

Ómalbikaðir og vanræktir vegir, flugsamgöngur, skortur á byggðastefnu og raforkurskortur virðast vera þau málefni sem brenna hvað heitast hjá kjósendum í Norðausturkjördæmi. Þá er aðgengi að heilbrigðisþjónustu, fáliðuð lögregla auk mikils straums ferðamanna í kjördæmið hitamál.

Innlent
Fréttamynd

Segir verslanir blekkja ferðamenn

Neytendasamtökunum hefur borist fjöldi kvartana og ábendinga um uppstillingar léttbjórs og áfengislauss víns í smávöruverslunum í miðbæ Reykjavíkur. Varaformaður samtakanna segir verslanir vera í blekkingaleik sem miði að því að selja ferðamönnum - sem ókunnugt er um íslenskar reglur um áfengi - áfengislaust vín. Neytendastofa telur ástæðu til að kanna málið.

Innlent
Fréttamynd

Hamfaraflóðin gera Kötlu sérstaka

Löng jarðskjálftahrina í Mýrdalsjökli er mesta virkni í Kötlueldstöðinni um langt skeið. Eldgosi mun fylgja mikil truflun á daglegu lífi fjölmargra. Engin mannvirki standast jökulhlaup frá Kötlu og ótti landsmanna skiljanlegur.

Innlent
Fréttamynd

Bílveikir skólakrakkar hossast um Húnaþing

Foreldrar á Vatnsnesi hafa rætt um að senda börnin ekki í skólann vegna lengri ferðatíma og bílveiki á síversnandi þjóðvegi. Ekki til peningar til að lagfæringa, svarar Vegagerðin skólastjóranum.

Innlent