Tvöföldun Reykjanesbrautar og Suðurlandsvegar, löggæslumál, fjármál Reykjanesbæjar, fjarskiptamál og betra aðgengi að heilbrigðisþjónustu eru þau mál sem brenna helst á kjósendum í Suðurkjördæmi. Uppbygging innviða vegna stóraukins straums ferðamanna skiptir kjósendur einnig gríðarmiklu, enda er langflesta vinsælustu ferðamannastaða landsins að finna í kjördæminu. Suðurkjördæmi nær alveg frá Vogum á Reykjanesi og að Hornafirði í austri. Tíu þingmenn sitja á þingi fyrir kjördæmið, þar af einn jöfnunarþingmaður. Framsóknarflokkurinn hlaut flest atkvæði í þessu kjördæmi Sigurðar Inga Jóhannssonar, núverandi forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins, í kosningunum 2013 og náði inn fjórum mönnum á þing. Sjálfstæðisflokkurinn náði sömuleiðis inn fjórum mönnum, en Samylkingin og Björt framtíð einn hvor. Suðurkjördæmi er fjórða fjölmennasta kjördæmi landsins með 35.458 manns á kjörskrá fyrir komandi kosningar. Einhver lýsti íbúum í vestanverðu kjördæmisins – á Reykjanesi, Hveragerði, Þorlákshöfn og Selfossi – sem hverjum öðrum útverfabúum höfuðborgarinnar. Fjarlægðir séu orðnar það litlar. Kjósendur í kjördæminu vinna að stórum hluta við þjónustu, stjórnsýslu, kennslu og verslun og þegar austar dregur birtast manni svo mikil landbúnaðarhéruð. Í og í kringum Hveragerði og í uppsveitum Árnessýslu er svo stunduð mikil garðyrkja. Talsvert er um störf tengd sjávarútvegi í kjördæminu og þá hefur störfum í ferðaþjónustunni fjölgað gríðarlega á undanförnum árum.Kallað er eftir að kaflinn milli Hveragerðis og Selfoss verði tvöfaldaður sem fyrst og að ný og breiðari brú yfir Ölfusá við Selfoss verði að veruleika.Vísir/PjeturSamgöngumál: Tvöföldun Reykjanesbrautar og SuðurlandsvegarÞað er í raun sama hvar borið er niður í kjördæminu. Það eru samgöngumálin sem virðast brenna helst á fólki í Suðurkjördæmi. Á Reykjanesinu er mikið rætt um nauðsyn þess að klára tvöföldun Reykjanesbrautar. Nýlegt banaslys á mótum Reykjanesbrautar og Hafnarvegar situr djúpt í fólki á nesinu og er farið fram á að klárað verði að tvöfalda þá kafla sem eftir standa, annars vegar í Hafnarfirði og svo frá Fitjum og alla leið að flugstöðinni. Þegar austar í kjördæminu dregur er einnig rætt um tvöföldun – tvöföldun Suðurlandsvegar. Þess er krafist að áfram verði unnið að framkvæmdum á Suðurlandsvegi út úr Reykjavík og að kaflinn milli Hveragerðis og Selfoss verði tvöfaldaður sem fyrst og að ný og breiðari brú yfir Ölfusá við Selfoss verði að veruleika.Sjá einnig:Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á kjósendum í Reykjavík Austar í kjördæminu er kallað eftir aðgerðum til að fækka einbreiðum brúm á Þjóðvegi 1. Á hringveginum um landið eru nú 39 einbreiðar brýr og eru þær flestar í Suðurkjördæmi. Á kaflanum milli Skóga og Hornafjarðar eru 26 einbreiðar brýr sem skapa miklu hættu í umferðinni. Þær eigi að heyra sögunni til. Nýlega var greint frá því að stjórnvöld hugðust auka fjárveitingu til að breikka eða skipta út einbreiðum brúm um milljarð króna frá upphaflegu frumvarpi að samgönguáætlun. Betur má þó ef duga skal. Sömuleiðis er kallað eftir breikkun Þjóðvegar 1 austarlega í kjördæminu. Bent er á að á höfuðborgarsvæðinu og nærsveitum eru vegirnir sjö metra breiðir og með fimmtíu til sextíu sentimetra breiðum öxlum. Þegar er komið austur fyrir Hvolsvöll, Vík, Kirkjubæjarklaustur mjókki vegurinn niður í sex metra breiðan veg með tíu til tuttugu sentimetra breiðum öxlum.Nýlegt banaslys á mótum Reykjanesbrautar og Hafnarvegar situr djúpt í fólki á Suðurnesjum.Mynd/Ingvar GissurarsonMargir benda á að fjöldi sveitavega á Suðurlandi séu allt of lélegir til að bera alla þá umferð ferðamanna sem hafi stóraukist á síðustu árum og ekki sér fyrir endann á. Þannig sé til að mynda stór kafli vegarins niður að Reynisfjöru, einum fjölsóttasta ferðamannastað á Suðurströndinni, enn einbreiður og kallað eftir tafarlausum aðgerðum. Nýlega varð banaslys á Suðurlandsvegi við Sólheimasand, þar sem ferðamaður lést. Hann hugðist skoða gamalt flugvélarflak á sandinum sem óvænt er orðið einn af vinsælli ferðamannastöðum landsins. Íbúar hafa bent á slysahættuna sem skapast getur þegar bílum er lagt meðfram vegkantinum á staðnum og vilja aðgerðir.Sjá einnig:Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á fólki í Norðvesturkjördæmi Eyjamenn eru ósáttir með aðgerðaleysi þegar kemur að tengingum við fastalandið og segja ekkert hafa gerst í þeim málum frá hruni. Beðið sé eftir nýjum Herjólfi, að breytingar verði gerðar á Landeyjahöfn og fargjöld lækkuð. Miklu hafi verið lofað en lítið orðið um efndir. Á Reykjanesi er víða rætt um nauðsyn þess að efla almenningssamgöngur þar sem litið sé á Suðurnesin og höfuðborgarsvæðið sem eitt atvinnu- og þjónustusvæði.Skógafoss.Vísir/VilhelmMálefni ferðamanna: Salerni, bílastæði og göngustígarFlestir þeir ferðamenn sem koma til landsins leggja leið sína um Suðurlandið. Í kjördæminu eru flestir af vinsælustu ferðamannastöðum landsins – Bláa lónið, Landmannalaugar, Seljalandsfoss, Skógafoss, Reynisfjara, Sólheimajökull, Jökulsárlón og þannig mætti áfram telja – auk sjálfs Keflavíkurflugvallar þar sem langstærstur hluti ferðamanna kemur inn í landið. Nauðsyn uppbyggingar innviða vegna aukins straums ferðamanna til landsins brennur því skiljanlega mikið á fólki í Suðurkjördæmi. Gera þurfi ráð fyrir að tvær milljónir ferðamanna heimsæki landið á hverju ári á komandi árum þar sem leysa þurfi það mál hvernig skuli fá tekjur til að sinna nauðsynlegu viðhaldi á helstu ferðamannastöðunum. Stækka þurfi og endurbæta bílastæði, leggja þurfi göngustíga og kallað er eftir þjóðarátaki til að fjölga salernisaðstöðum á helstu ferðamannastöðum og í kringum hringveginn. Fulltrúar sveitarfélaga segja þau fá of lítinn skerf af kökunni vegna stóraukins straums ferðamanna. Beðið sé eftir aðgerðum af hálfu ríkisins og bent á að ávinningur skili sér að stórum hluta á öðrum stöðum þar sem ferðaþjónustufyrirtækin gera út frá höfuðborginni – fara með ferðamenn í dagsferðir frá höfuðborginni og meðfram Suðurströndinni. Aukinn straumur ferðamanna skilar vissulega tekjum til samfélagsins, en þessi mikli fjöldi skilar sér einnig í auknu álagi á kerfinu – vegakerfinu, löggæslu, heilsugæslu og fleiru – sem bitni á íbúum kjördæmisins. Uppbyggingin í málaflokknum þykir einfaldlega of hæg og ráðaleysi stjórnvalda mikið.Reynisfjara á Suðurlandi.Vísir/Friðrik Þór HalldórssonHeilbrigðismál: Skortur á grunnþjónustuHeilbrigðismálin eru sömuleiðis mikið á milli tannanna á fólki í Suðurkjördæmi. Þar telja menn þörf á betri heilbrigðis- og læknisþjónustu og þykir fólki að biðlistar hafi lengst og aðgengi að læknum versnað. Fólk vilji einfaldlega geta komist til læknis með börnin sín sem fyrst þegar eitthvað bjái á. Óánægja ríkir með skort á grunnþjónustu líkt og fæðingarþjónustu. Þannig þarf par úr Vestmannaeyjum, sem á von á barni, að gera ráð fyrir einni til tveimur vikum frá Eyjum. Fjölskyldum sé tvístrað sem þýði vinnutap og kostnað við gistingu í höfuðborginni. Þetta vegur þungt í fólki. Er ríkisvaldið sakað um að flytja kostnaðinn af hinu opinbera yfir á þjónustuþega ákveðinna svæða með niðurskurði á grunnþjónustu í nærumhverfi. Sömuleiðis er enginn svæfingarlæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi, þannig að allar áhættufæðingar þar eru ekki inni í myndinni. Margir í Suðurkjördæmi eru óánægðir með hvernig peningum sé skammtað í heilbrigðiskerfinu. Þar sé ávallt litið til íbúafjölda, en líkt og í Árnessýslu eru þar ávallt miklu fleiri á hverjum tíma – Íslendingar í sumarbústöðum og gríðarlegur fjöldi ferðamanna. Þetta fólk þurfi líka á heilbrigðisþjónustu að halda. Austarlega í kjördæminu er einnig bent á alvarleika þess að fólk telji lokun NA/SV-brautar Reykjavíkurflugvallar ekkert tiltökumál. Þetta geti hins vegar skipt sköpum hvort einstaklingur í austurhluta landsins lifi eða deyi. Viðmælendur í Suðurkjördæmi bentu sömuleiðis margir á að aukið fé vanti frá ríkinu til reksturs heilsugæslu og hjúkrunarheimila fyrir eldri borgara.Höfn í Hornafirði.Vísir/PjeturLöggæslumál: Þörf á aukinni sýnilegri löggæsluMálefni lögreglunnar á Suðurlandi hafa mikið verið til umræðu síðustu misserin. Umdæmi lögreglunnar er gríðarstórt og fjöldi fólks sem fer þar um er mikill. Ljóst þykir að þörf sé á auknum mannskap og auknu fé til að hægt sé að halda uppi sýnilegri löggæslu, meðal annars á þjóðvegum, og tryggja íbúum og gestum öruggt umhverfi. Einnig er bent á að þörf sé á að skapa skýrari ramma utan um hlutverk björgunarsveita innan löggæslunnar. Nú sé jafnan kallað eftir aðstoð björgunarsveita þegar einhver týnist til fjalla. Björgunarsveitamenn og -konur séu hins vegar fólk í vinnu og kerfið geri bara ráð fyrir að þeir bjargi hlutunum. Þetta gangi ekki til lengdar.Fjarskiptamál: Þriggja fasa rafmagnVíða hefur gengið hægt að tengja bæi í kjördæminu við ljósleiðara. Þetta er skiljanlega eitt mikilvægasta málið í hugum margra sem óttast að slíkar framkvæmdir muni áfram sitja á hakanum. Einnig bíða margir enn eftir þriggja fasa rafmagni, til dæmis íbúar við Kirkjubæjarklaustur. Þetta og ljósleiðaramálin standi allri atvinnuuppbyggingu og nýsköpun fyrir þrifum.Úr Grindavíkurhöfn.Vísir/eyþórAtvinnumál: Skerðing á aflaheimildumInnan kjördæmisins er einnig rætt um framtíð fiskveiðistjórnunarkerfisins, hvort til standi að auka veiðigjöldin, hvort aflaheimildir verði boðnar upp. Rætt er um hvaða áhrif mögulegar breytingar hafi á atvinnulíf og fasteignaverð. Veruleg skerðing hefur orðið í aflaheimildum í Þorlákshöfn á síðastliðnum árum. Þannig gerði HB Grandi kaupsamning um að kaupa aflahlutdeildir af Hafnarnesi VER í Þorlákshöfn í sumar og ætlar sér með kaupunum að tryggja afla til vinnslu á Vopnafirði. Þetta hefur skiljanlega komið illa við samfélagið í Þorlákshöfn þar sem óttast er að þrengi að mörgum, bæði fjölskyldum og atvinnulífi.Sveitastjórnarmál: Fé frá ríkinu fylgi verkefnumÁ Reykjanesi er mikið rætt um nauðsyn þess að ná lausn varðandi bága fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar. Staða þessa langstærsta sveitarfélags á Reykjanesi hefur áhrif á Suðurnesin öll og er kallað eftir að sveitarfélaginu verði gert kleift að koma sér út úr þessum vanda með raunhæfum lausnum. Það kalli á aðkomu ríkisvaldsins. Sveitastjórnarmenn í kjördæminu segja mikilvægt að tryggja aukið fé frá ríkinu til sveitarfélaga til að þau geti sinnt þeim málaflokkum sem eru á borði þeirra, svo sem málefni fatlaðra. Bent er á að sífellt fleiri mál séu á gráu svæði milli ríkis og sveitarfélaga sem sveitarfélögin sinni svo af „góðmennsku sinni“ ef svo mætti að orði komast. Þetta kunna til að mynda að vera atriði sem varða börn sem eiga við hegðunarraskanir að stríða - vandamál á geðsviðinu - sem ríkið á að sinna en eru sögð ekki gera nægilega vel sem leiði til að sveitarfélögin grípi inn í.Mikilvægt er fyrir íbúa á Suðurnesjum að lausn fáist varðandi fjármál Reykjanesbæjar.Vísir/GVAHúsnæðismál: Eftirspurn eftir húsnæðislausnumÞensla ríkir í þjóðfélaginu og hefur nú orðið alger viðsnúningur á síðustu árum. Það er mannaflaþörf, eftirspurn eftir vinnuafli og þar af leiðandi víða eftirspurn eftir húsnæðislausnum, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu heldur einnig í Suðurkjördæmi. Skortur er á húsnæði á mörgum stöðum en margir telja að fólk víli sér fyrir því að fara af stað. Byggingakostnaður sé hár og fólk ekki að fá það fyrir eignina sem þeir leggja í hana. Vaxtakostnaður lána sé sömuleiðis hár þannig að menn fá fjármagnið aldrei til baka við sölu.Önnur mál: Hafnarmál, Katla jarðvangur og þekkingarseturHafnarmálin eru einnig talsvert milli tannanna á fólki í Suðurkjördæmi þar sem kallað er eftir auknu fé frá ríkinu til frekari hafnaruppbygginga. Á Reykjanesinu er sérstaklega rætt um að ríkið verði að koma að uppbyggingu í Helguvík. Framkvæmdir þar verði að klárast sem fyrst. Einhverjir vilja halda áfram byggingu virkjana í kjördæminu og vilja sjá Hvammsvirkjun verða að veruleika. Innan ákveðinna sveitarfélaga er kallað eftir að þau fái „sanngjarnan skerf“ af þeim fjármunum sem sú orka sem framleidd sé innan viðkomandi sveitarfélaga skilar. Sveitarfélögin séu kannski ekki öll með útgerð, en með orkuna, og vilja því að hún skilji eitthvað eftir. Þá er bent á að sveitarfélög í kjördæminu hafi misst mikla peninga þegar lokað var á IPA-styrki Evrópusambandsins í upphafi kjörtímabilsins, sem ætlaðir voru til uppbyggingar Kötlu jarðvangs, eða Katla Geopark. Er gengið eftir að ríkið styrki verkefni sem þetta. Á meðal annarra verkefna sem nefnd voru í samtölum fréttastofu við fólk í kjördæminu, er að þekkingasetur, tengt uppbyggingu gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri, verði að veruleika líkt og upphaflega var lagt upp með.KjördæmiðKjördæmið er víðfeðmt og nær frá Vogum á Reykjanesi og að Hornafirði í austri. Stærstu þéttbýlissvæðin í kjördæminu eru Vogar, Reykjanesbær, Garður, Sandgerði, Grindavík, Þorlákshöfn, Hveragerði, Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri, Laugarvatn, Flúðir, Vestmannaeyjar, Hella, Hvolsvöllur, Vík, Kirkjubæjarklaustur og Höfn. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá er fjöldi kjósenda fyrir kosningarnar 35.458, eða rúmlega fjórtán prósent kjósenda á landinu öllu. Frestur til að skila inn framboðum til yfirkjörstjórnar rennur út þann 14. október og verður þá endanlega ljóst hvaða flokkar bjóða fram í kjördæminu. Kjörsóknin í kjördæminu mældist 81,9 prósent árið 2013, eða rétt yfir landsmeðaltali. Í Suðurkjördæmi voru 3.364 atkvæði á bakvið hvern þingmann í kosningunum 2013, en til samanburðar voru 4.856 atkvæði á bakvið hvern þingmann í Suðvesturkjördæmi og 2.665 atkvæði í Norðvesturkjördæmi.Kjördæmapot Vísis er hluti af kosningaumfjöllun miðilsins en rýnt verður í önnur kjördæmi í vikunni. Við vinnslu úttektarinnar var haft samband við fjölda fólks víðs vegar um kjördæmið til að draga upp heildstæða mynd af þeim málum sem helst brenna á fólki í kjördæminu. Í samtölum við viðmælendur var tekið fram að nöfn þeirra yrðu ekki gefin upp. Ferðamennska á Íslandi Fréttaskýringar Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á kjósendum í Reykjavík Sprungið gatnakerfi, vanræktar almenningssamgöngur og fjársvelt heilbrigðiskerfi virðast vera þau málefni sem brenna hvað heitast á íbúum Reykjavíkur. 4. október 2016 10:15 Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á fólki í Norðvesturkjördæmi Vesturlandsvegurinn, fiskeldi, uppboðsleiðin og byggðamál. 3. október 2016 10:00 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent
Tvöföldun Reykjanesbrautar og Suðurlandsvegar, löggæslumál, fjármál Reykjanesbæjar, fjarskiptamál og betra aðgengi að heilbrigðisþjónustu eru þau mál sem brenna helst á kjósendum í Suðurkjördæmi. Uppbygging innviða vegna stóraukins straums ferðamanna skiptir kjósendur einnig gríðarmiklu, enda er langflesta vinsælustu ferðamannastaða landsins að finna í kjördæminu. Suðurkjördæmi nær alveg frá Vogum á Reykjanesi og að Hornafirði í austri. Tíu þingmenn sitja á þingi fyrir kjördæmið, þar af einn jöfnunarþingmaður. Framsóknarflokkurinn hlaut flest atkvæði í þessu kjördæmi Sigurðar Inga Jóhannssonar, núverandi forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins, í kosningunum 2013 og náði inn fjórum mönnum á þing. Sjálfstæðisflokkurinn náði sömuleiðis inn fjórum mönnum, en Samylkingin og Björt framtíð einn hvor. Suðurkjördæmi er fjórða fjölmennasta kjördæmi landsins með 35.458 manns á kjörskrá fyrir komandi kosningar. Einhver lýsti íbúum í vestanverðu kjördæmisins – á Reykjanesi, Hveragerði, Þorlákshöfn og Selfossi – sem hverjum öðrum útverfabúum höfuðborgarinnar. Fjarlægðir séu orðnar það litlar. Kjósendur í kjördæminu vinna að stórum hluta við þjónustu, stjórnsýslu, kennslu og verslun og þegar austar dregur birtast manni svo mikil landbúnaðarhéruð. Í og í kringum Hveragerði og í uppsveitum Árnessýslu er svo stunduð mikil garðyrkja. Talsvert er um störf tengd sjávarútvegi í kjördæminu og þá hefur störfum í ferðaþjónustunni fjölgað gríðarlega á undanförnum árum.Kallað er eftir að kaflinn milli Hveragerðis og Selfoss verði tvöfaldaður sem fyrst og að ný og breiðari brú yfir Ölfusá við Selfoss verði að veruleika.Vísir/PjeturSamgöngumál: Tvöföldun Reykjanesbrautar og SuðurlandsvegarÞað er í raun sama hvar borið er niður í kjördæminu. Það eru samgöngumálin sem virðast brenna helst á fólki í Suðurkjördæmi. Á Reykjanesinu er mikið rætt um nauðsyn þess að klára tvöföldun Reykjanesbrautar. Nýlegt banaslys á mótum Reykjanesbrautar og Hafnarvegar situr djúpt í fólki á nesinu og er farið fram á að klárað verði að tvöfalda þá kafla sem eftir standa, annars vegar í Hafnarfirði og svo frá Fitjum og alla leið að flugstöðinni. Þegar austar í kjördæminu dregur er einnig rætt um tvöföldun – tvöföldun Suðurlandsvegar. Þess er krafist að áfram verði unnið að framkvæmdum á Suðurlandsvegi út úr Reykjavík og að kaflinn milli Hveragerðis og Selfoss verði tvöfaldaður sem fyrst og að ný og breiðari brú yfir Ölfusá við Selfoss verði að veruleika.Sjá einnig:Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á kjósendum í Reykjavík Austar í kjördæminu er kallað eftir aðgerðum til að fækka einbreiðum brúm á Þjóðvegi 1. Á hringveginum um landið eru nú 39 einbreiðar brýr og eru þær flestar í Suðurkjördæmi. Á kaflanum milli Skóga og Hornafjarðar eru 26 einbreiðar brýr sem skapa miklu hættu í umferðinni. Þær eigi að heyra sögunni til. Nýlega var greint frá því að stjórnvöld hugðust auka fjárveitingu til að breikka eða skipta út einbreiðum brúm um milljarð króna frá upphaflegu frumvarpi að samgönguáætlun. Betur má þó ef duga skal. Sömuleiðis er kallað eftir breikkun Þjóðvegar 1 austarlega í kjördæminu. Bent er á að á höfuðborgarsvæðinu og nærsveitum eru vegirnir sjö metra breiðir og með fimmtíu til sextíu sentimetra breiðum öxlum. Þegar er komið austur fyrir Hvolsvöll, Vík, Kirkjubæjarklaustur mjókki vegurinn niður í sex metra breiðan veg með tíu til tuttugu sentimetra breiðum öxlum.Nýlegt banaslys á mótum Reykjanesbrautar og Hafnarvegar situr djúpt í fólki á Suðurnesjum.Mynd/Ingvar GissurarsonMargir benda á að fjöldi sveitavega á Suðurlandi séu allt of lélegir til að bera alla þá umferð ferðamanna sem hafi stóraukist á síðustu árum og ekki sér fyrir endann á. Þannig sé til að mynda stór kafli vegarins niður að Reynisfjöru, einum fjölsóttasta ferðamannastað á Suðurströndinni, enn einbreiður og kallað eftir tafarlausum aðgerðum. Nýlega varð banaslys á Suðurlandsvegi við Sólheimasand, þar sem ferðamaður lést. Hann hugðist skoða gamalt flugvélarflak á sandinum sem óvænt er orðið einn af vinsælli ferðamannastöðum landsins. Íbúar hafa bent á slysahættuna sem skapast getur þegar bílum er lagt meðfram vegkantinum á staðnum og vilja aðgerðir.Sjá einnig:Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á fólki í Norðvesturkjördæmi Eyjamenn eru ósáttir með aðgerðaleysi þegar kemur að tengingum við fastalandið og segja ekkert hafa gerst í þeim málum frá hruni. Beðið sé eftir nýjum Herjólfi, að breytingar verði gerðar á Landeyjahöfn og fargjöld lækkuð. Miklu hafi verið lofað en lítið orðið um efndir. Á Reykjanesi er víða rætt um nauðsyn þess að efla almenningssamgöngur þar sem litið sé á Suðurnesin og höfuðborgarsvæðið sem eitt atvinnu- og þjónustusvæði.Skógafoss.Vísir/VilhelmMálefni ferðamanna: Salerni, bílastæði og göngustígarFlestir þeir ferðamenn sem koma til landsins leggja leið sína um Suðurlandið. Í kjördæminu eru flestir af vinsælustu ferðamannastöðum landsins – Bláa lónið, Landmannalaugar, Seljalandsfoss, Skógafoss, Reynisfjara, Sólheimajökull, Jökulsárlón og þannig mætti áfram telja – auk sjálfs Keflavíkurflugvallar þar sem langstærstur hluti ferðamanna kemur inn í landið. Nauðsyn uppbyggingar innviða vegna aukins straums ferðamanna til landsins brennur því skiljanlega mikið á fólki í Suðurkjördæmi. Gera þurfi ráð fyrir að tvær milljónir ferðamanna heimsæki landið á hverju ári á komandi árum þar sem leysa þurfi það mál hvernig skuli fá tekjur til að sinna nauðsynlegu viðhaldi á helstu ferðamannastöðunum. Stækka þurfi og endurbæta bílastæði, leggja þurfi göngustíga og kallað er eftir þjóðarátaki til að fjölga salernisaðstöðum á helstu ferðamannastöðum og í kringum hringveginn. Fulltrúar sveitarfélaga segja þau fá of lítinn skerf af kökunni vegna stóraukins straums ferðamanna. Beðið sé eftir aðgerðum af hálfu ríkisins og bent á að ávinningur skili sér að stórum hluta á öðrum stöðum þar sem ferðaþjónustufyrirtækin gera út frá höfuðborginni – fara með ferðamenn í dagsferðir frá höfuðborginni og meðfram Suðurströndinni. Aukinn straumur ferðamanna skilar vissulega tekjum til samfélagsins, en þessi mikli fjöldi skilar sér einnig í auknu álagi á kerfinu – vegakerfinu, löggæslu, heilsugæslu og fleiru – sem bitni á íbúum kjördæmisins. Uppbyggingin í málaflokknum þykir einfaldlega of hæg og ráðaleysi stjórnvalda mikið.Reynisfjara á Suðurlandi.Vísir/Friðrik Þór HalldórssonHeilbrigðismál: Skortur á grunnþjónustuHeilbrigðismálin eru sömuleiðis mikið á milli tannanna á fólki í Suðurkjördæmi. Þar telja menn þörf á betri heilbrigðis- og læknisþjónustu og þykir fólki að biðlistar hafi lengst og aðgengi að læknum versnað. Fólk vilji einfaldlega geta komist til læknis með börnin sín sem fyrst þegar eitthvað bjái á. Óánægja ríkir með skort á grunnþjónustu líkt og fæðingarþjónustu. Þannig þarf par úr Vestmannaeyjum, sem á von á barni, að gera ráð fyrir einni til tveimur vikum frá Eyjum. Fjölskyldum sé tvístrað sem þýði vinnutap og kostnað við gistingu í höfuðborginni. Þetta vegur þungt í fólki. Er ríkisvaldið sakað um að flytja kostnaðinn af hinu opinbera yfir á þjónustuþega ákveðinna svæða með niðurskurði á grunnþjónustu í nærumhverfi. Sömuleiðis er enginn svæfingarlæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi, þannig að allar áhættufæðingar þar eru ekki inni í myndinni. Margir í Suðurkjördæmi eru óánægðir með hvernig peningum sé skammtað í heilbrigðiskerfinu. Þar sé ávallt litið til íbúafjölda, en líkt og í Árnessýslu eru þar ávallt miklu fleiri á hverjum tíma – Íslendingar í sumarbústöðum og gríðarlegur fjöldi ferðamanna. Þetta fólk þurfi líka á heilbrigðisþjónustu að halda. Austarlega í kjördæminu er einnig bent á alvarleika þess að fólk telji lokun NA/SV-brautar Reykjavíkurflugvallar ekkert tiltökumál. Þetta geti hins vegar skipt sköpum hvort einstaklingur í austurhluta landsins lifi eða deyi. Viðmælendur í Suðurkjördæmi bentu sömuleiðis margir á að aukið fé vanti frá ríkinu til reksturs heilsugæslu og hjúkrunarheimila fyrir eldri borgara.Höfn í Hornafirði.Vísir/PjeturLöggæslumál: Þörf á aukinni sýnilegri löggæsluMálefni lögreglunnar á Suðurlandi hafa mikið verið til umræðu síðustu misserin. Umdæmi lögreglunnar er gríðarstórt og fjöldi fólks sem fer þar um er mikill. Ljóst þykir að þörf sé á auknum mannskap og auknu fé til að hægt sé að halda uppi sýnilegri löggæslu, meðal annars á þjóðvegum, og tryggja íbúum og gestum öruggt umhverfi. Einnig er bent á að þörf sé á að skapa skýrari ramma utan um hlutverk björgunarsveita innan löggæslunnar. Nú sé jafnan kallað eftir aðstoð björgunarsveita þegar einhver týnist til fjalla. Björgunarsveitamenn og -konur séu hins vegar fólk í vinnu og kerfið geri bara ráð fyrir að þeir bjargi hlutunum. Þetta gangi ekki til lengdar.Fjarskiptamál: Þriggja fasa rafmagnVíða hefur gengið hægt að tengja bæi í kjördæminu við ljósleiðara. Þetta er skiljanlega eitt mikilvægasta málið í hugum margra sem óttast að slíkar framkvæmdir muni áfram sitja á hakanum. Einnig bíða margir enn eftir þriggja fasa rafmagni, til dæmis íbúar við Kirkjubæjarklaustur. Þetta og ljósleiðaramálin standi allri atvinnuuppbyggingu og nýsköpun fyrir þrifum.Úr Grindavíkurhöfn.Vísir/eyþórAtvinnumál: Skerðing á aflaheimildumInnan kjördæmisins er einnig rætt um framtíð fiskveiðistjórnunarkerfisins, hvort til standi að auka veiðigjöldin, hvort aflaheimildir verði boðnar upp. Rætt er um hvaða áhrif mögulegar breytingar hafi á atvinnulíf og fasteignaverð. Veruleg skerðing hefur orðið í aflaheimildum í Þorlákshöfn á síðastliðnum árum. Þannig gerði HB Grandi kaupsamning um að kaupa aflahlutdeildir af Hafnarnesi VER í Þorlákshöfn í sumar og ætlar sér með kaupunum að tryggja afla til vinnslu á Vopnafirði. Þetta hefur skiljanlega komið illa við samfélagið í Þorlákshöfn þar sem óttast er að þrengi að mörgum, bæði fjölskyldum og atvinnulífi.Sveitastjórnarmál: Fé frá ríkinu fylgi verkefnumÁ Reykjanesi er mikið rætt um nauðsyn þess að ná lausn varðandi bága fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar. Staða þessa langstærsta sveitarfélags á Reykjanesi hefur áhrif á Suðurnesin öll og er kallað eftir að sveitarfélaginu verði gert kleift að koma sér út úr þessum vanda með raunhæfum lausnum. Það kalli á aðkomu ríkisvaldsins. Sveitastjórnarmenn í kjördæminu segja mikilvægt að tryggja aukið fé frá ríkinu til sveitarfélaga til að þau geti sinnt þeim málaflokkum sem eru á borði þeirra, svo sem málefni fatlaðra. Bent er á að sífellt fleiri mál séu á gráu svæði milli ríkis og sveitarfélaga sem sveitarfélögin sinni svo af „góðmennsku sinni“ ef svo mætti að orði komast. Þetta kunna til að mynda að vera atriði sem varða börn sem eiga við hegðunarraskanir að stríða - vandamál á geðsviðinu - sem ríkið á að sinna en eru sögð ekki gera nægilega vel sem leiði til að sveitarfélögin grípi inn í.Mikilvægt er fyrir íbúa á Suðurnesjum að lausn fáist varðandi fjármál Reykjanesbæjar.Vísir/GVAHúsnæðismál: Eftirspurn eftir húsnæðislausnumÞensla ríkir í þjóðfélaginu og hefur nú orðið alger viðsnúningur á síðustu árum. Það er mannaflaþörf, eftirspurn eftir vinnuafli og þar af leiðandi víða eftirspurn eftir húsnæðislausnum, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu heldur einnig í Suðurkjördæmi. Skortur er á húsnæði á mörgum stöðum en margir telja að fólk víli sér fyrir því að fara af stað. Byggingakostnaður sé hár og fólk ekki að fá það fyrir eignina sem þeir leggja í hana. Vaxtakostnaður lána sé sömuleiðis hár þannig að menn fá fjármagnið aldrei til baka við sölu.Önnur mál: Hafnarmál, Katla jarðvangur og þekkingarseturHafnarmálin eru einnig talsvert milli tannanna á fólki í Suðurkjördæmi þar sem kallað er eftir auknu fé frá ríkinu til frekari hafnaruppbygginga. Á Reykjanesinu er sérstaklega rætt um að ríkið verði að koma að uppbyggingu í Helguvík. Framkvæmdir þar verði að klárast sem fyrst. Einhverjir vilja halda áfram byggingu virkjana í kjördæminu og vilja sjá Hvammsvirkjun verða að veruleika. Innan ákveðinna sveitarfélaga er kallað eftir að þau fái „sanngjarnan skerf“ af þeim fjármunum sem sú orka sem framleidd sé innan viðkomandi sveitarfélaga skilar. Sveitarfélögin séu kannski ekki öll með útgerð, en með orkuna, og vilja því að hún skilji eitthvað eftir. Þá er bent á að sveitarfélög í kjördæminu hafi misst mikla peninga þegar lokað var á IPA-styrki Evrópusambandsins í upphafi kjörtímabilsins, sem ætlaðir voru til uppbyggingar Kötlu jarðvangs, eða Katla Geopark. Er gengið eftir að ríkið styrki verkefni sem þetta. Á meðal annarra verkefna sem nefnd voru í samtölum fréttastofu við fólk í kjördæminu, er að þekkingasetur, tengt uppbyggingu gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri, verði að veruleika líkt og upphaflega var lagt upp með.KjördæmiðKjördæmið er víðfeðmt og nær frá Vogum á Reykjanesi og að Hornafirði í austri. Stærstu þéttbýlissvæðin í kjördæminu eru Vogar, Reykjanesbær, Garður, Sandgerði, Grindavík, Þorlákshöfn, Hveragerði, Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri, Laugarvatn, Flúðir, Vestmannaeyjar, Hella, Hvolsvöllur, Vík, Kirkjubæjarklaustur og Höfn. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá er fjöldi kjósenda fyrir kosningarnar 35.458, eða rúmlega fjórtán prósent kjósenda á landinu öllu. Frestur til að skila inn framboðum til yfirkjörstjórnar rennur út þann 14. október og verður þá endanlega ljóst hvaða flokkar bjóða fram í kjördæminu. Kjörsóknin í kjördæminu mældist 81,9 prósent árið 2013, eða rétt yfir landsmeðaltali. Í Suðurkjördæmi voru 3.364 atkvæði á bakvið hvern þingmann í kosningunum 2013, en til samanburðar voru 4.856 atkvæði á bakvið hvern þingmann í Suðvesturkjördæmi og 2.665 atkvæði í Norðvesturkjördæmi.Kjördæmapot Vísis er hluti af kosningaumfjöllun miðilsins en rýnt verður í önnur kjördæmi í vikunni. Við vinnslu úttektarinnar var haft samband við fjölda fólks víðs vegar um kjördæmið til að draga upp heildstæða mynd af þeim málum sem helst brenna á fólki í kjördæminu. Í samtölum við viðmælendur var tekið fram að nöfn þeirra yrðu ekki gefin upp.
Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á kjósendum í Reykjavík Sprungið gatnakerfi, vanræktar almenningssamgöngur og fjársvelt heilbrigðiskerfi virðast vera þau málefni sem brenna hvað heitast á íbúum Reykjavíkur. 4. október 2016 10:15
Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á fólki í Norðvesturkjördæmi Vesturlandsvegurinn, fiskeldi, uppboðsleiðin og byggðamál. 3. október 2016 10:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent