Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Ekki markmiðið að fjölga ferðamönnum heldur hámarka arðsemi þeirra

„Við þurfum að passa svolítið hvernig við tölum um ferðaþjónustuna. Fólk talar stundum á svolítið óvæginn hátt um ferðaþjónustuna, og ég er alveg ekki viss um að það sé henni eða okkur til tekna að tala um að Ísland sé uppselt eða að þurfi að loka landinu eða að við séum að drukkna í ferðamönnum,“ segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu.

Innlent
Fréttamynd

Ekki út­séð með á­hrif verk­falla á hótelin

Þrátt fyrir að starfsemi hótela sem verkföll Eflingar hafa beinst að sé nú komin á skrið gætir áhrifa þeirra enn. Framkvæmdastjóri Berjaya-hótela segir mest um vert að geta opnað fyrir bókanir að nýju, en lokað var fyrir þær þegar ljóst varð að stefndi í verkfall.

Innlent
Fréttamynd

Munu fljúga þrisvar í viku til Köben

Niceair mun fljúga þrisvar á viku frá Akureyrarflugvelli til Kaupmannahafnar frá og með byrjun júní. Flugfélagið hefur flogið tvisvar í viku til dönsku höfuðborgarinnar, á fimmtudögum og sunnudögum, en mun nú einnig fljúga á þriðjudögum í sumar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spennufíklar geri sig klára fyrir sviflínurnar úr Kömbunum

Spennufíklar geta nú látið sig fara að hlakka til því nú styttist óðum í að hægt verði að renna sér í tveimur sviflínum úr kömbum niður að þjónustuhúsinu Reykjadal við Hveragerði. Á næsta ári verðu svo opnuð sleðabraut á sömu leið.

Innlent
Fréttamynd

Skoða að byggja göngu­brú yfir Hvít­ár­gljúfur við Gull­foss

Landeigendur jarðar austan megin við Gullfoss skoða nú ásamt öðrum að byggja göngubrú yfir Hvítárgljúfur við Gullfoss. Með brúnni væri hægt að koma í veg fyrir að ráðast þurfi í dýrar framkvæmdir við að byggja upp aðstöðu austan megin en ferðamönnum sem kjósa að fara þeim megin fer fjölgandi með hverju ári. 

Innlent
Fréttamynd

Telur tjónið nú þegar nema hundruð milljónum króna

Ferðamálastjóri telur að útvega þurfi nokkur hundruð ferðamönnum nýja gistingu því hótel hafi eða séu að loka vegna verkfalla Eflingarfélaga. Ferðaþjónustan hafi þegar orðið af hundruðum milljóna króna. Neyðarnúmer hefur verið virkjað. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins væntir þess að félagsmenn SA munu samþykkja boðað verkbann en atkvæðagreiðslu um það lýkur í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sameinaðar á Íslandi eftir tveggja ára aðskilnað

Tvær konur, önnur frá Bandaríkjunum og hin frá Bretlandi, hittust í Þýskalandi árið 2019 og urðu yfir sig ástfangnar. Ferðatakmarkanir vegna kórónuveirunnar settu hins vegar stórt strik í reikninginn og komu í veg fyrir að þær gátu hist. Eftir tæpan tveggja ára aðskilnað voru þær loksins sameinaðar á ný, á Íslandi.

Lífið
Fréttamynd

Verkfallsaðgerðum frestað

Verkfallsaðgerðum Eflingar hjá starfsmönnum Íslandshótela, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingu hefur verið frestað á meðan samningaviðræður Eflingar og SA halda áfram. Fulltrúar beggja aðila hafa fundað í húsnæði ríkissáttasemjara í kvöld og tókst að finna flöt til að halda viðræðunum gangandi.

Innlent
Fréttamynd

Segir leið­sögu­mönnum að láta dæluna ganga

Dagsferðir frá höfuðborginni verða fyrstar til að falla vegna verkfallsaðgerða segir rekstrarstjóri ferðaþjónustufyrirtækis. Allir leiðsögumenn hafa verið beðnir um að fylla á tankinn eins oft og þeir mögulega geta. 

Innlent
Fréttamynd

Trúir því ekki að verk­fallið dragist á langinn

Forstjóri Icelandair segist ekki hafa trú á því að verkfall olíuflutningabílstjóra dragist á langinn. Þetta sagði hann ítrekað í viðtali við fréttastofu nú síðdegis. Að óbreyttu hefst ótímabundið verkfall olíuflutningabílstjóra í Eflingu klukkan tólf á hádegi á morgun. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Upp­gjör Icel­and­a­ir bend­ir til að „flug­ið er kom­ið til baka“

Rekstur Icelandair á árinu 2022 var ótrúlegur þegar litið er til hversu mikið farþegum flugfélagsins fjölgaði á milli ára og hvernig til tókst að „skala upp reksturinn“ til að mæta aukinni á eftirspurn, segir hlutabréfagreinandi IFS. Erlendir hluthafar eiga samanlagt 26 prósenta hlut í Icelandair, að sögn forstjóra Icelandair.

Innherji
Fréttamynd

Ferða­mennska allt árið um kring

Íslensk ferðaþjónusta er að öllu leyti á mjög spennandi stað í dag. Greinin er í hröðum vexti og fyrirtækin eru að stækka og styrkja tengsl sín við innlenda og erlenda samstarfsaðila. Sá styrkur sem greinin býr yfir sést ekki síst í því hvað hún var fljót að ná vopnum sínum eftir Covid faraldurinn. 

Skoðun
Fréttamynd

Skoða að setja upp sleða­braut niður Kambana

Fyrirtækið Kambagil ehf. hefur óskað eftir því að hefja viðræður við Hveragerðisbæ um uppsetningu á sleðabraut (e. Alpine Coaster) niður Kambana. Bæjarráð tók vel í erindið og fól bæjarstjóra að vinna málið frekar. 

Innlent