Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Rima apótek er ódýrasta apótekið í nýjum samanburði verðlagseftirlits ASÍ. Til skoðunar voru aðrar vörur en lyf, þær vörur sem finna má frammi í versluninni. Borgar apótek og Lyfjabúrið höfnuðu þátttöku, en á grundvelli þeirra gagna sem þar var aflað eru þau annað og þriðja dýrasta apótek landsins. Dæmi eru um að vörur kosti sex sinnum meira í apóteki en í stóru matvöruverslununum. Neytendur 7.4.2025 12:41
Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Karlmaður hefur verið dæmdur til að greiða eftirstöðvar kaupverðs Apple-úrs, sem hann keypti á raðgreiðslum af Símanum aðfaranótt fimmtudags í desember árið 2023. Maðurinn kvaðst ekkert kannast við að hafa keypt úrið og hafa greitt af láninu fyrir misskilning. Maðurinn situr uppi með rúma milljón króna í málskostnað. Neytendur 7.4.2025 11:40
Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendastofa hefur sektað Sif Verslun ehf, rekstraraðila netverslunarinnar sifverslun.is, um 100 þúsund króna vegna rangra fullyrðinga um virkni svokallaðra NatPat-plástra sem félagið selur. Neytendur 7.4.2025 10:19
Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur 4.4.2025 10:27
Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Verslunarstjóri Melabúðarinnar segir verðsamanburð án tillits til gæða, þjónustu og vöruvals draga upp skakka mynd og ekki taka tillit til sérstöðu sérverslana eins og Melabúðarinnar í samkeppni við stórar verslanakeðjur. Því sé óskiljanlegt að starfsfólk ASÍ hnýti í verslunina frekar en þá sem öllu ráða á dagvörumarkaði. Neytendur 19.3.2025 13:43
Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Melabúðin hefur hafnað þátttöku í verðlagseftirliti Alþýðusambandsins. Áður en sú afstaða varð ljós hafði verðtaka verið framkvæmd, síðast í janúar síðastliðnum, en samkvæmt þeirri athugun var Melabúðin 43 prósentum dýrari en Bónus að meðaltali, þegar tæplega 700 vörur voru skoðaðar. Neytendur 19.3.2025 09:47
Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Mikil örtröð hefur verið í Bónus í Naustahverfi á Akureyri í dag, þar sem boðið var upp á 30 prósent afslátt á öllum vörum í eins konar rýmingarsölu vegna fyrirhugaðra breytinga. Neytendur 18.3.2025 18:53
Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Fanney B. Pétursdóttir, þjónustustjóri hjá Póstinum, segir marga viðskiptavini hafa samband við þjónustuver Póstsins á degi hverjum vegna falsaðra skilaboða sem hafa borist þeim. Neytendur 14.3.2025 23:09
Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna varar fólk við svokölluðum sýndarverslunum sem spretta up eins og gorkúlur á internetinu. Neytendur 13.3.2025 22:08
Verð enn lægst í Prís Verðlag á dagvöru hækkaði um 0,7 prósent í febrúar frá fyrri mánuði samkvæmt dagvöruvísitölu ASÍ. Verðlag hefur hækkað í Bónus um 1,8 prósent frá desember, og verð mælist sem fyrr lægst í Prís. Neytendur 12.3.2025 13:30
Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Forseti Landssambands íslenskra stúdenta segir skjóta skökku við að tugir milljarða hafi setið inni á bankabók Menntasjóðs á sama tíma og stúdentar borgi himinháa vexti af námslánum. Breytingar á lögum um Mennntasjóð séu skref í rétta átt en margt þurfi að gera svo hann þjóni tilgangi sínum sem félagslegur jöfnunarsjóður. Neytendur 6.3.2025 21:02
Varað við svörtum eldhúsáhöldum Endurvinnsla á raftækjum er möguleg orsök þess að eldtefjandi efni finnist í plasti sem notað er í meðhöndlun og varðveislu á matvælum. Neytendur 6.3.2025 14:45
IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós IKEA hefur innkallað útiljósaseríur og útiljós úr ákveðnum vörulínum þar sem rafmagnstengill stenst ekki öryggiskröfur. Vörurnar eru sagðar geta leitt til rafstuðs. Neytendur 5.3.2025 09:58
Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendastofa hefur sektað þrjú fyrirtæki vegna auglýsinga fyrirtækjanna á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur. Fyrirtækin eru Samkaup, Zolo og dætur og Skýjaborgir. Fyrstu tvö voru sektuð um 300 þúsund krónur en Skýjaborgir um 200 þúsund. Öllum fyrirtækjunum hefur verið bannað að auglýsa sig með þeim hætti sem fjallað er um í ákvörðununum. Neytendur 4.3.2025 11:32
Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Matvælaframleiðslufyrirtækið Katla hefur ákveðið að innkalla framleiðslulotu af baunasúpugrunni vegna rofs á hitastýringu í dreifikerfi. Ætla má að baunasúpugrunnur hafi verið á leið í potta fjölda landsmanna, enda er sjálfur sprengidagurinn í dag. Neytendur 4.3.2025 11:21
Rukkað því fólk hékk í rennunni Isavia mun rukka þá sem staldra við lengur en fimm mínútur í rennunni, á komusvæðinu við Keflavíkurflugvöll. Samskiptastjóri ISAVIA segir að fólk hafi lagt bílnum þar í allt að tuttugu mínútur, sem sé óásættanlegt. Neytendur 3.3.2025 11:31
Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Ákveðið hefur verið að rukka í hina svokölluðu „rennu“ á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia, en gjaldskyldan mun hefjast 4. mars næstkomandi, en það mun vera frítt að fara í gegnum hana taki það mann fimm mínútur eða minna. Neytendur 27.2.2025 14:42
Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Félag atvinnurekenda heldur fund með yfirskriftina: „Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði?“ klukkan þrjú í dag á Grand hóteli í Reykjavík. Neytendur 27.2.2025 14:02
Norskir komast í Víking gylltan Íslenskur andi mun svífa yfir vötnum vínbúðanna í Noregi frá og með 6. mars þegar Víking gylltur verður fáanlegur í 191 verslun Vinmonopolet þar í landi. Bjórinn hafnaði í fyrsta sæti í útboði vínboðanna ytra á dögunum. Neytendur 27.2.2025 07:03
Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Einfalda þarf regluverk til að geta breytt atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði og setja kvaðir á nýtingu íbúðarhúsnæðis til skammtímaleigu. Auka þarf framboð íbúða verulega og endurskoða byggingarreglugerð. Neytendur 25.2.2025 10:01
E. coli í frönskum osti Ein framleiðslulota af franska blámygluostinum Morbier Tradition Émotion hefur verið innkölluð vegna gruns um að í henni sé að finna E. coli bakteríuna. Neytendur 24.2.2025 11:55
Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Fjölmiðlanefnd hefur slegið á fingur Árvakurs, fjölmiðlaveitu Morgunblaðsins og tengdra miðla, fyrir að birta áfengisauglýsingu á Mbl.is. Um var að ræða lítið merki bjórsins Tuborg Guld á auglýsingu fyrir tónleika Skálmaldar, sem starfsmaður Árvakurs hafði ekki séð. Fjölmiðlanefnd ákvað að beita ekki sektarheimild í málinu. Neytendur 24.2.2025 11:08
Stytta skammarkrókinn til muna Forsvarsmenn World Class hafa stytt skráningarbann í hóptíma í líkamsræktarstöðvum fyrirtækisins verulega. Bannið nær nú til þriggja daga en var áður átta dagar. Neytendur 24.2.2025 10:48
Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Kona sem fór í fegrunaraðgerð til að losna við svokallaðan „fýlusvip“ en sá ekki mun á andliti sínu eftir aðgerðina fær ekki endurgreitt. Þetta er niðurstaða Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Neytendur 22.2.2025 11:51
Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Farþegi um borð í Airbus-flugvél Icelandair, sem gat ekki lent í Osló vegna þoku og endaði í Stokkhólmi í morgun, er ekki sáttur með vinnubrögð flugfélagsins. Litlar upplýsingar hafi fengist frá félaginu, farþegar séu settir í óþægilega stöðu og verði bæði af peningum og tíma. Neytendur 21.2.2025 21:53