Neitað um gistingu vegna Covid og fékk endurgreitt Hóteli hefur verið gert að endurgreiða ferðamanni rúmar 340 evrur vegna gistingar. Hótelið neitaði manninum um gistingu vegna þess að hann var smitaður af kórónuveirunni. Á þeim tímapunkti hafði öllum sóttavarnaraðgerðum verið aflétt. Innlent 22. október 2022 12:54
Farþegatekjur Icelandair 54 milljarðar og aldrei verið meiri á einum fjórðungi Icelandair skilaði rekstrarhagnaði (EBIT) upp á 92,7 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 12,3 milljarða króna, á þriðja ársfjórðungi og jókst hann um 11,2 milljarða frá sama tímabili í fyrra. Forstjóri flugfélagsins segir að með því að skila svo góðu uppgjöri á þessum tímapunkti á grundvelli sterkrar tekjumyndunar sýni „augljóslega að viðskiptalíkan félagsins sé að sanna gildi sitt.“ Innherji 20. október 2022 16:21
Telja fjölda ferðamanna ná nýjum hæðum á næstu árum Fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsækir Ísland gæti sett nýtt met innan tveggja ára og náð tæpum þremur milljónum árið 2025. Raunhæft er talið að fjöldinn gæti náð þremur og hálfri milljón fyrir lok áratugsins. Viðskipti innlent 20. október 2022 15:39
Hættir sem ferðamálastjóri: „Langar til að klára starfsævina í ferðaþjónusturekstri“ Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri hefur ákveðið að láta af störfum sem ferðamálastjóri um áramót. Hann tilkynnti starfsfólki Ferðamálastofu um ákvörðun sína á starfsmannafundi í morgun. Viðskipti innlent 20. október 2022 11:21
Ítrekaður utanvegaakstur í Reykjanesfólkvangi Umhverfisstofnun hefur fengið ítrekaðar ábendingar eða orðið vitni að akstri bifreiða og torfærutækja utan vega við Vigdísarvallaleið og í nágrenni Kleifarvatns. Innlent 20. október 2022 10:26
Berst gegn vindmyllum við nýju sjóböðin: „Ég held að menn myndu sjá eftir þessu samstundis“ Skúli Mogensen athafnamaður opnaði lúxussjóböð í Hvammsvík í Hvalfirði í júlí og útkoman er einstök náttúruperla. En um svipað leyti og starfsemin hófst birtist matsáætlun fyrir vindmyllur ofan á fjallið hinum megin við fjörðinn, sem myndu skyggja á útsýnið í böðunum ef hugmyndirnar yrðu að veruleika. Nú berst Skúli við vindmyllur í Hvalfirði. Viðskipti innlent 20. október 2022 08:50
Bein útsending: Nýr umferðarvefur kynntur Nýr umferðarvefur Vegagerðarinnar, umferdin.is, verður kynntur á morgunfundi Vegagerðarinnar klukkan níu í dag. Nýi vefurinn er mun nútímalegri og þægilegri í notkun fyrir snjalltæki. Innlent 20. október 2022 08:30
Norræna hættir að sigla til Íslands yfir háveturinn Norræna mun hætta siglingum til Íslands yfir háveturinn frá og með næsta ári. Innlent 19. október 2022 13:12
Helgi og Helga í gervigreindarteymi Travelshift Helgi Páll Helgason hefur verið ráðinn forstöðumaður gervigreindar (e. Head of AI) hjá ferðatæknifyrirtækinu Travelshift og Helga Ingimundardóttir sem yfirmaður rannsókna á sviði gervigreindar (e. Head of AI Research). Viðskipti innlent 19. október 2022 10:27
Reykjavík Sightseeing vinnur að kaupum á starfsemi Allrahanda Móðurfélag Reykjavík Sightseeing vinnur að því að kaupa vörumerki, eignir og starfsemi rútufyrirtækisins Allrahanda sem meðal annars starfar undir merkjum Gray Line. Samkeppniseftirlitið á eftir að taka afstöðu til kaupanna. Innherji 17. október 2022 15:01
Dregur úr virkni og ferðabanni aflétt Lögreglan á Suðurlandi hefur aflétt banni sem sett var á ferðir að Kötlujökli í gær vegna jarðskjálftavirkni í Mýrdalsjökli. Dregið hefur úr virkni í dag. Innlent 17. október 2022 14:54
Stokkað upp í stjórn Berjaya Iceland Hotels og Tryggvi Þór hættir Ráðist hefur verið breytingar á stjórn hótelkeðjunnar Berjaya Iceland Hotels, sem áður hét Icelandair Hotels, og Tryggvi Þór Herbertsson, stjórnarformaður félagsins í meira en tvö ár, er farinn úr stjórninni. Nýr stjórnarformaður fyrirtækisins er dóttir malasíska auðjöfursins Vincent Tan og þá hefur annar Íslendingur verið fenginn inn í stjórnina í stað Tryggva Þórs. Innherji 13. október 2022 17:31
Erlend kortavelta aldrei verið meiri í septembermánuði Velta erlendra greiðslukorta hér á landi í septembermánuði hefur aldrei verið hærri en í ár. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum frá Seðlabankans um greiðslumiðlun sem birtar voru í dag. Velta erlendra greiðslukorta hér á landi var tæplega 27,7 milljarðar króna í mánuðinum. Innherji 13. október 2022 13:54
Haganesvík langt frá því að vera eitthvert Disneyland Líf hefur færst á ný í eyðiþorpið Haganesvík í Fljótum. Bandaríska lúxushótelið að Deplum breytti gömlu verslunarhúsi í hljóðupptökuver og gömlu sláturhúsi í íþróttasal - allt fyrir efnaða ferðamenn til að stytta sér stundir. Innlent 12. október 2022 22:22
Viltu segja nafnið á eldfjallinu sem gaus 2010? Þessari spurningu er ég oft beðin að svara í starfi mínu sem landvörður. Og ýmsum fleiri spurningum sem snúa að framburði íslenskunnar, orðum í málinu og nafnavenjum svo eitthvað sé nefnt. Skoðun 12. október 2022 12:00
Enn til skoðunar að skrá Íslandshótel í Kauphöll Það er enn til skoðunar að skrá Íslandshótel, stærstu hótelkeðju landsins, í Kauphöllina, þrátt fyrir að miklar lækkanir á hlutabréfamörkuðum. Þetta segir Davíð T. Ólafsson, forstjóri samstæðunnar, aðspurður í samtali við Innherja. „Það hefur ekki breyst.“ Innherji 10. október 2022 16:00
Icelandair og ISAVIA leggjast gegn álagningu varaflugvallagjalds Ef íslenskir flugrekendur sem gera út frá Keflavíkurflugvelli þurfa að sæta gjaldtöku vegna uppbyggingar varaflugvalla dregur úr samkeppnishæfni íslenskra flugfélaga sem bjóða upp á flug yfir Atlantshafið. Innherji 10. október 2022 14:22
Eiginkonu Íslendings synjað um vegabréfsáritun vegna dularfulls korts Landsréttur hefur staðfest úrskurði Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála sem synjuðu konu frá Kína um vegabréfsáritun, þar sem heimahérað konunnar er flokkað sem áhættusvæði hvað varðar möguleikann á því að íbúar yfirgefi ekki Schengen-svæðið innan tímamarka. Innlent 10. október 2022 07:41
Keyrði í fyrsta sinn í snjókomu í gær Paul Dao, bandarískur ferðamaður sem nú er staddur á Akureyri, hafði aldrei nokkurn tímann keyrt í snjókomu fyrr en í gær. Nú vinnur hann að því að endurskipuleggja dvöl sína á landinu en hann er veðurtepptur fyrir norðan. Innlent 9. október 2022 18:12
Áform um skandinavískt sjávarþorp á Kársnesi Fyrirtækið sem stendur á bak við Sky Lagoon vill byggja skandinavískt sjávarþorp við strönd Kársnessins. Aðeins eitt púsl vantar og heldur Kópavogsbær því hjá sér þar til deiliskipulagsvinnu er lokið. Viðskipti innlent 9. október 2022 07:01
Fékk íslenskt nafn og ævintýralega fæðingarsögu Frönsk kona sem hefur setið föst á Íslandi í tvo mánuði eftir að hafa misst vatnið óvænt í ferðalagi fæddi fyrirbura á Landspítalanum í síðustu viku. Hún hefur nú gefið honum íslenskt millinafn og er staðráðin í að sýna honum Ísland einn daginn. Innlent 7. október 2022 23:00
Íslendingar í útlöndum sem aldrei fyrr í september Brottfarir Íslendinga um Keflavíkurflugvöll í síðasta mánuði slóu met fyrir septembermánuð. Frá áramótum hafa 1,3 milljónir erlenda farið frá Íslandi. Innlent 7. október 2022 11:17
Ætla að „fela“ 120 herbergja hótel við Skógarböðin Eigendur Skógarbaðanna í Eyjafjarðarsveit stefna á að byggja 120 herbergja hótel við böðin. Hönnun hótelsins verður eins og baðanna þannig að það mun falla inn í umhverfið. Viðskipti innlent 3. október 2022 21:52
Segir FÍ hafa leyft fararstjórum að starfa þrátt fyrir ásakanir um áreitni Fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands segir að stjórn þess hafi leyft fararstjórum að starfa áfram þrátt fyrir ásakanir um áreitni. Ekki hafi verið tekið á öllum málum sem tengdust kynferðislegri áreitni eða ofbeldi innan félagsins í samræmi við reglur, þvert á yfirlýsingar nýs forseta. Innlent 29. september 2022 10:29
Gríðarlegt eignatjón, einhverjir virtu lokanir að vettugi Bílaleigur sitja uppi með gríðarlegt tjón eftir óveðrið á sunnudag. Hjá einni þeirra skemmdust hátt í þrjátíu bílar. Vegagerðin hefði mátt loka vegum fyrr og manna lokanir að sögn upplýsingafulltrúa. Verið er að skoða að setja upp fleiri lokunarhlið. Innlent 28. september 2022 20:01
Sigrún segir ástandið innan FÍ í tíð Önnu Dóru hafa verið orðið óbærilegt Sigrún Valbergsdóttir, nýr forseti Ferðafélags Íslands, hefur sent frá sér tilkynningu sem hún stílar á félaga í FÍ. Þar kemur meðal annars fram að vegna ólýðræðislegra vinnubragða Önnu Dóru Sæþórsdóttur hafi öll stjórnun verið komin í óefni. Innlent 28. september 2022 13:45
Viðskiptavinir geti setið uppi með hundruð þúsunda króna reikning Bílaleigur landsins standa uppi með gríðarlegt tjón eftir fárviðri helgarinnar en margir bílar eru óökufærir. Bæði bílaleigurnar og viðskiptavinir bera kostnaðinn að sögn forstjóra Bílaleigu Akureyrar en hann getur numið nokkrum milljónum króna. Þar af gætu óheppnir ferðamenn þurft að greiða hundruð þúsunda. Innlent 28. september 2022 12:03
Tugir segja sig úr Ferðafélaginu á „ákaflega sorglegum degi“ Stjórn Ferðafélags Íslands hafnar alfarið ásökunum fráfarandi forseta félagsins, sem sakar stjórnina meðal annars um að hafa þaggað niður kynferðisofbeldismál. Varaforseti segir vantraustsyfirlýsingu gegn forsetanum hafa verið í undirbúningi. 61 hefur sagt sig úr Ferðafélaginu vegna málsins í dag. Innlent 27. september 2022 19:31
Tómas vísar ásökunum Önnu Dóru á bug og segir öllu á haus snúið Tómas Guðbjartsson, læknir og útivistarmaður, stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann mótmælir harðlega því sem hann vill meina að séu alvarlegar ásakanir í sinn garð af hálfu fráfarandi forseta FÍ; Önnu Dóru Sæþórsdóttur. Innlent 27. september 2022 13:23
Stjórn FÍ vísar á bug ásökunum og lýsingum forsetans Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum og furðu með hvernig Anna Dóra Sæþórsdóttir, fráfarandi forseti félagsins, lýsir viðskilnaði sínum við félagið. Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni. Innlent 27. september 2022 12:07