Formúla 1

Formúla 1

Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.

Fréttamynd

Mótum fjölgar á næsta ári

Í dag var ákveðið að fjölga mótum á keppnistímabilinu í Formúlu 1 úr 17 í 18 og útlit er fyrir að San Marino-kappaksturinn á Imola muni halda áfram eftir allt. Þetta var ákveðið á fundi í París í dag, þar sem Alþjóða akstursíþróttasambandið og fulltrúar bílaframleiðenda og keppnisliðanna komu saman.

Formúla 1
Fréttamynd

Schumacher launahæstur þrátt fyrir að vera hættur

Umboðsmaður þýska ökuþórsins Michael Schumacher fullyrðir í samtali við þýska blaðið Bild, að Schumacher muni hala inn meiri tekjur en helstu keppinautar hans Kimi Raikkönen og Fernando Alonso á næsta ári - þó hann setjist aldrei upp í bíl.

Formúla 1
Fréttamynd

Ferrari hafði ekkert með ákvörðun mína að gera

Michael Schumacher blæs á sögusagnir sem hafa verið í gangi í dag um að forráðamenn Ferrari hafi þröngvað honum út í að hætta keppni í lok tímabils. Schumacher segir þvert á móti að Ferrari hafi veitt sér góðan stuðning alla tíð.

Formúla 1
Fréttamynd

Lætur Schumacher heyra það

Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá Renault segir að Michael Schumacher hjá Ferrari sé óíþróttamannslegasti ökuþór í sögu Formúlu eitt og hlakkar til að losna við hann úr keppni á næsta ári eftir að Þjóðverjinn tilkynnti að hann ætlaði að hætta eftir yfirstandandi keppnistímabil.

Formúla 1
Fréttamynd

Raikkönen tekur við af Schumacher

Það verður Finninn Kimi Raikkönen sem mun taka sæti Michael Schumacher sem ökumaður Ferrari á næsta keppnistímabili í formúlu 1. Þetta tilkynnti stjórn Ferrari eftir Ítalíu-kappaksturinn í dag en áður hafði Schumacher greint frá því að hann hyggðist draga sig í hlé eftir tímabilið.

Formúla 1
Fréttamynd

Schumacher ætlar að hætta eftir tímabilið

Þýski ökuþórinn Michael Schumacher var rétt í þessum að tilkynna á dramatískum blaðamannafundi eftir Ítalíukappaksturinn að hann hafi ákveðið að þetta verði síðasta tímabilið á hans ferli. Þrjú mót eru eftir á keppnistímabilinu og eftir þau er Schumacher hættur.

Formúla 1
Fréttamynd

Schumacher sigraði

Aðeins tveimur stigum munar á Fernando Alonso og Michael Schumacher í stigakeppni ökumanna í formúlu 1 eftir að sá þýski sigraði í Ítalíu-kappakstrinum sem var að ljúka rétt í þessu. Alonso féll úr leik þegar 10 hringir voru eftir og fer því stigalaus frá Monza.

Formúla 1
Fréttamynd

Alonso fallinn úr keppni

Heimsmeistarinn Fernando Alonso var rétt í þessu að falla úr leik í Ítalíu-kappakstrinum. Vélin í bíl Alonso nánast hvellsprakk en þetta er í fyrsta skipti í hjartnær tvö ár sem vél Renault klikkar.

Formúla 1
Fréttamynd

Þetta er ekki íþrótt

Ökuþórinn Fernando Alonso, sem ekur fyrir Renault í formúlu 1, er æfur eftir að hafa verið refsað fyrir að hindra Felipe Massa í tímatökunum fyrir Ítalíu-kappaksturinn í gær, að því er yfirmenn formúlunnar segja að hafi verið vísvitandi. Alrangt, segir Alonso.

Formúla 1
Fréttamynd

Raikkönen á ráspól

Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen verður á ráspól í Ítalíu-kappakstrinum í formúlu 1 sem fram fer á morgun. Raikkönen var fyrstur í tímatökum sem var að ljúka rétt í þessu, aðeins 0,002 sekúndum fljótari en Michael Schumacher sem kom næstur.

Formúla 1
Fréttamynd

Raikkönen fer til Ferrari

Flavio Briatore segist vera búinn að gefast upp á að reyna að fá finnska ökuþórinn Kimi Raikkönen til Renault-liðsins, því hann sé þegar búinn að gera munnlegt samkomulag um að ganga í raðir Ferrari og segir að þar verði hann eftirmaður Michael Schumacher á næsta tímabili því Þjóðverjinn muni tilkynna að hann sé hættur um helgina.

Formúla 1
Fréttamynd

Schumacher fljótastur á æfingum

Michael Schumacher hafði í dag gríðarlega yfirburði aðalökuþóra á æfingum fyrir Ítalíukappaksturinn sem fram fer á Monza brautinni á sunnudag, en hann var með 1,7 sekúndum betri tíma en keppinautur sinn Fernando Alonso. Ferrari bílarnir komu mjög vel út úr æfingunum í dag og því er ljóst að þeir verða illsigraðir á heimavelli sínum um helgina ef að líkum lætur.

Formúla 1
Fréttamynd

Schumacher verður með fulla einbeitingu

Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá Renault segir að Michael Schumacher verði með 100% einbeitingu í Ítalíukappakstrinum á Monza á sunnudaginn, þó tilkynnt verði eftir keppnina hverjir ökumenn Ferrari verði á næsta keppnistímabili - en þá kemur formlega í ljós hvort hinn sigursæli Þjóðverji leggur stýrið á hilluna eða heldur áfram að keppa á næsta tímabili.

Formúla 1
Fréttamynd

Kovalainen leysir Alonso af hólmi

Keppnislið Renault í Formúlu 1 tilkynnti í dag að finnski ökuþórinn Heikki Kovalainen muni leysa Spánverjann Fernando Alonso af hólmi sem aðalökumaður liðsins á næsta keppnistímabili þegar heimsmeistarinn gengur í raðir McLaren. Giancarlo Fisichella verður áfram ökumaður hjá liðinu, en hann framlengdi samning sinn um eitt ár á dögunum.

Formúla 1
Fréttamynd

Raikkönnen klár í slaginn

Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen hjá McLaren hefur nú gefið það út að hann sé við hestaheilsu og búinn að jafna sig af bakmeiðslum sem höfðu verið að angra hann síðan hann lenti í óhappi í Tyrklandskappakstrinum á dögunum. Raikkönen segist í toppstandi og tilbúinn í Ítalíukappaksturinn á Monza um næstu helgi.

Formúla 1
Fréttamynd

Aðeins eitt takmark á Monza

Heimsmeistarinn Fernando Alonso segir að Renault-liðið sé aðeins með eitt takmark fyrir Ítalíukappaksturinn um næstu helgi og það sé að koma í mark á undan heimamönnum í Ferrari.

Formúla 1
Fréttamynd

Keppnum fækkar 2007

Landslagið í Formúlu 1 verður nokkuð breytt á næsta keppnistímabili eftir að ljóst varð að ekki verður keppt í San Marino og þá hefur Evrópukappaksturinn verið strikaður út af sakramentinu. Á móti kemur að staðfest hefur verið að keppni á Spa brautinni í Belgíu verður endurvakin eftir eins árs hlé, þar sem endurbætur voru gerðar á gömlu brautinni.

Formúla 1
Fréttamynd

Orðrómur á kreiki um drykkjuskap Raikkönen

Síðustu daga hefur þrálátur orðrómur verið á kreiki á vefsíðum sem tengjast Formúlu 1 að finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen hafi verið tekinn fyrir ölvunarakstur eftir kappaksturinn í Ungverjalandi á dögunum. Raikkönen var sagður hafa týnt peningaveski sínum með nokkrum fjármunum, ökuskírteini sínu og vegabréfi, en sumir vilja meina að lögreglan hafi tekið það af honum eftir að hann var handtekinn.

Formúla 1
Fréttamynd

Alonso ætlar að auka forskot sitt

Heimsmeistarinn Fernando Alonso segist bjartsýnn á að geta aukið forskot sitt í keppni ökuþóra til heimsmeistara um næstu helgi þegar Tyrklandskappaksturinn fer fram. Alonso er telur möguleika Renault góða þar í landi og segir liðið komið á beinu brautina á ný eftir lægð í keppninni í Þýskalandi um daginn.

Formúla 1
Fréttamynd

Villenueve ræðst hart að Schumacher

Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlu 1, Kanadamaðurinn Jacques Villenueve, er harðorður í garð Michael Schumacher hjá Ferrari og kallar hann lygara og bragðaref sem aldrei muni ná að festa sig í sessi sem goðsögn í íþróttinni vegna þessa.

Formúla 1
Fréttamynd

Samningar í höfn við Indanapolis

Nú er ljóst að Formúla 1 verður áfram í boði í Bandaríkjunum, í það minnsta í eitt ár í viðbót, eftir að forráðamenn Indianapolis-kappakstursins náðu samkomulagi við Bernie Ecclestone um mótshald þar á næsta ári.

Formúla 1
Fréttamynd

Schumacher þénar sem aldrei fyrr

Þó þýski ökuþórinn Michael Schumacher hafi oft verið í betri málum á kappakstursbrautinni virðist hann enn halda góðum dampi hvað varðar tekjur. Schumacher tekur gott stökk á lista tekjuhæsta fólks úr röðum skemmtikrafta og íþróttamanna á nýútkomnum lista Forbes.

Formúla 1
Fréttamynd

Montoya leiddist hjá McLaren

Juan Pablo Montoya segir í viðtali við dagblað í heimalandi sínu Kolumbíu að ástæðan fyrir því að hann ákvað að hætta í Formúlu 1 og snúa sér að Nascar hafi verið sú að honum hafi verið farið að leiðast.

Formúla 1
Fréttamynd

Schumacher er seigur í boltanum

Michael Schumacher sést hér í góðgerðarknattspyrnuleik sem fór fram á Ferenc Puskas vellinum í Budapest í Ungverjalandi. Þar áttust við ökuþórar úr Formúlu 1 og ungverska stjörnuliðið. Fjórir dagar eru nú þangað til ungverski kappaksturinn hefst.

Formúla 1
Fréttamynd

Schumacher sigrar þýska kappaksturinn

Michael Schumacher hefur glætt vonir sínar á sigri í heildarkeppni ökuþóra, með því að vinna þýska kappaksturinn í dag á Ferrari bifreið sinni. Hann minkaði forskot Fernando Alonso niður í 11 stig. Alonso lennti í fimmta sæti á Renault.

Formúla 1
Fréttamynd

Räikkönen á ráspól

Finnski ökuþórinn Kimi Räikkönen hjá McLaren vann í dag ráspól í tímatökum Formúlu 1 kappakstursins sem fram fer í Hockenheim í Þýskalandi.

Formúla 1
Fréttamynd

Schumacher í stuði á heimavelli

Michael Schumacher sendi heimsmeistaranum Fernando Alonso skýr skilaboð á æfingu fyrir Þýskalandskappaksturinn í dag þegar hann náði bestum tíma allra aðalökumanna á Hockenheim brautinni á æfingum. Alonso náði fimmtánda besta tímanum.

Formúla 1
Fréttamynd

Hefur ekki áhyggjur af áhlaupi Ferrari

Heimsmeistarinn Fernando Alonso í Formúlu 1 hefur ekki áhyggjur þó Michael Schumacher og Ferrari hafi unnið tvær síðustu keppnir og eigi þá næstu á heimavelli hans, Hockenheim-brautinni í Þýskalandi.

Formúla 1