Rosberg vann æsilegan kappakstur í Bretlandi | Myndband Þjóðverjinn Nico Rosberg vann breska kappaksturinn á Silverstone í dag eftir að hafa komist af í æsilegum kappakstri. Dekkjavandræði settu stóran svip á mótið og gerðu mönnum erfitt fyrir. Formúla 1 30. júní 2013 15:53
Hamilton fremstur á heimavelli Bretinn Lewis Hamilton verður á ráspól á Silverstone-brautinni á morgun þegar Formúlu 1-kappaksturinn fer þar fram. Hamilton var mun fljótari en liðsfélagi sinn hjá Mercedes, Nico Rosberg, en sá ók heilum 0,4 sekúndum hægar um brautina en Hamilton. Formúla 1 29. júní 2013 13:19
Mark Webber hættir í Formúlu 1 Ástralinn Mark Webber hefur nú tilkynnt að hann muni hverfa frá Formúlu 1 í lok þessa tímabils og ganga til liðs við Porsche sem ætla sér stóra hluti í götubílaflokki. Formúla 1 27. júní 2013 10:15
Vettel framlengdi til 2015 Heimsmeistarinn Sebastian Vettel hefur framlengt samning sinn við Red Bull-liðið í Formúlu 1 til ársins 2015. Vettel hefur unnið þrjá heimsmeistaratitla með liðinu undanfarin þrjú ár. Formúla 1 11. júní 2013 18:25
Skelfilegt banaslys í Montreal-kappakstrinum Skelfilegt slys átti sér stað í Montreal kappakstrinum þegar starfsmaður brautarinnar lést eftir að kranabíll ók yfir hann. Sport 10. júní 2013 11:00
Enginn átti séns í Vettel Heimsmeistarinn Sebastian Vettel hafði ótrúlega yfirburði í Montréal í Kanada í dag þegar Formúlu 1 kappakstuirnn fór þar fram. Vettel ræsti af fremsta rásstað og lét forystuna aldrei af hendi. Formúla 1 9. júní 2013 19:47
Vettel stal ráspól í Kanada Heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull stal ráspólnum af Mercedes-mönnum í Kanada nú rétt í þessu þegar síðastu lota tímatökunnar þar lauk. Lewis Hamilton verður annar ár ráslínu á undan Valteri Bottas á Williams-bíl. Formúla 1 8. júní 2013 18:16
Á von á barni í september Williams-ökuþórinn Pastor Maldonado og kærasta hans Gaby eiga von á sínu fyrsta barni í september. Áhugamenn um Formúlu 1 kannast kannski við Gaby enda er hún fastagestur á öll mót og fylgist með sínum manni keppa við þá bestu í heimi. Formúla 1 8. júní 2013 16:02
Brawn: Hamilton þarf bara smá tíma Keppnistímabil Lewis Hamilton hefur ekki byrjað neitt sérstaklega vel hjá Mercedes í ár. Hann hefur jafnan klárað mótin á eftir liðsfélaga sínum Nico Rosberg og oftast verið hægari en hann í tímatökum. Formúla 1 5. júní 2013 22:00
Slow motion í Grikklandi Það er tilkomumikið að fylgjast með reyndum hæfileikamönnum stýra sérsmíðuðum og ógnarkraftmiklum bílum í gegnum beygjur. Sumir bókstaflega lifa fyrir það. Aðrir tengja ekki við það. Formúla 1 5. júní 2013 19:00
Williams verður með Mercedes-vélar 2014 Williams-liðið í Formúlu 1 verður með Mercedes-vélar á næsta ári. Þetta var staðfest í dag. Williams hefur verið drifið af Renault síðan 2012 eftir að hafa verið í vélavandræðum með Cosworth. Formúla 1 30. maí 2013 23:00
Kimi útskýrir hvernig skal vinna nakinn í heitum potti Boðskortið á snekkjuna hans Kimi Raikkönen í Mónakó virðist ekki hafa tilgreint æskilegan klæðnað því þegar félagar hans frá Finnlandi komu í heimsókn höfðu einhverjir gleymt sundskýlunni. Formúla 1 28. maí 2013 13:45
Rannsaka gróft brot á æfingareglum Keppnislið Red Bull og Ferrari í Formúlu 1 eru mjög óánægð með leynidekkjaprófanir Pirelli og Mercedes eftir kappaksturinn á Spáni. Enginn vissi að prófanirnar færu fram, ekki einu sinni FIA sem rannsakar nú hvort einhverjir hafa gerst brotlegir gegn reglum Formúlu 1. Formúla 1 26. maí 2013 22:00
Maldonado: Chilton er hættulegur Pastor Maldonado slapp með skrekkinn þegar hann gat gengið frá hörðum árekstri við vegriðið í Mónakó dag. Í kjölfar slyssins var mótið stöðvað tímabundið á meðan hægt var að gera við öryggisveggi. Formúla 1 26. maí 2013 19:00
Grosjean refsað fyrir áreksturinn Romain Grosjean, frakkinn ungi hjá Lotus, verður færður aftur um tíu sæti á ráslínu í Kanada eftir tvær vikur. Hann hlýtur þessa refsingu fyrir að hafa ekið aftan á Daniel Ricciardo á Toro Rosso í Mónakó í dag. Formúla 1 26. maí 2013 17:45
Massa sendur heim af sjúkrahúsi Felipe Massa hefur verið sendur heim af sjúkrahúsinu í Mónakó eftir að hafa verið ekið þangað til frekari skoðunar vegna slyss í kappakstrinum í dag. Formúla 1 26. maí 2013 17:04
Rosberg vann Mónakó 30 árum á eftir pabba Nico Rosberg, ökumaður Mercedes-liðsins í Formúlu 1, vann Mónakókappaksturinn í dag. Hann leiddi mótið frá fyrsta hring og hélt forystunni örugglega allt mótið. Keke Rosberg, pabbi Nico, vann mótið fyrir þrjátíu árum, árið 1983. Formúla 1 26. maí 2013 14:44
Ætlar að halda með með Bayern í kvöld Nico Rosberg, ökumaður Mercedes-liðsins í Formúlu 1, ætlar að halda með Bayern Munchen í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. Bayern mætir Borussia Dortmund á Wembley í leik um eftirsóttasta titil Evrópu. Formúla 1 25. maí 2013 16:22
Rosberg á ráspól í þriðja skiptið í röð Nico Rosberg verður fremstur á ráslínu í Mónakókappakstrinum á morgun. Hann var fljótastur umhverfis götubrautina þröngu í tímatökunum sem lauk nú rétt í þessu. Formúla 1 25. maí 2013 13:03
Prost: 2014 verður meira krefjandi fyrir ökumenn Reglubreytingar næsta árs munu skapa erfiðar og flóknar aðstæður fyrir Formúlu 1-ökumenn að mati Alain Prost, fjórfalds heimsmeistara í formúlunni. Prost var á sínum tíma kallaður "Prófessorinn“ vegna einstakrar hugsunar sinnar í bílnum. Formúla 1 24. maí 2013 21:30
Button: McLaren betri í Mónakó McLaren-ökuþórinn Jenson Button segir bíl sinn standa betur að vígi í Mónakó en á öðrum kappakstursbrautum. Ástæðan sé sú að í Mónakó er keppt á hægri götubraut. Formúla 1 24. maí 2013 19:30
Rosberg langfljótastur í Mónakó Þjóðverjinn Nico Rosberg á Mercedes var langfljótastur á æfingum fyrir kappaksturinn í Mónakó sem fram fer um helgina. Hann var einnig fljótastur í morgun. Liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð næstfljótastur. Formúla 1 23. maí 2013 14:51
McLaren verður með Honda-vélar 2015 McLaren-liðið í Formúlu 1 mun knýja bíla sína með Honda-vélum frá árinu 2015. McLaren hefur verið með Mercedes-vélar síðan 1995 og átti þýski bílaframleiðandinn hlut í liðinu þar til nýverið. Formúla 1 18. maí 2013 19:00
Loeb: Kubica getur gert betur en Raikkönen Sebastien Loeb, nífaldur heimsmeistari í rallý, segir Pólverjan Robert Kubica geta náð mun betri árangri í rallý en finnanum Kimi Raikkönen tókst. Kubica getur jafnvel barist um titilinn í heimsmeistararallinu. Formúla 1 16. maí 2013 06:15
Lotus: Ósanngjarnt að breyta dekkjum Yfirmenn Lotus-liðsins í Formúlu 1 segja það væri ósanngjarnt gagnvart þeim liðum sem hafa náð árangrí með Pirelli-dekkin að breyta gúmmíblöndunni. Pirelli íhugar að gera breytingar fyrir breska kappaksturinn vegna gagnrýni á áhrif dekkjanna. Formúla 1 15. maí 2013 06:00
McLaren hafnar ásökunum um liðsskipanir McLaren-liðið í Formúlu 1 hafnar því að Sergio Perez hafi verið beðinn um að taka því rólega í spænska kappakstrinum og berjast ekki við Jenson Button undir lokin. Ökumennirnir börðust af kappi í Barein í apríl. Formúla 1 14. maí 2013 06:00
Eigandi Red Bull segir F1 ekki snúast um keppnina lengur Dietrich Mateschitz, eigandi Red Bull-liðsins í Formúlu 1, er mjög harðorður þegar hann talar um áhrif Pirelli-dekkjanna á kappaksturinn í ár. Liðið hans hefur undanfarið þurft að sætta sig við verri úrslit en beinn hraði bílanna ætti að skila. Formúla 1 14. maí 2013 05:00
Alonso vann sannfærandi sigur á heimavelli Spánverjinn Fernando Alonso, ökumaður Ferrari-liðsins í Formúlu 1, vann sannfærandi sigur í kappakstrinum á Spáni í dag. Alonso hefur ekki unnið í Barcelona síðan árið 2006 og voru heimamenn því himinlifandi. Formúla 1 12. maí 2013 15:02
Rosberg og Hamilton fremstir á Spáni Mercedes-liðið mun ræsa báða bílana sína á fremstu tveimur rásstöðunum í spænska kappakstrinum á morgun. Nico Rosberg náð ráspól í tímatökunum og Lewis Hamilton varð annar. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel verður þriðji. Formúla 1 11. maí 2013 13:25
Engin augljós lausn hjá McLaren McLaren-liðinu gekk ekki vel á föstudagsæfingunum fyrir spánska kappaksturinn sem fram fóru í dag. Þeir Jenson Button og Sergio Perez náðu aðeins tólfta og þrettánda besta tíma á seinni æfingunni. Formúla 1 10. maí 2013 21:15