Hamilton og Button telja áhugavert mót framundan í Tyrklandi Næsta Formúlu 1 mót er um aðra helgi í Tyrklandi og sigurvegari þess móts í fyrra var Lewis Hamilton hjá McLaren. Hann vann einnig síðustu keppni þessa árs, sem var í Kína. Formúla 1 29. apríl 2011 14:31
Eigendur Formúlu 1 liðs Lotus keyptu sportbílaframleiðanda Team Lotus Enterprise, sem á Formúlu 1 liðið Lotus tilkynnti í morgun að fyrirtækið hafi keypt breska sportbílaframleiðandann Caterham Cars. Eigendur Team Lotus Enterprise eru Tony Fernandes, Kamarudin Maranun og SM Nasarudin, en Formúlu 1 lið Lotus hefur keppt í Formúlu 1 frá því í fyrra. Formúla 1 27. apríl 2011 12:39
Endurskipulag bætti gengi Mercedes Nobert Haug, einn af yfirmönnum Mercedes Formúlu 1 liðsins segir að fundur um skipulag á mótshelgum hafi breytt gangi mála í Kína á dögunum, en liðsmenn voru ekki sáttir við árangurinn í fyrstu tveimur mótum ársins. Formúla 1 26. apríl 2011 15:14
Haug hjá Mercedes hrifinn af frammistöðu nýliðans Paul di Resta Þjóðverjinn Nobert Haug, sem er yfirmaður hjá Mercedes Benz í akstursíþróttageiranum telur að frammistaða Skotans Paul di Resta í Formúlu 1 sé framúrskarandi. Di Resta ekur með Force India sem notar Mercedes vélar og hann varð meistari með Mercedes í DTM mótaröðinni í fyrra, sem er fer að mestu fram í Þýskalandi. Formúla 1 20. apríl 2011 16:56
Keppnisáætlanir mikilvægar í mótum ársins Yfirmenn McLaren og Red Bull sem áttust við um fyrsta sætið í Formúlu 1 mótinu í Sjanghæ á sunnudaginn telja að keppnisáætlanir liða verði mikilvægar í mótum ársins. McLaren sá við Red Bull í Sjanghæ á betur útfærðri keppnisáætlun. Formúla 1 19. apríl 2011 13:09
Enginn uppgjöf hjá Webber Óhætt er að segja að Mark Webber hafi sýnt framúrskarandi hæfileika í Formúlu 1 mótinu í Sjanghæ í gær. Hann var átjándi á ráslínu, en vann sig upp í þriðja sæti, á eftir þeim Lewis Hamilton og Sebastian Vettel. Formúla 1 18. apríl 2011 14:42
Vettel: Reyndi að verjast Hamilton af bestu getu Sebastian Vettel hjá Red Bull er efstur í stigamótinu í Formúlu 1, en hann varð annar á eftir Lewis Hamilton á Sjanghæ brautinni í gær. Hann var fremstur á ráslínu, en komst ekki hratt af stað í rásmarkinu og missti Jenson Button og Lewis Hamilton framúr sér. Formúla 1 18. apríl 2011 13:46
Hamilton heppinn að komast á ráslínuna á leið sinni til sigurs Sigur Lewis Hamilton í dag í Sjanghæ í Kína stöðvaði sigurgöngu Sebastian Vettel í Formúlu 1. Vettel hafði unnið bæði mót ársins, og auk þess tvö síðustu mót síðasta keppnistímabils á leið sinni til meistaratitilsins. Formúla 1 17. apríl 2011 20:21
Hamilton: Einstök tilfinning að færa liðinu sigur McLaren liðið og Lewis Hamilton tók ákveðna áhættu fyrir mótið í Sjanghæ í Kína varðandi keppnisáætlun og það skilaði gullinu í æsispennandi keppni. Hamilton sá við helsta keppinaut sínum í næst síðasta hring mótsins. Formúla 1 17. apríl 2011 12:05
Hamilton vann æsispennandi Kína kappakstur Lewis Hamilton á McLaren kom fyrstu í endmark í tilþrifamiklum kappakstri í Sjanghæ í Kína í dag. Sex ökumenn skiptust á að hafa forystu í mótinu, en Sebastian Vettel varð annar og Mark Webber þriðji, en báðir aka með Red Bull. Formúla 1 17. apríl 2011 10:20
Vettel vill ekki oftmetnast Sebastian Vettel er fremstur á ráslínu í þriðja skipti í röð á keppnistímabilini í Formúlu 1 og ræsir fremstur af stað í kínverska kappaksturinn á morgun. Á sama tíma er liðsfélagi hans Mark Webber aðeins átjándi á ráslínu, eftir ógöngur í tímatökunni í Kína í morgun. Formúla 1 16. apríl 2011 09:39
Vettel fremstur á ráslínu í Sjanghæ Sebastian Vettel hjá Red Bull náði besta tíma í tímatökum á Sjanghæ brautinni í Kína í dag. Hann varð 0.715 sekúndum á undan Jenson Button á McLaren, en Lewis Hamilton á McLaren varð þriðji. Hann veður því fremstur á ráslínu í kappakstrinum á morgun. Formúla 1 16. apríl 2011 08:04
Vettel fljóastur á lokaæfingunni í Kína Sebastian Vettel hélt uppteknum hætti á Sjanghæ brautinni í nótt þegar hann náði besta tíma á lokaæfingu keppnisliða í Formúlu 1. Hann hefur náð besta tíma á öllum æfingum og er því vel settur fyrir tímatökuna, sem er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 05.45. Formúla 1 16. apríl 2011 04:25
Keppinautarnir þokast nær Vettel Sebastian Vettel á Red Bull náði aftur besta tíma á seinni æfingu Formúlu 1 liða í Kína snemma morguns, á Sjanghæ brautinni. En Lewis Hamilton og Jenson Button á McLaren komu honum næstir. Þá voru Mercedes bílar Nico Rosberg og Michael Schumacher skammt undan. Formúla 1 15. apríl 2011 07:51
Vettel fljótastur á fyrstu æfingunni í Kína Sebastian Vettel stimplaði sig rækilega inn á fyrstu æfingu keppnisliða á Sjanghæ brautinni í nótt. Hann varð 0.615 sekúndum á undan Mark Webber. Báðir aka Red Bull og Lewis Hamilton var 2.106 sekúndum á eftir Vettel. Vettel hefur unnið tvö fyrstu mót ársins og verið fremstur í tímatökum í báðum mótum ársins. Formúla 1 15. apríl 2011 05:06
Vettel: Lánsamir að vera fremstir Sebastian Vettel telur að mótshelgin í Sjanghæ í Kína verði erfið og veðrið geti haft áhrif á möguleika ökumanna. Vettel var á fréttamannafundi á Sjanghæ brautinni i dag, en hann er með 24 stiga forskot í stigakeppni ökumanna eftir tvö fyrstu mótin. Formúla 1 14. apríl 2011 14:41
Rosberg: Erfið byrjun á tímabilinu Nico Rosberg og Michael Schumacher mæta á Sjanghæ Formúlu 1 brautina í Kína um helgina og keppa í þriðja Formúlu 1 móti ársins. Rosberg varð í þriðja sæti í mótinu í Sjanghæ í fyrra. Formúla 1 13. apríl 2011 09:32
Heidfeld ánægður með bronsið Nick Heidfeld tryggði Renault bronsið í kappakstrinum í Malasíu á sunnudaginn og lið hans náði þriðja sæti einnig í fyrsta móti ársins með Vitaly Petrov. Heidfeld er staðgengill Robert Kubica. Formúla 1 13. apríl 2011 08:30
Button: Barðist til sigurs til síðasta hrings Jenson Button er annar í stigamótinu, 24 stigum á eftir Sebastian Vettel í stigakeppni ökumanna í Formúlu 1, eftir tvö fyrstu mótin. Vettel hefur unnið bæði mót ársins, en Button varð í öðru sæti á eftir honum á sunnudaginn í keppni í Malasíu. Formúla 1 12. apríl 2011 13:50
Horner: Vettel er fullur sjálfstrausts Christian Horner, yfirmaður Red Bull telur að Sebastian Vettel vaxi og þroskist með hverju mótinu sem hann keppir í. Vettel vann sitt annað Formúlu 1 mót á árinu í Malasíu í gær. Formúla 1 11. apríl 2011 13:53
Hamilton tapaði 2 stigum vegna refsingar Úrslitin í Formúlu 1 mótinu í Sepang brautinni í Malasíu í gær breyttust eftir að keppni lauk í gær, þar sem Lewis Hamilton og Fernando Alonso var refsað af dómurum mótsins eftir keppni. Tuttugu sekúndum var bætt við tíma þeirra og Hamilton féll niður um sæti vegna þess. Úr sjöunda í áttunda. Formúla 1 11. apríl 2011 10:09
Vettel: Gæti ekki verið hamingjusamari Sebastian Vettel er kampakátur með árangurinn í öðru Formúlu 1 móti ársins, en hann vann sinn annan sigur í röð, þegar hann lauk keppni í fyrsta sæti á Sepang brautinni í dag. Formúla 1 10. apríl 2011 19:02
Vettel vann annan sigurinn í röð Sebastian Vettel hjá Red Bull vann sinn annan sigur inn í röð á árinu, með því að koma fyrstur í endamark í Formúlu 1 mótinu á Sepang brautinni í Malasíu í dag. Hann varð á undan Jenson Button á McLaren, en Nick Heidfeld á Renault varð þriðji. Vettel vann einnig fyrsta mót ársins í Ástralíu. Formúla 1 10. apríl 2011 11:56
Vettel: Keppnin verður löng og ströng Sebastian Vettel er fremstur á ráslínu í Formúlu 1 í sautjánda skipti á ferlinum eftir að hafa náð besta tíma í tímatökum fyrir kappaksturinn í Malasíu, sem verður í fyrramálið. Hann er efstur að stigum í stigamóti ökumanna eftir sigur í fyrsta móti ársins í Ástralíu. Formúla 1 9. apríl 2011 13:50
Meistarinn Vettel fremstur á ráslínu Heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull verður fremstur á ráslínu í Malasíu kappakstrinum sem verður í fyrramálið, en hann náði besta tíma í tímatökum á Sepang brautinni í dag. Lewis Hamilton á McLaren náði næst besta tíma og Mark Webber á Red Bull var honum næstur. Formúla 1 9. apríl 2011 09:56
Hamilton fljótastur á lokaæfingunni Lewis Hamilton á McLaren var fljótastur allra ökumanna á lokaæfingu Formúlu 1 liða á Sepang brautinni í Malasíu í nótt. Mark Webber varð 0.290 úr sekúndu á eftir á Red Bull,en Jenson Button á McLaren þriðji, 0.422 á eftir samkvæmt frétt á autosport.com. Formúla 1 9. apríl 2011 06:28
Webber fljótastur á æfingum í Malasíu Ástralinn Mark Webber á Red Bull var fljótastur á báðum æfingum keppnisliða í Formúlu 1 á æfingum á Sepang brautinni í Malasíu sem fram fóru í nótt samkvæmt fréttum á autosport.com. Formúla 1 8. apríl 2011 09:39
Schumacher telur að mótið í Malasíu verði eins og happdrætti ef rignir Spáð er verulegri rigningu í Formúlu 1 mótinu á Sepang brautinni í Malasíu þegar ræsing mótsins fer frá á sunnudag. Ræsingin á að vera klukkan átta að morgni að íslenskum tíma, en klukkan fjögur síðdegis í Malasíu. Formúla 1 7. apríl 2011 20:54
Trulli býst við miklum stuðningi við Lotus í Malasíu Lotus lið Heikki Kovalainen og Jarno Trulli verður á einskonar heimavelli í Malasíu um helgina, en yfirmaður liðsins, Tony Fernandez er heimamaður og hann segir liðið hafa djúp tengsl við Malasíu. Malasíska ríkisstjórnin á t.d. hlut í liðinu ásamt fleiri aðilum. Malasískir starfsmenn eru einnig hjá liðinu, sem hefur verið byggt upp á 18 mánuðum, en bílarnir eru settir saman í bækistöð Lotus liðsins í Norfolk í Englandi. Formúla 1 6. apríl 2011 21:06
Fá Karthikeyan og Liuzzi að keppa í Malasíu? Hispania liðið spænska reið ekki feitum hesti frá fyrsta Formúlu 1 móti ársins, en hvorki Narain Karthikeyan frá Indlandi né Ítalinn Viantonio Liuzzi fengu að keppa á spánýjum Hispania F111 bílum liðsins. Formúla 1 5. apríl 2011 17:07