Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Gylfi Þór snið­genginn

Á vef í­þrótta­miðilsins Give Me Sport á dögunum birtist at­hyglis­verður listi yfir tíu bestu fót­bolta­menn Ís­lands frá upp­hafi. En fjar­vera eins leik­manns á listanum vekur þó mikla at­hygli. Nafn Gylfa Þórs Sigurðs­sonar er hvergi að finna á umræddum lista.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid kaupir leik­mann en lætur hann fara um leið

Real Madrid hefur virkjað ákvæði í lánssamningi sínum við Espanyol varðandi spænska leikmanninn Joselu og keypt hann á eina og hálfa milljón evra. Joselu verður þó ekki lengi leikmaður Real Madrid að fullu, hann verður um leið seldur fyrir sömu upphæð til liðs í Katar.

Fótbolti
Fréttamynd

Dælir peningum í lands­liðs­menn eftir sigurinn sögu­lega

Bidzina Ivanishvili, fyrrverandi forsætisráðherra Georgíu hefur ákveðið að láta því sem nemur rétt tæpum einum og hálfum milljarði íslenskra króna af hendi til karlaliðs Georgíu í fótbolta eftir sögulegan sigur liðsins á Portúgal á Evrópumótinu í fótbolta í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Manchester United missir fleiri stjörnur

Annað sumarið í röð stefnir í að kvennalið Manchester United missi nokkra af sína bestu leikmönnum. Mary Earps, sem er talin vera meðal bestu markvarða heims, er á leið frá félaginu og þá hefur verið staðfest að Lucía Garcia verði ekki áfram.

Enski boltinn
Fréttamynd

Foden yfir­gefur her­búðir enska lands­liðsins

Phil Foden hefur yfirgefið herbúðir enska landsliðsins, sem þessa dagana tekur þátt á Evrópumótinu í Þýskalandi, vegna persónulegra ástæðna. BBC hefur greint frá því að Foden hafi haldið til Englands til að verða viðstaddur fæðingu þriðja barns síns og unnustu sinnar Rebeccu Cooke.

Fótbolti