Kveikt í bílum eftir að liðið hans Pelé féll í fyrsta sinn í 111 ár Brasilíska knattspyrnufélagið Santos, sem goðsögnin Pelé lék með nær allan sinn feril, féll í gær naumlega úr efstu deild, í fyrsta sinn í 111 ára sögu félagsins. Fótbolti 7. desember 2023 11:31
Knattspyrnusamband Evrópu svarar loksins kalli knattspyrnukvenna Krossbandaslit knattspyrnukvenna hafa verið mjög áberandi síðustu misseri og margir frábærir leikmenn misstu sem dæmi af heimsmeistaramótinu í ár vegna slíkra meiðsla. Fótbolti 7. desember 2023 11:00
Mál Alberts komið til héraðssaksóknara Héraðssaksóknari tekur ákvörðun hvort knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson verði ákærður fyrir kynferðisbrot. Málið er komið á borð héraðssaksóknara að lokinni rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 7. desember 2023 10:26
Haugasund búið að kaupa Hlyn frá Val Valur hefur selt Hlyn Frey Karlsson til norska úrvalsdeildarliðsins Haugasunds sem Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfar. Íslenski boltinn 7. desember 2023 10:13
Tíu bestu frumraunir landsliðskvenna Markvörðurinn ungi, Fanney Inga Birkisdóttir, átti eftirminnilega frumraun með íslenska fótboltalandsliðinu sem vann Danmörku í fyrradag. Í tilefni þess fór Vísir yfir eftirminnilegustu frumraunir landsliðskvenna Íslands. Fótbolti 7. desember 2023 10:00
Spilar ekki meira með Liverpool á leiktíðinni Miðvörðurinn Joel Matip missir að öllum líkindum af restinni af tímabilinu með Liverpool, eftir að hafa slitið krossband í hné á sunnudaginn. Enski boltinn 7. desember 2023 09:31
Fanney með fótboltaheila og getur náð heimsklassa Jólin komu snemma í ár með sigri Íslands á Danmörku í Þjóðadeildinni í fótbolta í fyrradag. Átján ára gamall markvörður Íslands og Vals sló í gegn í frumraun sinni. Íslenska landsliðið gerði sér lítið fyrir og kramdi ólympíudrauma danska landsliðsins með 1-0 sigri sínum í lokaumferð riðlakeppni Þjóðadeildarinnar í Viborg. Íslenski boltinn 7. desember 2023 09:00
Lars ítrekar meðmæli sín með Heimi sem hann treystir að fullu Án þess að hika, myndi Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, mæla með fyrrum samstarfsmanni sínum Heimi Hallgrímssyni í hvaða þjálfarastarf sem er. Hann er yfir sig hrifinn af starfi Heimis með Jamaíka upp á síðkastið. Fótbolti 7. desember 2023 08:00
Trent sýndi afturendann Trent Alexander-Arnold lagði upp fyrsta mark Liverpool gegn Sheffield í gær en stoðsending hans var þó ekki það sem var fjallað mest um varðandi hann eftir leikinn. Enski boltinn 7. desember 2023 07:00
Arteta: Við kennum engum um Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, vildi ekki kenna David Raya um mörkin sem Luton skoraði gegn liðinu í gærkvöldi. Enski boltinn 6. desember 2023 23:15
McTominay hetja United gegn Chelsea Scott McTominay skoraði tvö mörk í sigri Manchester United gegn Chelsea á Old Trafford í kvöld. Enski boltinn 6. desember 2023 22:16
Leon Bailey skaut Villa í þriðja sætið Leon Bailey tryggði Aston Villa sigur gegn Englandsmeisturum Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Enski boltinn 6. desember 2023 22:10
Liverpool vann í endurkomu Wilder Liverpool hafði betur gegn Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni en þetta var fyrsti leikur Chris Wilder með Sheffield eftir að hann var ráðinn þjálfari liðsins á ný. Enski boltinn 6. desember 2023 21:40
Segist ánægður hjá Villa þrátt fyrir sögusagnir Douglas Luiz, leikmaður Aston Villa, segist vera ánægður hjá liðinu þrátt fyrir háværar sögusagnir þess efnis að hann sé á förum í janúar. Enski boltinn 6. desember 2023 17:45
Lampard gæti fengið starf í Bandaríkjunum Frank Lampard, fyrrverandi leikmaður og knattspyrnustjóri Chelsea, gæti fengið nýtt stjórastarf í Bandaríkjunum. Fótbolti 6. desember 2023 17:01
Antony barmar sér yfir „ósanngjarnri“ gagnrýni Neville og félaga Brasilíumaðurinn Antony hefur sent fyrrverandi leikmönnum Manchester United tóninn fyrir það sem honum finnst vera ósanngjörn gagnrýni á hans frammistöðu inni á vellinum. Enski boltinn 6. desember 2023 16:02
Esther Rós færir sig yfir hraunið Esther Rós Arnarsdóttir er nýr leikmaður Stjörnunnar í Bestu deild kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 6. desember 2023 15:16
Drukku meira en þær máttu Forráðamenn norska knattspyrnufélagsins Brann hafa varað leikmenn sína við eftir að nokkrir af leikmönnum kvennaliðs félagsins drukku meira áfengi en leyft var á fögnuði í fyrrakvöld. Fótbolti 6. desember 2023 15:02
Sögulegt: Fyrsta sinn sem Ísland vinnur gömlu herraþjóðina á danskri grundu Íslenska kvennalandsliðið endaði árið á frábærum sigri á Dönum í lokaleik sínum í Þjóðadeildinni í gær og náði um leið vonandi að brjóta múr sem hefur staðið alltof lengi. Fótbolti 6. desember 2023 14:31
„Þrjú verða fjögur“ Atvinnu- og landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Jón Daði Böðvarsson og unnusta hans, María Ósk Skúladóttir, viðskiptafræðingur eiga von á sínu öðru barni í apríl næstkomandi. Parið deilir gleðitíðindunum í sameiginlegri færslu á Instagram. Lífið 6. desember 2023 13:36
Taylor Swift gæti haft áhrif á fallbaráttuna í Frakklandi Taylor Swift er ein vinsælasta og áhrifamesta tónlistarkona heims. Hún gæti meðal annars haft áhrif á botnbaráttuna í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Fótbolti 6. desember 2023 13:30
Innhólf Karólínu fullt af þakklátum Þjóðverjum Íslensku stelpurnar í fótboltalandsliðinu unnu ekki bara frækinn sigur gegn Dönum í gærkvöld heldur gerðu þær Þjóðverjum risastóran greiða um leið. Og Þjóðverjarnir hafa verið duglegir að þakka fyrir sig. Fótbolti 6. desember 2023 13:00
Fjölskyldan í skýjunum með frumraun Fanneyjar Hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir, stimplaði sig rækilega inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er hún átti stórleik í sínum fyrsta A-landsleik. Leik gegn Dönum á útivelli í Þjóðadeildinni sem endaði með eins marks sigri Íslands. Fjölskylda Fanneyjar var á vellinum í Viborg og segir faðir hennar, Birkir Ingibjartsson, dóttur sína aldeilis hafa sýnt hvað í sér býr. Fótbolti 6. desember 2023 12:00
„Ég hef ekki fengið nein símtöl eða skilaboð“ Jón Daði Böðvarsson skoraði þrennu í fyrri hálfleik þegar Bolton sló Harrogate Town út úr ensku bikarkeppninni um síðustu helgi. Enski boltinn 6. desember 2023 11:31
Ulrik Wilbek vill losna við kvennalandsliðið úr Viborg Borgarstjórinn í Viborg vill að danska kvennalandsliðið í fótbolta finni sér nýjan heimavöll, utan borgarinnar. Fótbolti 6. desember 2023 10:31
Benóný skrifar undir hjá Gautaborg í dag KR-ingurinn Benóný Breki Andrésson er á leið í læknisskoðun hjá sænska stórliðinu Gautaborg. Fótbolti 6. desember 2023 10:21
Danir í sárum eftir „fíaskóið“ gegn Íslandi Danir eru í öngum sínum yfir að hafa ekki nýtt tækifærið til að komast í dauðafæri á að fara á Ólympíuleikana næsta sumar. Tapið gegn Íslandi í gær, 1-0, er þeim afar dýrkeypt. Fótbolti 6. desember 2023 09:31
Baunaði á sérfræðinga og fékk fast skot til baka Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, er sannfærður um að liðið geti orðið Englandsmeistari fjórða árið í röð haldi liðið áfram að spila eins og að undanförnu. Hann baunaði á sérfræðinga Sky Sports en fékk fast skot til baka frá Jamie Carragher. Enski boltinn 6. desember 2023 07:41
Boltinn á EM muni stytta tímann sem VAR tekur í ákvarðanir Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, segir að boltinn sem notaður verður á EM í Þýskalandi næsta sumar muni hjálpa til við að stytta tímann sem það tekur VAR að taka ákvarðanir um rangstöður og hendi. Fótbolti 6. desember 2023 07:01
Meinaður aðgangur að blaðamannafundi Ten Hag Fulltrúum fjögurra fjölmiðla var meinaður aðgangur að blaðamannafundi Erik ten Hag, knattspyrnustjóra Manchester United, sem haldinn var í dag fyrir leik liðsins gegn Chelsea sem fram fer annað kvöld. Fótbolti 5. desember 2023 23:31