Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Svein­dís enn í hlut­verki vara­manns

Sveindís Jane Jónsdóttir hefur fá tækifæri fengið í byrjunarliði Wolfsburg það sem af er leiktíð og hún kom á ný inn á sem varamaður í kvöld, þegar liðið vann Freiburg 3-0 í þýsku 1. deildinni í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Orri kom inn á í sigri í Anda­lúsíu

Landsliðsframherjinn Orri Óskarsson varð að sætta sig við að spila tíu mínútur í kvöld þegar lið hans Real Sociedad vann góðan 2-0 útisigur gegn Sevilla í spænsku 1. deildinni í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Olmo mættur aftur með látum

Dani Olmo var afar áberandi í fyrsta leik sínum í byrjunarliði Barcelona síðan hann meiddist í læri um miðjan september. Börsungar unnu grannaslaginn við Espanyol í dag, 3-1, í spænsku 1. deildinni í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Samningi Marcelo rift eftir rifrildi á hliðar­línunni

Marcelo og brasilíska félagið Fluminese hafa komist að samkomulagi um samningslok leikmannsins, eftir rifrildi við þjálfarann Mano Menezes á hliðarlínunni þegar Marcelo undirbjó sig fyrir að koma inn á gegn Gremio í deildarleik á dögunum. 

Fótbolti
Fréttamynd

Topp­sætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum

Liverpool tryggði sér efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 2-1 sigri gegn Brighton á Anfield. Heimamenn lentu undir en tvö mörk á tveimur mínútum í seinni hálfleik tryggðu sigurinn. Manchester City tapaði samtímis gegn Bournemouth og Liverpool er því með tveggja stiga forystu á toppnum.

Enski boltinn