Gagnrýni

Gagnrýni

Gagnrýni á kvikmyndum, bókmenntum, tónlist, leikhúsverkum og fleiru.

Fréttamynd

Tímalausar teikningar

Falleg og oft hnýsileg sýning sem vekur sérstaka athygli á verkum Johns Baines, en nær einnig að velta upp spurningum um stöðu og gildi teikningarinnar í samtímanum.

Gagnrýni
Fréttamynd

Magnaðir myrkraheimar

Vel skrifuð og spennandi saga um hinn frábæra lögreglumann Joona Linna. Þriðja sagan eftir Kepler sem kemur út á íslensku, en sænsku hjónin Alexander og Alexandra Coelho Ahndroil, skrifa undir þessu dulnefni.

Gagnrýni
Fréttamynd

Dramatík og gleði

It is not a metaphor er áferðarfallegt og vel gert verk þar sem Cameron tekst að blanda saman ólíkum stílum í eina skemmtilega heild. Hel haldi sínu er sterkt verk þar sem allir þættir sýningarinnar vinna vel saman.

Gagnrýni
Fréttamynd

Húrra fyrir Retro Stefson

Útgáfutónleikar Retro Stefson voru frábærir. Einlægni, gleði, góðar lagasmíðar og þrusuþétt band fékk stirðustu gamalmenni til að hrista lúna rassa.

Gagnrýni
Fréttamynd

Heimildarmynd sem allir ættu að sjá

Frábær heimildarmynd sem er í senn átakanleg og full af bjartsýni. Palestínski bóndinn Emad Burnat kaupir myndbandsupptökuvél þegar fjórði sonur hans og eiginkonu hans fæðist árið 2005. Hann myndar þó ekki aðeins soninn Gibreel heldur einnig átök íbúa þorpsins Bil'in við ísraelska herinn þegar ræktarland þeirra hverfur undir ólöglega landnemabyggð. Í átökunum eyðileggst hver myndavélin á fætur annarri en Emad lætur það ekki stöðva sig.

Gagnrýni
Fréttamynd

Stöfuð þjáning

Haraldur brýtur Jobsbók niður í öreindir í nokkuð margbrotnu verki, en vekur um leið áhuga á þessari sögufrægu bók, og boðskap hennar.

Gagnrýni
Fréttamynd

Skemmtileg (óþolandi) tónlist

John Humphreys og Allan Schiller spiluðu fjórhent, pottþétt samspil, oftast sannfærandi túlkun; leikur beggja píanóleikara var fágaður en hefði mátt vera rólegri í einu verkinu.

Gagnrýni