Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Langþráður sigur hjá Bubba Watson

Bandaríkjamaðurinn Bubba Watson vann sitt fyrsta golfmót í tvö ár í nótt þegar hann spilaði best allra á Northern Trust Open golfmótinu í Kaliforníu.

Golf
Fréttamynd

Walker sigraði í þriðja sinn á leiktíðinni

Jimmy Walker hrósaði sigri á AT&T Pebble Beach National mótinu sem lauk í gær á PGA-mótaröðinni. Þetta er þriðji sigurinn á tímabilinu hjá Walker sem hefur leikið sérlega vel frá því í haust.

Golf
Fréttamynd

Frænka Tiger Woods vann ástralska meistaramótið

Cheyenne Woods vann sitt fyrsta stórmót á ferlinum þegar hún vann ástralska meistaramót kvenna í golfi um helgina. Hún er frænka Tiger Woods sem sjálfur hefur unnið 14 stórmót á ferlinum og á greinilega ekki langt að sækja hæfileikana.

Golf
Fréttamynd

Jimmy Walker í góðri stöðu á Pebble Beach

Jimmy Walker stóð sig best í rokinu á þriðja hring á AT&T Pebble Beach National Pro-Am golfmótinu í Kaliforníu í gær. Walker er með sex högga forystu þegar leik var frestað seint í gær.

Golf
Fréttamynd

McIlroy frábær í Dúbaí

Norður-Írinn Rory McIlroy virðist aftur kominn í sitt besta form en hann spilaði á níu höggum undir pari á fyrsta keppnisdegi Dubai Desert Classic-mótsins.

Golf
Fréttamynd

Garcia á meðal tíu efstu á ný

Spánverjinn Sergio Garcia er kominn aftur í hóp tíu efstu á heimslistanum í golfi eftir nokkurra ára fjarveru. Garcia hefur ekki verið hærra á listanum í fjögur ár.

Golf
Fréttamynd

Korda sigraði á Bahamaeyjum

Jessica Korda frá Bandaríkjunum sigraði á Bahamas LPGA Classic mótinu sem er fyrsta mót ársins á LPGA-mótaröðinni.

Golf
Fréttamynd

Missir Mickelson af titilvörninni?

Phil Mickelson vonast til að geta tekið þátt í Phoenix Open mótinu á PGA-mótaröðinni um næstu helgi en þar á þessi bandaríski kylfingur titil að verja.

Golf
Fréttamynd

Er Tiger of mikið í ræktinni?

Fyrrverandi þjálfari kylfingsins Tiger Woods telur að efsti kylfingur heimslistans hafi bætt við sig of miklum vöðvamassa og að það sé að trufla frammistöðu hans á golfvellinum.

Golf
Fréttamynd

Óþarfi að örvænta segir þjálfari Woods

Þjálfari Tiger Woods segir að það sé óþarfi fyrir aðdáendur hans að örvænta þrátt fyrir skelfilega byrjun á árinu. Woods féll úr leik á Farmers Insurance mótinu á PGA-mótaröðinni í gær.

Golf
Fréttamynd

Tveir frábærir hringir dugðu ekki til

Ólafur Björn Loftsson, kylfingur úr Nesklúbbnum, var einu höggi frá því að öðlast takmarkaðan þátttökurétt á PGA-mótaröðinni í Suður-Ameríku. Keppni á úrtökumótinu í Orlando lauk í dag.

Golf
Fréttamynd

Einvígi á milli Mickelson og McIlroy?

Mikil spenna er fyrir lokahringinn á Abu Dhabi Championship mótinu sem fram fer á Evrópumótaröðinni. Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson lék gríðarlega vel í dag eða á 63 höggum og er á meðal efstu manna.

Golf